Lindin

Årgang

Lindin - 01.02.1956, Side 12

Lindin - 01.02.1956, Side 12
10 tóm ímyndun. Eg hugði, að réttast mundi vera að hringja í Þórð Möller eða einhvern hans líka til þess að láta rannsaka mig. ílg stóð upp til að framkvæma áform mitt. En margt fer ööruvísi en ætlað er. Ég var ekki fyrr staðinn upp, en ég féll aftur niður í stólinn lamaður af skelfingu. Eg heyrði einhvern ræskja sig rétt hjá mér. Ég leit aftur í hringum mig, en sá engann. Ég l>reif hægri hend- inni upp í hárið á mér og hrissti mig duglega til þess að ganga úr skugga um að ég væri vakandi. Og svo heyrði ég aðra ræskingu enn- ]?á greinilegri en þá fyrri. Og þá sló hugmynd niður í kollinn á mér álíka óisænt og þegar eldingu slær niður í hús. 1 raun og veru furðaði ég mig á i>ví, að mér skyldi ekki hafa dottið þetta í hug fyrr. Auðvitað átti ég hara að spyrja: "Flver er þar?" Nú ef einhver Mirndi svara, væri einhver í herherginu, annars ekki. ög ég spurði: "Hver er þar?" Og nú heyrði ég þá draugslegustu rödd, sem ég hefi nokkru sinni heyrt. Hún var hás og rám en um leið skerandi. Ef til vill væri hezt að líkja henni við ryðgaða járnplötu ,sem gjöktir á nagla. öÞað er ég," sagði röddinn. "Hvaða ég?" spurði ég, og enn náði hræðslan yfirtökunum. "Þekkirðm mig ekki?" ískraði einhvers staðar í áttinni að dyrunum. "Nei, hað held ég ekki," sagði ég og skalf á heinunum. "Eg er mýfluga." Þó svo að ég væri ofurlítið farinn að jafna mig eftir mesta hjartsláttinn, kunni ég ekki að meta svona gamansemi. Eg ætlaði því að fara að hreyta út úr mér ónotimi. En þá sá ég sýn, sem kom mér til að hætta við þaö. Eg ætlaði varla að trúa mímmi eigin augum. Á skrifborðinu fyrir framan mig sat ofurlítið mýflugukríli og

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.