Fréttablaðið - 04.02.2022, Page 20

Fréttablaðið - 04.02.2022, Page 20
Það er ekki neitt eitt sem hentar öllum þegar kemur að því að bæta líðan á breytingaskeiði. Hanna Lilja Hanna Lilja segir að ýmis óljós sállíkamleg einkenni geti komið fram á breytingaskeiðinu sem eru oft vangreind, ekki tekin alvarlega og ekki meðhöndluð sem skyldi. MYND/ARNAR HALLDÓRSSON Það er gríðarlega mikilvægt að auka fræðslu og þekkingu um breytingaskeið kvenna til þess að konur geti gert viðeigandi ráðstafanir og gengið í gegnum þetta tímabil á sem bestan máta. Breytingaskeiðið er marg- brotið tímabil sem erfitt er að alhæfa um hvernig lítur út og því enn flóknara að átta sig á því þegar það á sér stað. Aukin fræðsla og vitundar- vakning eru til þess fallin að valdefla konur á þessu við- kvæma lífsskeiði. Tíðahvörf eru náttúrulegt ferli sem allir einstaklingar er fæðast með eggjastokka ganga í gegnum á ein- hverjum tímapunkti. „Tíðahvörf gerast af náttúrulegum orsökum þegar eggjastokkarnir hætta að framleiða egg, framleiðsla horm- óna í eggjastokkum stöðvast og blæðingar stöðvast. Tíðahvörf geta einnig orðið þegar eggjastokkarnir eru fjarlægðir eða eyðileggjast, til dæmis við lyfja- eða geislameðferð vegna krabbameins,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, læknir hjá Gynamedica. Meðalaldur við tíðahvörf er um 51 ár og tíminn fram að því kallast breytingaskeið. „Breytingaskeiði fylgja flöktandi hormónagildi sem geta staðið yfir í mörg ár. Það þýðir að konur geta fundið fyrir fyrstu einkennum á fertugsaldri. Það er algengur misskilningur að blæð- ingastopp sé fyrsta einkenni breyt- ingaskeiðs. Oftast er blæðinga- stoppið sjálft eitt það síðasta sem gerist. Einkenni breytingaskeiðs geta komið fram allt að áratugi áður en blæðingar hætta. Tíðahvörf eru því í raun afturvirk greining sem fylgir í kjölfar tímabils sem hefur staðið yfir í lengri tíma. Samkvæmt skilgreiningu er kona komin í tíða- hvörf þegar ár er liðið frá síðustu blæðingum,“ segir Hanna. Ólík einkenni kalla á fræðslu Að sögn Hönnu eru fyrstu ein- kenni breytingaskeiðs oft smá- vægileg breyting á tíðahringnum. „Hann styttist um nokkra daga eða blæðingar aukast eða minnka. Kona getur verið með einkenni breytingaskeiðs þótt hún sé ennþá með reglulegar blæðingar. Stund- um finna konur fyrir versnandi fyrirtíðaspennu, mígreni og jafnvel nætursvita, sérstaklega rétt fyrir blæðingar.“ Ýmis sállíkamleg einkenni geta einnig komið fram á þessum tíma en þau geta verið óljós og því oft vangreind, ekki tekin alvarlega og því ekki meðhöndluð sem skyldi. „Einkenni eins og þreyta og orku- leysi, heilaþoka, hita- og svitakóf geta haft áhrif á líf kvenna bæði innan og utan heimilis, samskipti og atvinnuþátttöku. Það er gríðar- lega mikilvægt bæði fyrir konurnar sjálfar, aðstandendur, vinnuveit- endur og samfélagið allt að auka fræðslu og þekkingu um breytinga- skeið kvenna og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að konur geti farið í gegnum þetta tímabil á sem bestan máta.“ Hormónaþrenningin Þau hormón sem spila stærstu hlutverkin í breytingaskeiðinu eru estrógen, prógesterón og testóste- rón. „Estrógen og prógesterón vinna saman við stjórnun tíða- hringsins. Í öllum okkar líffæra- kerfum finnast frumur sem hafa viðtaka fyrir þessum hormónum. Þau hafa því víðtæk áhrif um allan líkama. Estrógen hefur meðal annars áhrif á bein, andlega líðan, minni, húð, hár og fleira. Líkaminn er vanur vissu magni af þessum hormónum og þegar magn þeirra flöktir og þau minnka geta komið fram ýmis sállíkamleg einkenni. Almennt er talað um að um 80 pró- sent kvenna finni einhver einkenni. Sumar af þeim finna mikið fyrir þessu tímabili en aðrar lítið,“ segir Hanna. Einkenni eru ólík eftir ein- staklingum en geta verið eitthvað af eftirtöldu: Andleg vanlíðan, áður óþekktur kvíði eða depurð, svefn- truflanir, orkuleysi, einbeitingar- skortur, heilaþoka, augnþurrkur, eyrnasuð, hjartsláttartruflanir, hita- og