Fréttablaðið - 04.02.2022, Page 4

Fréttablaðið - 04.02.2022, Page 4
Hjá Hertz er umsýslu- gjaldið 4.000 krónur en 750 hjá Höldi. gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varar Garðabæ við áformum um hesthúsahverfi á Álftanesi. „Tillagan nær til mögulegrar endurbyggingar mannvirkja á félagssvæðinu, félags- heimilis, reiðskemmu, byggingu nýrra hesthúsa og reiðsvæðis,“ segir í umfjöllun heilbrigðisnefndar sem bendir á að svæðið liggi mjög nálægt áformuðu 75 íbúða hverfi „Líkur á að nærliggjandi íbúða- byggð sem áform eru um að reisa verði fyrir lyktarvandamálum og öðru ónæði vegna umsvifa á og við hesthúsasvæðið eru miklar. Þá fylgir hugsanlega slysahætta vegna nálægðar útivistarsvæðis og leik- svæðis barna við hesthúsahverfið. Einnig er hætta á að hross geti orðið fyrir óæskilegum truflunum vegna nærliggjandi byggðar, svo sem um áramót. ■ Varað við sambúð hesta og manna Menntaskólinn í Kópavogi fagnar fimmtíu ára starfsafmæli á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA kristinnpall@frettabladid.is KÓPAVOGUR Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær að vísa ályktun Menntaskólans í Kópavogi um byggingu nýs íþróttahúss til umsagnar hjá embættismönnum bæjarins. Í ályktun skólans kemur fram að við skólann sé starfrækt eitt öflugasta afreksíþróttasvið lands- ins þrátt fyrir aðstöðuleysi og engan starfandi íþróttakennara. Í ályktun MK kemur einnig fram að aðsókn á afreksíþróttasvið skól- ans fari vaxandi enda séu dæmi um að ungt íþróttafólk hafi flutt utan af landi og frá útlöndum til að stunda nám við afrekssvið skólans. Í ljósi aðstöðuleysis hafi skólinn meðal annars þurft að vísa nemendum í önnur úrræði þar sem skólinn missi yfirsýn yfir áhrif íþróttaiðkunar þegar nemendur fara án eftirlits í líkamsræktarstöðvar. ■ Menntaskóli vill fá íþróttaaðstöðu kristinnhaukur@frettabladid.is NEYTENDUR Munurinn á umsýslu- gjaldi bílaleiganna vegna sekta leigj- enda er rúmlega fimmfaldur milli hins dýrasta og ódýrasta. Umrætt gjald getur verið tekið vegna stöðu- mælasekta eða vegatolla. Fréttablaðinu barst ábending um gjaldið eftir að einstaklingur keyrði í gegnum Vaðlaheiðargöngin á bíla- leigubíl frá Herz. Viðkomandi var of seinn að greiða gjaldið, sem er 1.500 krónur. Kom þá fljótlega rukkun frá Herz upp á 5.500 krónur, sem sagt umsýslugjald upp á 4.000 krónur. Samkvæmt óformlegri athugun hjá öðrum bílaleigum er gjaldið afar mismunandi. Hjá bílaleigunni Thrifty, sem er í eigu Brimborgar, er gjaldið helmingi lægra en hjá Herz, það er 2.000 krónur. Hjá Höldi, sem rekur Bílaleigu Akureyrar og Europcar, er gjaldið 750 krónur og hafði þá nýlega verið lækkað úr 1.100 krónum. Allar upphæðirnar eru með virðisaukaskattinum inni- földum, en hann er 24 prósent. Sigfús B. Sigfússon, forstjóri Hertz, segir að viðskiptavinurinn hafi þann kost að greiða sektir beint til viðkomandi lögaðila án þess að bílaleigan hafi milligöngu. „Ef viðskiptavinur okkar ákveður að greiða ekki beint til viðkomandi lögaðila er gjaldið eða sektin send á okkur og við erum ábyrgir fyrir því hvort okkur tekst að innheimta það hjá viðkomandi viðskiptavini eða ekki,“ segir hann. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, segir töluverða handavinnu á bak við umsýslugjöldin og vöktun. Með aukinni sjálfvirknivæðingu og forritun hafi tekist að minnka það og lækka gjaldið. ■ Bílaleigur rukka misháa þóknun vegna sekta ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 21.00 Benedikt Bóas fær til sín góða gesti til að ræða íþróttavikuna sem leið og skoðar það helsta sem gerðist á léttu nótunum. Samskiptaforritið Tinder er notað af svindlurum til að blekkja og féfletta fólk sem þar er skráð. Lögreglumaður segir þolendur