Lindin

Årgang

Lindin - 01.02.1956, Side 15

Lindin - 01.02.1956, Side 15
13 atvik endurtæki sig ekki. 0g nú flaug ég vestur í skóginn. Vestur í skéginum kom ég auga á hóp stráka, sem voru á harða- hlaupum á eftir einhverri leöurkúlu. Sumir spörkuðu í kúl\ina, aðrir í jörðina, nú og svo voru enn aðrir, sem spörkuðu bara í náungann. Þetta hlaut að vera ákaflega spennandi. íg staldraði við til að virða þetta nánar fyrir mér. Á tveim stöðum sá ég net, sem héngu uppi á tveim staurum. Strákarnir hlupu fram og aftur á svæðinu jþar á milli alveg eins og jþeir væru vitlausir. Svo voru aðrir, sem stóðu kyrrir eða sátu, en þeir æptu þessi reiðinnar ósköp. Mér datt strax í hug, hvort þetta gæti ekki verið órólega deildin á einhverju vitfirringahæli. En ég tók mér ekki langan tíma til slíkra hollalegginga. Ég sá , að einnig hér var mikill fjöldi mýfjugna, sem skemmtu sér við að erta strákana. Og nú gleymdi ég öllum höfuðverk og því, sem gerzt hafði þá fyrr um daginn. Eg sá hvar strákur einn kom hlaup- andi með laðurkúluna á undan sér. Ég slaug til hans og ófal hringi í kringum höfuðið á honum, en hann virtist ekkert taka eftir mér. Mér datt þá í hug að setjast á nefið á honum og prófa á þann hátt að vekja athygli á mér, en það dugðx ekki til. Eg greip þá til þess örþrifaráðs til að vekja athygli á mér að bora nefbroddinum á mér inn í nefið á honum. En þá var hann svo við bragðsfljótur til •teamar, að minnstu munaði, að ég léti lífið. Hann náði til mín með annaéi hendinni, braut af mér nefbroddinn og skrámaði mig auk þess lítið eitt í framan. En ég slapp frá stórslysi í þetta sinn. Ég flaug nú upp á slána, sem annað hékk á til að jafna mig. Ég tók eftir því, að einn drengur gekk í sífellu fram og aftur þarna fyrir neðan slána, og hann virtist miklu rólegri en allir hinir. Mér datt strax í hug, að þetta hlyti að vera rólega deildin. Ég prófaði að erta hann með því að fljúga í kringiim höfuðið á honum, og hann baðaði út báðum höndum til aö reyna að hrekja mig í burtu. En nú var ég orðin reglulega leikin í að forða mér undan

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.