svitakóf, skapsveiflur, óreglulegar blæðingar, hármissir, húðþurrkur, húðkláði, versnandi höfuðverkur, aukin fyrirtíða- spenna, liðverkir, vöðvaverkir, þrálátar þvagfærasýkingar, leg- gangaþurrkur, minnkuð kynhvöt, sársauki við samfarir og margt fleira. Áhrif estrógens á líkamann eru víðfeðm: n Heili Stýrir líkamshita, minni, kynhvöt. n Hjarta Stýrir hjartslætti, lækkar kólesteról, heldur æðaveggjum heilbrigðum. n Lifur Hefur áhrif á kólesteról- gildi. n Bein Viðheldur styrk beina. n Húð Stýrir framleiðslu kollagens, viðheldur teygjanleika og raka. n Liðir og vöðvar Minnkar bólgur, viðheldur vöðvastyrk, teygjan- leika og smurningu liða. n Meltingarkerfi Viðheldur starf- semi, hefur áhrif á þarmaflóruna. n Taugakerfi Hefur áhrif á leiðni taugaboða. n Þvagfærakerfi Minnkar líkur á sýkingum, viðheldur starfsemi. n Kynfæri/leggöng Kemur í veg fyrir ofvöxt baktería (bacterial vaginosis), viðheldur raka og teygjanleika slímhúða. Hvernig greinum við breytinga- skeiðið? „Þó svo meðalaldur við tíðahvörf sé um 51 ár hætta margar konur mun fyrr á blæðingum. „Ef þú ert 45 ára eða eldri með óreglulegar blæðingar og dæmigerð einkenni breytingaskeiðsins ætti ekki að þurfa rannsóknir til að greina breytingaskeiðið. Ef tíðahvörf verða fyrir 45 ára er talað um snemm- komin tíðahvörf. Ef þau verða fyrir 40 ára aldur er talað um ótímabæra vanstarfsemi eggjastokka. Kona gengur einnig í gegnum tíðahvörf í kjölfarið á því að eggjastokkar séu fjarlægðir eða eyðileggist. Mikilvægt er að greina þessi til- felli sem fyrst svo hægt sé að ræða meðferðarmöguleika. Ef þú ert undir 45 ára og sérstaklega ef þú ert yngri en 40 ára og með blæðinga- óreglu og breytingaskeiðseinkenni er mælt með að taka blóðprufur til að útiloka aðra kvilla. Hormóna- mælingar á þessu tímabili eru mjög óáreiðanlegar þar sem hormóna- gildi sveiflast mikið og geta gefið falskt eðlilegt gildi og því ekki mælt með að gera þær nema í sérstökum tilfellum.“ Til eru ýmsir meðferðarmögu- leikar til að draga úr íþyngjandi einkennum breytingaskeiðs. Fyrsta skrefið er að skrá vel einkennin og leita til heilbrigðisstarfsmanns sem er vel að sér í einkennum á breyt- ingaskeiði. Hann getur veitt ráðgjöf og fræðslu um hvaða möguleikar eru í boði og aðstoðað við að taka upplýsta ákvörðun um hvað hentar best.“ Hormónauppbótarmeðferð Ein leið til að slá á einkenni breyt- ingaskeiðs er með hormónaupp- bótarmeðferð. Þá eru gefin hormón til að jafna út hormónasveiflur og bæta upp hormónaskort sem verð- ur á breytingaskeiðinu og eftir tíða- hvörf. „Ávinningurinn af þessari meðferð er hvað mestur ef byrjað er á hormónum áður en blæðingarnar hætta alveg, eða minnst innan 10 ára frá tíðahvörfum. Þekking er að aukast um virkni hormónaupp- bótarmeðferðar og jákvæð áhrif hennar á heilsu kvenna til fram- tíðar. Þrátt fyrir að vitað sé að hormónin virki vel og séu örugg meðferð fyrir flestar konur, nota aðeins 10-20 prósent kvenna hana vegna einkenna breytingaskeiðs. Hormónin má taka inn í töfluformi eða sem gel eða plástur í gegnum húð. Þau eru lyfseðilsskyld og þarf að fá í gegnum lækni,“ segir Hanna. Hormónin sem um ræðir eru: Estrógen gegnir mikilvægu hlut- verki í nær öllum líffærakerfum líkamans, eins og heila, hjarta, beinum, húð, hári og leggöngum. Öruggasta leiðin til að fá estrógen er í gegnum húðina í gelformi eða sem plástur. Þannig fer estrógenið beint í gegnum húðina út í blóðið. Einnig fæst estrógen í töfluformi. Þá er það tekið upp í gegnum meltingarveginn, gegnum lifrina þar sem það getur virkjað storku- kerfið okkar. Þar með eykst aðeins hætta á blóðtappa. Prógesterón stýrir tíða- hringnum. Það er notað sem hluti af hormónauppbótarmeðferð hjá konum sem eru með leg. Estrógen örvar slímhúð í legholi og veldur því að hún þykknar. Í sumum til- fellum getur estrógen eitt og sér valdið ofvexti slímhúðar í legi sem Hið margbrotna breytingaskeið 4 4. febrúar 2022 FÖSTUDAGURHJARTAÐ ÞITT 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.