Fréttablaðið - 01.02.2022, Side 11
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 1. febrúar 2022
Námskeiðið verður í boði í dag og
næsta þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
oddurfreyr@frettabladid.is
Í dag og næsta þriðjudag, þann
8. febrúar, verður boðið upp
ókeypis námskeið í teikningu á
Borgarbókasafninu í Árbæ. Nám-
skeiðið stendur yfir milli klukkan
16.30 og 18.30 báða dagana.
Á námskeiðinu verður lögð sér-
stök áhersla á teikningu andlita.
Námskeiðið hentar öllum sem
eru 16 ára og eldri og hafa áhuga á
teikningu, en miðað er við að þátt-
takendur mæti báða dagana.
Allt í boði á staðnum
Í tilkynningu frá bókasafninu
kemur fram að það sé ekki gert ráð
fyrir að þátttakendur undir búi sig
á neinn hátt og það er ekki heldur
gert ráð fyrir að fólki hafi einhverja
kunnáttu áður en það kemur. Það
eru einfaldlega allir sem sem hafa
áhuga á að spreyta sig í teikningu
boðnir velkomnir.
Það verður myndlistarkonan
Kristín Arngrímsdóttir sem sér
um kennslu á námskeiðinu og
allt sem þarf til að teikna verður í
boði á staðnum, svo það þarf ekki
að hafa með sér neinar græjur.
Á námskeiðinu verður farið yfir
ýmis grunnatriði í teikningu, en
aðaláherslan verður á kennslu í að
teikna andlit. ■
Teikninámskeið á
Borgarbókasafni
HEILBRIGÐ
MELTING
Góðgerlar,
meltingarensím,
jurtir og trefjar
www.celsus.is / apótek, Hagkaup og víðar
Allt starf Villikatta er unnið í sjálfboðavinnu og Arndís segir að þau eigi styrkjum frá almenningi mikið að þakka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Færist í aukana að kettir séu yfirgefnir
Undanfarið hefur þeim heimilisköttum sem hafa villst frá heimili sínu og lent á flakki
fjölgað en villiköttum fækkað. Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta, segir að
sjálfboðaliðar félagsins finni öllum týndum kisum gott heimili. 2