Lindin

Volume

Lindin - 01.02.1956, Page 11

Lindin - 01.02.1956, Page 11
9 _£_3C=X_.S=A_G_A__::JÍ_í_E=:L_n=G_U=:g=H=A:=B_i;::: Það var eitt kvöldf þegar ég sat við skrifborðið mitt og var að hugsa, að mér heyrðist vera barið að dyrum. Eg kallaði: "Kom inn!!" Ég þóttist taka svo eftir, að dyrnar opnuðust lítið eitt, en svo lokuðust þær jafnskjótt aftur. Mér jþótti sennilegast, að komumanni hefði ekki þótt ég árennilegur til viðtals J)arna, sem ég sat, og hafi séð sitt óvænna og flúið brott. Mér var svo sem alveg sama. Ég varð hálft í hvoru feginn að þurfa ekki að rífa mig upp út hugsunum mínum, og nú sökkti ég mér niður í þær enn dýpra en áður. Én ég hafði ekki lengi hugsað, J)egar ég hrökk við á nýjan leik. Mér heyrðist einhvar vera að anda ])arna rétt hjá mér. Við- komandi hlaut að vera mjög kvefaður, því að það korraði í honum. Ég leit upp til þess að hjá kom\imann. Én ég sá engan. Ég leit í kringum mig í herberginu. Þarna var enginn. Mér fór nú ekki að verða um sel. Ég herti þó upp hugann, gekk að stóra klæðaskáp- num mínum og opnaði hann. En ]?að verð ég að játa, að aldrei hefi ég verið hræddari en i)á. Hjartað í mér barðist tua eins og mús í gildru. En öll þessi hræðsla var tilefnislaus. Það var enginn í klæðaskápnum. Ég kraup því næst niður á fjóra fætur og gægðist inn undir legubekkinn. Þaib var enginn heldur. Mér datt í hug, hvort maðurinn, sem bankaði, stæði ef til vill enn fyrir utan dyrnar. Ég opnaði dyrnar og leit fram, en þar var enginn. Mér fór að þykja þetta all dularfullt. Ég settist niður til að hugsa málið. En ég komst eiginlega ekki að neinni niðurstöðu. Ef ég hefði trúað, að draugar væru til, hefði ég sennilega strax ályktað, að þarna væri draugur á ferð. En nú trúi ég bara alls ekki, að draugar séu til. Ég var einna helzt farinn að halda, að ég væri orðinn eitthvað skrítinn í kollinum, i>essi andardráttur væri

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.