Fréttablaðið - 01.02.2022, Page 28

Fréttablaðið - 01.02.2022, Page 28
Aðeins verða fram- leidd 100 eintök á ári af GT2 ofurbílnum. Rafdrifin Micra verður á sama CMF undirvagni og rafdrifinn Renault 5. njall@frettabladid.is Renault er á leið á markað á þessu ári með nýjan jeppling sem tekur við af Kadjar og byggður er á nýja CMF-CD3 undirvagninum. Bíll- inn kallast Austral og í vikunni sendi Renault frá sér myndir af innréttingu hans. Eins og sjá má spilar baklýsing stórt hlutverk sem og nýtt skjá- kerfi sem samanstendur af 12,3 tommu mælaborðsskjá og 12 tommu upplýsingaskjá. Kallast kerfið OpenR Link og er mjög fullkomið að sögn Renault, með innbyggt Android Auto, Apple CarPlay, Google leit og Google Maps. Stýrið er líka hannað til að ökumaður sjái betur á veginn og mælaborðið. Prófanir á bílnum standa yfir en alls verða eknar 2 milljónir kílómetra. Sjá 100 bílar og 900 ökumenn um verkið en 600.000 kílómetrar eru eknir á þjóðvegum. ■ Myndir af innréttingu Austral Nóg er af hólfum í innréttingunn og eitt stórt í miðjustokknum. njall@frettabladid.is Ofurbíllinn X-Bow GT2 er í þróun hjá austurríska mótorhjólafram- leiðendanum KTM en hann verður annar bíll merkisins. KTM hefur komið með nokkrar útgáfur X-Box síðan 2008 en nýi bíllinn verður talsvert öflugri. Fyrsta útgáfan skilaði tæpum 300 hestöflum en GT2 mun notast við 2,5 lítra, fimm strokka forþjöppuvélina úr Audi RS3. Með því að auka aðeins við afl hennar stekkur GT2 upp í um 600 hestöfl. Yfirbyggingin verður úr kol- trefjum en hún kemur frá Dallara og vegur aðeins 80 kíló. Til að setjast inn í bílinn lyftist yfirbygg- ingin fram en það verður hægt að opna hliðarrúður sérstaklega. Alls verður bíllinn aðeins rúmt tonn að þyngd þótt götuútgáfa hans verði eflaust aðeins þyngri. Það styttist í að þessi bíll verði frumsýndur þótt nákvæm dagsetning hafi ekki verið gefin út, en aðeins verða framleidd 100 eintök á ári. ■ KTM þróar nýjan X-Bow ofurbíl Yfirbygging bílsins vegur aðeins 80 kíló og GT2 verður um 600 hestöfl. njall@frettabladid.is Til stendur að koma með nýjan, rafdrifinn Nissan Micra á markað áður en langt um líður. Mun hann koma á sama CMF-BEV undir- vagni og væntanlegur Renault 5 en Renault og Nissan tilkynntu þetta í sameiginlegri yfirlýsingu á fimmtudaginn var. Búast má við að fyrstu bílarnir muni sjást árið 2024 og verði með rafhlöðu sem dugi til 400 km aksturs. Alls verða framleiddir 250.000 slíkir bílar á ári segir í tilkynningunni en undirvagninn er sagður minnka framleiðslu- kostnað um 33% og orkunotkun um 10% miðað við núverandi undirvagn Renault Zoe. Alls verða fimm nýir raf bílaundirvagnar settir í notkun á þessum áratug og fara þeir í 35 raf bíla hjá bæði Nissan og Renault. ■ Rafdrifin Micra væntanleg 2024 Nissan Micra hefur séð minnkandi sölu enda aðeins búin bensínvélum. 522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Vesturhraun 5 210 Garðabær á þinni leið 8 BÍ L A BL A ÐI Ð 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.