Fréttablaðið - 01.02.2022, Page 36
Við höfum séð í gegn-
um tíðina stóra lista-
menn sem eru ósáttir
við Spotify.
Unnur Sara
Eldjárn, tón-
listarkona og
Spotify-sér-
fræðingur
Réttlætiskenndin
skiptir þarna máli fyrir
suma.
Eiður
Arnarson,
framkvæmda-
stjóri Félags
hljómplötu-
framleiðenda
ninarichter@frettabladid.is
Í byrjun árs kallaði hópur 270 vís-
indamanna eftir því að brugðist
yrði við upplýsingaóreiðu varðandi
bólusetningar, í hlaðvarpsþáttum
Joe Rogan, sem eru þeir vinsælustu
á streymisveitunni Spotify. Engar
skýrar reglur lágu fyrir á þeim tíma
um orðræðu og efnistök í hlaðvarps-
efni sem aðgengilegt er á veitunni.
Tónlistarmaðurinn Neil Young
gaf málstaðnum byr undir báða
vængi þegar hann lýsti því opin-
berlega yfir að hann vildi að Spot ify
fjarlægði þættina af streymisveit-
unni, ellegar myndi hann hverfa á
braut með tónlist sína af Spotify.
Hundrað milljónir fyrir Rogan
Spotify greiddi hundrað milljónir
Bandaríkjadala árið 2020 fyrir
dreifingarrétt á hlaðvarpsþátt-
unum umdeildu. Hlaðvarpinu var
ekki haggað og því stóð Neil Young
við stóru orðin og lét fjarlægja tón-
listina af veitunni. Samlandi hans
og kollegi Joni Mitchell fylgdi síðan
fordæmi hans.
„Það er kannski erfitt að segja
hvaða áhrif þetta myndi hafa til
lengri tíma. Þarna eru tilteknir höf-
undar að taka mjög skýra afstöðu,“
segir Eiður Arnarson, framkvæmda-
stjóri Félags hljómplötuframleið-
enda, í samtali við Fréttablaðið.
Hann segir að höfundar geti
vissulega komið í veg fyrir að efni
þeirra sé í boði á streymisveitum.
En þó f lytji tónlistarmenn einnig
tónlist eftir aðra en þá sjálfa, eða lög
sem eru samin af f leiri höfundum.
„Ef það eru fleiri en einn höfundur,
til dæmis Joni Mitchell og einhver
annar höfundur sem er ekki sam-
mála henni, þá er spurning hvað
verður um það efni,“ segir Eiður.
Hlustendur styðja höfunda
Þegar Eiður er spurður hvort ein-
hver önnur streymisveita gæti tekið
við, svarar hann: „Tekið við, er rosa-
lega ýkt myndi ég halda. Það hafa
fjölmargir nú þegar tekið afstöðu
með þessum tilteknu höfundum og
eru sammála þeirri afstöðu. Ég hef
séð það á Facebook að fólk segir frá
því sjálft að það sé að færa sig yfir á
Tidal,“ útskýrir Eiður.
Norska streymisveitan Tidal
var stofnuð árið 2014. Kynningar-
herferðir Tidal hafa gengið út á að
auglýsa veituna sem „streymisveitu
í eigu listamannanna sjálfra,“ lista-
manna á borð við Jay-Z, Rihönnu,
Kanye West, Nicki Minaj, Daft
Punk, Jack W hite, Madonnu,
Arcade Fire og fjölda annarra risa.
Tónlistarkonan Alicia Keys var
stórorð á opnunarviðburði árið
2015 þar sem hún sagðist vonast
eftir því að tilkoma veitunnar
markaði kaf laskil í tónlistarsög-
unni. Kanye West sagði skilið við
veituna árið 2017 en hún heldur þó
velli og rúmlega það með sérútgáf-
um og stórum nöfnum innanborðs.
Þá hafa listamenn þrefalt hærri
tekjur af spilun á Tidal en Spotify.
Réttlætiskenndin vegur þungt
„Fyrir tónlistarmenn gæti það
verið mjög gott múv,“ segir Eiður,
aðspurður um flutning yfir á Tidal.