brotanna yfir- leitt eldri en fimmtíu ára. ninarichter@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL „Við eigum nokkur mál þar sem Tinder kemur við sögu og er notað til að skapa ranghug- myndir um samband en ekki þar sem brotaþolar hitta viðkomandi,“ segir Jökull Gíslason, rannsóknar- lögreglumaður í fjármunabrotum og netglæpum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um tíðni net- glæpa með íslenskum brotaþolum, í tengslum við stefnumótaforritið Tinder. Norska heimildarmyndin The Tinder Swindler var frumsýnd á Netflix nýleg. Þar er rakin saga Sim- ons Leviev, Tinder-svindlarans svo- kallaða, sem notaði stefnumótafor- ritið Tinder til að tæla fjölda kvenna og svindla út úr þeim miklar fjár- hæðir, á þeim forsendum að hann væri moldríkur erfingi ísraelsks demantaveldis á f lótta. Þolendur hans urðu sumir gjaldþrota og sak- felling gekk erfiðlega. Maðurinn gengur laus í dag. Jökull segir að yfirleitt sé aðferðin í þessum brotum áþekk. Gerandi skapi lygasögu, gefi til kynna sterka stöðu en að hann þurfi tíma- bundinn stuðning. „En þetta er yfir- leitt eingöngu með tölvupóstsam- skiptum, enda þarftu að vera ansi kræfur til að hitta manneskjurnar og standa undir lyginni í lifanda lífi.“ Jökull segir að Tinder-svindlarinn sé kominn skrefinu lengra. „Þar er svindlarinn óhræddur við að koma fram, láta sig sjást, enda þykist hann ekki vera frægur maður, heldur ríkur maður,“ segir Jökull sem man ekki eftir neinu sem líkist því máli hérlendis, en segir að lygasögur séu ekki óþekkt hegðunarmynstur í margs konar atvikum. Jökull segir þolendur glæpa af þessu tagi yfirleitt í aldurshópnum 50 ára og eldri. „Þetta er fólk með gat á sálinni, sérstaklega eftir skilnað,“ útskýrir hann. „Það er vöntun í lífi þeirra og þessi lygi fyllir upp í allt.“ Þá séu dæmi um þolendur á áttræð- isaldri, einstaklinga sem enn séu virkir á stefnumótamarkaðinum. Að sögn Jökuls er stigsmunur sé á körlum og konum í þessu sam- hengi. Í tilfelli kvenna séu svikin flóknari og gerandi gefi sér tíma til að undirbyggja þau, búa til sögu og skapa traust. „Ekki er verra þegar það skapar móðurlegar tilfinningar hjá konunnni, eins og henni finnist hún sérstök. Saga um að hundurinn eða vinur hafi dáið.“ Hann bendir á að í tilfelli karla komi loforð um kynlíf miklu fyrr. Samkvæmt alþjóðlegri f lokkun í netglæpafræðum er Ísland svo- kallað „victim-country“, þar sem íbúar hér eru gríðarlega tekjuháir Íslendingar skotmörk í ástarglæpum Sérfræðingur í netglæpum segir brotaþola glæpa af þessu tagi yfirleitt vera í aldurs- hópnum 50 ára og eldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY á alþjóðlegan mælikvarða. Því eru Íslendingar vinsæl skotmörk net- glæpamanna. „Við erum þannig líklegri til að sjá brot þar sem brota- þolinn er í okkar landi,“ segir Jökull. Hvað varðar leiðir til að verjast netglæpum af þessum toga sé mikil- vægt að skoða prófíl viðkomandi með gagnrýnum huga. Beiðnir um lán eða stórkostlegar sögur séu alltaf varasamar. Jökull bendir á að gagnlegt sé að skoða prófíla í tölvu því að þar vanti atriði sem prýða eðlilegan prófíl. Í síma sjáist það ekki eins vel. „Vina- mynstrið er óeðlilegt og viðkom- andi á enga vini sem eru í nærum- hverfi,“ segir hann. Þá sé mikilvægt að gúggla viðkomandi og athuga hvort manneskjan sé yfirhöfuð til. Hann bendir á að upp hafi komið mál hérlendis þar sem gerendur breyta fréttagreinum. „Þú þarft ekki svakalega kunnáttu til að breyta einhverju í Photoshop eða búa til falskar fjölmiðlagreinar til að deila með einhverjum.“ ■ Þetta er fólk með gat á sálinni, sérstaklega eftir skilnað. Jökull Gísla- son, rann- sóknarlög- reglumaður 4 Fréttir 4. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.