Fréttablaðið - 04.02.2022, Síða 14

Fréttablaðið - 04.02.2022, Síða 14
Geti Nate og Sully lesið út úr vísbend- ingum og ráðið eina elstu ráðgátu veraldar gætu þeir komist yfir fimm milljarða fjársjóð og jafnvel fundið bróður Nate sem týndist fyrir löngu … en bara ef þeim lánast að vinna saman. Block kemst að því að samsærið er ekki bundið við alríkislög- regluna heldur nær það til æðstu valdamanna í bandaríska stjórnkerf- inu. Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Guðmundur Örn Jóhannsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Traust, karakter og hættan sem stafar af óbeisluðu valdi ýta leyni- legum útsendara fram á brún hengiflugs í mögnuðu spennu- myndinni Blacklight. Travis Block (Liam Neeson) lifir og berst utan sjónmáls. Hann er lausamaður og „reddari“ fyrir ríkisstjórnir. Block er hættulegur maður sem hefur meðal annars bjargað njósnurum úr hættulegri stöðu þegar upp um þá hefur komist og nauðsynlegt er að hafa snarar og traustar hendur. Þegar hann kemst að því að aðgerð, sem kölluð er Eining, beinist gegn óbreyttum borgurum og sá eini sem þekkir ástæðuna að baki er yfirmaður Blocks, Robin- son (Aidan Quinn), sem Block hafði eitt sinn verið lífvörður fyrir, fær hann til liðs við sig blaðakonu (Emmy Raver-Lampman). Robin- son er nú orðinn forstjóri banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI. Block kemst að því að sam- særið er ekki bundið við alríkislög- regluna heldur nær það til æðstu valdamanna í bandaríska stjórn- kerfinu. Fortíðin leitar hann uppi þegar lífi dóttur hans og dótturdóttur er ógnað. Nú þarf Block að bjarga fólkinu sem hann elskar og draga sannleikann fram í dagsljósið til að eiga von um endurreisn. Enginn er óhultur og ekkert öruggt þegar leyndarmál eru hulin með svartljósi. Liam Neeson, sem verður sjö- tugur í júní, ber aldurinn vel og klikkar ekki frekar en endranær. n Smárabíó, Háskólabíó, Laugarás- bíó, Borgarbíó Enginn er óhultur og ekkert er öruggt Fróðleikur n Liam Neeson vann eitt sinn á lyftara í Guinness-bjórverksmiðj- unni. n Liam Neeson átti stuttan feril sem áhugamaður í hnefaleikum. n Hlutverkið sem André the Giant lék í The Princess Bride var upp- haflega ætlað Neeson en Rob Reiner, leikstjóra myndarinnar, þótti hann of lágvaxinn þrátt fyrir að hann sé 1,95 metrar á hæð. n Liam Neeson er áhugasamur fluguveiðimaður. Frumsýnd 18. febrúar 2022 Aðalhlutverk: Liam Neeson, Aidan Quinn, Taylor John Smith, Emmy Raver-Lampman, Claire van der Boom og Yael Stone Handritshöfundar: Nick May, Mark Williams og Brandon Reavis Leikstjóri: Mark Williams Aðdáendur tölvuleikja og Play- Station ættu að fá eitthvað við sitt hæfi í myndinni Unchartered, sem er byggð á samnefndum tölvuleik. Hinn þrautreyndi fjársjóðs- leitarmaður, Victor „Sully“ Sulli- van (Mark Wahlberg), ræður hinn snjalla Nathan Drake (Tom Hol- land) til að endurheimta auðæfi sem Ferdinand Magellan eignaðist og Moncada-fjölskyldan tapaði fyrir 500 árum. Það sem byrjar sem rán breytist fljótt í mikið heimshornaflakk og kapphlaup við hinn miskunnar- lausa Santiago Moncada, sem trúir því staðfastlega að fjölskylda hans eigi réttmæta kröfu til auðæfanna. Geti Nate og Sully lesið út úr vís- bendingum og ráðið eina elstu ráð- gátu veraldar gætu þeir komist yfir fimm milljarða fjársjóð og jafnvel fundið bróður Nate sem týndist fyrir löngu … en bara ef þeim lánast að vinna saman. Unnendur tölvuleikja og PlayStation kannast vel við Nate og Sully og ævintýri þeirra í Uncharted-leikjunum. Í tölvuleikj- unum þekkjast þeir vel en í kvik- myndinni eru þeir kynntir fyrir áhorfendum áður en þeir kynnast og móta hvor annan. Söguþráðurinn er nýr, hefur ekki komið fram í tölvuleikjunum, og framleiðandi myndarinnar segir myndina koma með nýjungar fyrir þá sem þekkja tölvuleikina jafnframt því sem hún höfði vel til áhorfenda sem hafa ekki kynnst Nate og Sully í gegnum tölvuleiki. n Smárabíó, Laugarásbíó, Sambíó Kringlunni, Álfabakka og Egilshöll, Háskólabíó og Borgarbíó Tölvuleikur sem er skapaður fyrir hvíta tjaldið Frumsýnd 11. febrúar 2022 Aðalhlutverk: Tom Holland, Mark Wahlberg, Sophia Ali, Tati Gabrielle og Antonio Banderas Handritshöfundar: Rafe Lee Judkins, Art Marcum og Matt Holloway Leikstjóri: Rubin Fleischer Fróðleikur n Upphaflega var Mark Wahlberg ráðinn til að leika Nate en þegar upp var staðið lék hann Sully. n Uncharted er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Sony Play- Station Productions sendir frá sér. n Bryan Cranston, Jake Gyllenhaal, Chris Pratt, Chris Pine, Chris Hemsworth, Matthew McConaughey og Woody Harrelson komu til álita í hlutverk Sully áður en Mark Wahlberg hreppti hlutverkið. n Upphaflega átti að frumsýna myndina í júní 2016 en ítrekaðar tafir af ýmsum ástæðum urðu til þess að það er fyrst núna sem hún er frumsýnd. 2 kynningarblað 4. febrúar 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.