Fréttablaðið - 01.02.2022, Síða 24

Fréttablaðið - 01.02.2022, Síða 24
 Auglýsing um skipulagsmál Skipulagslýsing fyrir Breiðagerði, frístundabyggð Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt skipulags- lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Breiðagerði, frístunda- byggð skv. 3.mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja núverandi og fyrirhugaða frístundabyggð á svæðinu. Í deiliskipulaginu verða byggingarreitir og byggingarákvæði skilgreind fyrir lóðirnar. Þá verður gerð grein fyrir lóðamörkum, aðkomuleiðum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða verður til að skilgreina í deiliskipulagi. Skipulagslýsingin mun liggja frammi til kynningar á bæjarskrif- stofu að Iðndal 2, 190 Vogum en vegna lokunar á skrifstofunni þarf að panta tíma í síma 440-6200. Einnig er hægt að nálgast lýsinguna á vef sveitarfélagsins á www.vogar.is Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri með því að senda á heimilisfang bæjar- skrifstofu eða senda tölvupóst á byggingarfulltrui@vogar.is fyrir 23. febrúar 2022. Skipulags- og byggingarfulltrúi gardabaer.is SKIPULAGSMÁL Í GARÐABÆ Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingum deiliskipulags Arnarness og tillögu að breytingu deiliskipulags Kauptúns í samræmi við 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 1 mgr. 41. gr. og 1. mgr 43. gr sömu laga. Samgöngustígur meðfram Hafnarfjarðarvegi, tillaga að breytingu deiliskipulags Arnarness Tillagan gerir ráð fyrir að stígur meðfram Hafnarfjarðarvegi frá Arnarneslæk, um væntanleg undirgöng undir Arnarneshæð og að sveitarfélags- mörkum Garðabæjar og Kópavogs verði skilgreindur sem samgöngustígur með aðgreindri umferð hjólreiða og gangandi vegfarenda. Breidd samgöngustígs getur verið allt að 2x3 metrar með lýsingu. Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 1. mars kl 17:00 í Sveinatungu, Garðatorgi 7, Garðabæ. Kauptún 4 (IKEA), tillaga að breytingu deiliskipulags Kauptúns. Tillagan gerir ráð fyrir því að verslunarlóðin Kauptún 4 stækki til vesturs um 16.866 m2, er fyrir breytingu 56.403 m2 en verður 73.269 m2 eftir breytingu. Hámarksbyggingarmagn á lóð eykst úr 22.500 í 35.000 m2. Fjöldi bílastæða eykst í samræmi við bílastæðakröfu deiliskipulagsins sem 1 stæði fyrir hverja 30 m2. Heimilt verður að áfangaskipta uppbyggingu bílastæða í samræmi við bílastæðaþörf. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 14. mars 2022, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ. Umhverfismat Matsáætlun í kynningu Efnistaka úr Litla Sandfelli í Þrengslum Eden Mining hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats vegna efnistöku úr Litla Sandfelli í Þrengslum, Sveitarfé- laginu Ölfusi. Kynning á matsáætlun: Matsáætlunin liggur frammi hjá Skipulags- stofnun og hjá Skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss. Hún er jafn- framt aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 3. mars 2021 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun um matsskyldu Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdin Aflaukning Hólsvirkjunar, Þingeyjarsveit skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 111 /2021. Ákvörðunin er aðgengileg á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 1. mars 2022. Þarftu að ráða? Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS BÍÓBÆRINN FÖSTUDAGA KL. 20.00 ENDURSÝNDUR LAUGARDAGA KL. 19.30 Gunnar og Árni fara yfir þær kvikmyndir sem eru væntanlegar í bíóhús landsmanna og dusta einnig rykið af gömlum gullmolum og fræða áhorfendur um leyndar-dóma kvikmyndaheimsins. 8 SMÁAUGLÝSINGAR 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.