Eiður bendir einnig á áskriftar-
leið innan Tidal, HiFi plus, dýrari
áskriftarleið þar sem tónlistin er í
margfalt betri hljómgæðum. „Tidal
eru núna árið 2022 að fara að skipta
kökunni samkvæmt áskriftarleið
sem er eins og ef þú labbaðir út í búð
og keyptir plötu. Þín áskrift fer til
þeirra sem þú hlustar á.“
En er hvatinn hljómgæðin eða
kannski eitthvað allt annað? Sé litið
til gagna frá Bretlandi um vínil-
plötuhlustun, má greina að hljóm-
gæði ráði ekki úrslitum, þó að þau
séu ívið meiri á vínil í samanburði
við streymi.
„Réttlætiskenndin skiptir þarna
máli fyrir suma,“ svarar Eiður.
Gæti jaðarsett íslenska tónlist
Aukinn vöxtur Tidal gæti þó haft
áhrif af ýmsum toga.
„Örlítið neikvæð hlið á því gagn-
vart íslenskri tónlist er að lang-
mesta úrvalið af íslenskri tón-
list er á Spot ify,“ segir hann. „Það
gæti verið að margir sem færi sig
til skemmri eða lengri tíma yfir á
aðrar veitur finni minna af íslensku
efni og þá sérstaklega eldra efni.“
Spurður um hvað kæmi best
út fyrir íslenska tónlistarmenn
svarar Eiður að best væri ef upp-
gjörsaðferð tónlistarveitanna yrði
breytt, og þar með talið Spotify. „Ef
þú hlustar tuttugu sinnum meira
en maðurinn á næsta borði, ræður
þú tuttugu sinnum meira hvernig
peningarnir skiptast. En ef þú ferð
út í búð og kaupir þér plötu, þá fá
rétthafar þeirrar plötu peninginn,“
segir hann. n
Stríðsvindar blása
um streymisheima
Neil Young styð-
ur málstað 270
vísindamanna
sem gagnrýna
umræðu um
bólusetningar í
vinsælasta hlað-
varpsþættinum
á Spotify.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Hlaðvörp vekja spurningar um hlutverk Spotify
„Það er áhugavert að velta fyrir sér hvert er hlutverk
streymisveitu á okkar tímum þegar kemur að hlað-
varpsefni sem ber ekki skylda til að fara eftir lögum
og siðareglum samanborið við aðra fjölmiðla,“ segir
Unnur Sara Eldjárn, tónlistarkona og Spotify-sér-
fræðingur.
„Nú er þetta í annað skiptið á stuttum tíma sem
listamaður setur fram kröfu og Spotify bregst
við á einhvern hátt, en nýlega fór Adele fram á að
„shuffle" takkinn yrði tekinn af breiðskífum og því
var breytt í kjölfarið,“ segir hún.
Unnur Sara segir að mikilvægt sé að vera með-
vitaður um að allt séu þetta aðgerðir sem kosti stór-
fyrirtækið ekki neitt, en hafi hugsanlega jákvæð
áhrif á ímynd fyrirtækisins.
„Við höfum séð í gegnum tíðina stóra listamenn
sem eru ósáttir við Spotify og taka tónlistina sína
út í mótmælaskyni, eins hafa verið ótal undir-
skriftasafnanir þar sem krafist er til dæmis hærri
útborgunar til tónlistarfólks en það virðist ekki
hafa haft mikil áhrif á forystu streymisveitunnar til
lengri tíma,“ segir Unnur Sara.
„Spotify er með eitt þægilegasta notenda-
viðmótið og nú þegar hún er búin að taka yfir
hlaðvarpsheiminn tel ég að fyrirtækið muni halda
yfirburðastöðu sinni þrátt fyrir að einhverjir lista-
menn og notendur gætu á næstu dögum átt eftir
að bætast í hóp þeirra sem kjósa að sniðganga
þjónustuna,“ segir Unnur Sara sem telur meira
þurfa en þetta til að ógna yfirburðum Spotify.
Neil Young og Joni Mitchell
hafa látið fjarlægja tónlist
sína af streymisveitunni
Spot ify og vilja þannig mót-
mæla efnistökum hlaðvarps-
þátta Joe Rogan, sem eru þeir
vinsælustu á veitunni. Eftir
stendur þó stóra spurningin
um hvort andóf gömlu hipp-
anna muni marka vatnaskil
í yfirburðastöðu Spotify á
streymismarkaði.
Joe Rogan hefur beðist afsökunar á þætti sínum í málinu og í gær setti Spot-
ify reglur um fyrirvara á umfjöllun um bólusetningar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
16 Lífið 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR