Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 26
Tveir eftirlaunaþegar á áttræðis-
aldri, Nina og Madeleine, hafa átt í
leynilegu ástarsambandi í áratugi.
Eftirlaunaþegarnir Nina og
Madeeine hafa lifað í leynum í
ástarsambandi áratugum saman.
En sambandið tekur stakkaskipt-
um þegar ófyrirséður atburður
breytir lífi þeirra til frambúðar.
Allir halda, og þar með talin
fjölskylda Madeleine, að þær séu
einfaldlega nágrannar sem búi
hvor í sinni íbúðinni á efstu hæð í
sama húsi.
Leikstjóri myndarinnar segir
hugmyndina hafa kviknað þegar
hann heimsótti vin sinn sem bjó
á næst efstu hæð í fjölbýlishúsi.
Hann ætlaði að ýta á dyrabjöllu-
hnappinn, þegar hann heyrði
raddir að ofan. Hann fór upp í
stigann til að kíkja.
Útidyr beggja íbúða voru opnar
og raddirnar voru raddir tveggja
kvenna sem töluð saman milli
íbúðanna eins og þær væru ein og
sama íbúðin.
Hann lá á hleri í nokkrar mín-
útur og fannst eitthvað heillandi
við þetta. Vinur hans sagði honum
síðar að konurnar tvær væru
ekkjur á áttræðisaldri sem héldu
einmanaleika í burtu með því að
hafa útidyrnar alltaf opnar og gera
stigapallinn á milli íbúðanna að
hluta einnar stórrar íbúðar.
Þá fór eitthvað í gang í kolli leik-
stjórans. Hann sá fyrir sér sambúð
af þessu tagi, þar sem konurnar
færu leynt með raunverulegt eðli
sambands síns og f lækjurnar sem
af slíku gætu hlotist. Þær tvær eru
hluti af Frönsku kvikmyndahá-
tíðinni í Bíó Paradís í febrúar. n
Bíó Paradís
Ástúð og unaður í leynum
Franska kvikmyndahátíðin verður
haldin í tuttugasta og annað
skiptið í Bíó Paradís, dagana 18. til
27. febrúar 2022. Sannarlega stór-
kostleg frönsk kvikmyndaveisla,
brot af bestu kvikmyndum ársins!
Meðal mynda sem sýndar verða
á hátíðinni er Þær tvær (Deaux)
sem fjallað er sérstaklega um
neðar á síðunni.
Aðrar myndir sem sýndar verða:
n Calamity
Þetta er teiknimynd sem gerist
1863 í Villta vestrinu. Martha
Jane neyðist til að læra að
annast hrossin sem draga fjöl-
skylduvagninn. Hún tekur upp á
því að klæðast buxum og klippa
hár sitt. Þjóðsagnapersónan
Calamity Jane birtist.
n Le Bruit des Moteurs (Vélarhljóð)
Kanadísk mynd um Alexandre,
leiðbeinanda í skóla fyrir toll-
verði, sem er undir eftirliti lög-
reglu, sem rannsakar uppruna
teikninga af kynferðislegum
toga. Tanja Björk Ómarsdóttir
leikur annað aðalhlutverk
myndarinnar.
n Tout s‘est bien Passé (Allt fór vel)
Andrém, 85, fær slag. Emm-
anuelle flýtir sér að sjúkrabeði
föður síns. Sjúkur og hálflam-
aður, rúmliggjandi á sjúkrahúsi,
biður hann Emmanuelle að að-
stoða sig við að binda enda á líf
sitt. Hvernig er hægt að verða
við slíkri ósk frá föður sínum?
n Adieu les Cons (Bye Bye,
Morons)
Kolsvört gamanmynd sem
fjallar um heilsulitla konu sem
fær drepfyndinn skrifstofu-
mann til þess að hjálpa sér að
finna týndan son sinn.
n Lingui – Les Liens Sacré (Lingui
Hin heilögu tengsl)
Amina, múslimi, býr með Maríu,
15 ára dóttur sinni. Þegar Amina
kemst að því að María er ólétt og
vill fara í þungunarrof, eru þær í
vanda í landi þar sem þungunar-
rof er ólöglegt og fordæmt.
n L‘armée des ombres (Army of
Shadows)
Gerist í seinni heimsstyrjöldinni í
herteknu Frakklandi. Andspyrnu-
maður sem svikinn er í hendur
nasista sleppur úr útrýmingar-
búðum og kemst aftur til félaga
sinna í Marseilles.
n Les Amours d‘Anaïs (Ástfangin
Anaïs)
Anaïs er þrítug, blönk og búin að
missa áhuga á ástmanni sínum.
Hún kynnist Daníel sem fellur
strax fyrir henni. En Daníel býr
með Emilie sem Anaïs fellur líka
fyrir.
n Les Olympiades (París, 13.
hverfi)
Émile hittir Camille, sem hrífst
af Noru, sem stundum er með
Amber. Þrjár stúlkur og piltur.
Þau eru vinir, stundum elskendur
og oft hvort tveggja.
n Illusions Perdues (Blekkingar-
leikur)
Kvikmynd byggð á skáldsögu
Balzac sem fjallar um ungan
mann sem flytur til Parísar í leit
að ást og listrænum innblæstri.
Leikstjóranum Xavier Giannoli
tekst hér að aðlaga stórkost-
legt verk bókmenntasögunnar
að hvíta tjaldinu en myndin er
tilnefnd til fjórtán César-verð-
launa, sem eru nokkurs konar
Edduverðlaun í Frakklandi.
n Aline (Celine Dion: Aline)
Yngst fjórtán systkina reis hún
upp á stjörnuhimininn. Myndin
er lauslega byggð á ævi söng- og
poppdívunnar Celine Dion. n
Franska kvikmyndahátíðin er í Bíó
Paradís 18.-27. febrúar.
Frönsk veisla í Bíó Paradís í febrúar
Bosnía, 11. júlí 1995. Aida er
þýðandi fyrir Sameinuðu þjóð-
irnar í bænum Srebrenica. Þegar
serbneski herinn hertekur bæinn er
fjölskylda hennar meðal þúsunda
óbreyttra borgara sem leita skjóls í
búðum Sameinuðu þjóðanna.
Sem þýðandi hefur Aida aðgang
að mikilvægum upplýsingum sem
henni er falið að þýða. Hvað er fram
undan hjá fjölskyldu hennar og
samborgurum – björgun eða dauði?
Eftirleikurinn var hryllingur
sem heimurinn man enn. Lífið var
murkað úr átta þúsund saklausum
borgurum með skipulögðum
hætti, þrátt fyrir að bærinn hefði
verið lýstur griðasvæði Sameinuðu
þjóðanna. Vanmáttugar sveitir
Sameinuðu þjóðanna í bænum
máttu sín lítils gegn þungvopn-
uðum herafla Bosníu-Serba.
Til Srebrenica er aðeins 40
mínútna flug frá Vín og innan við
tveggja tíma flug frá Berlín. Ódæðin
voru framin í hjarta Evrópu fyrir
framan alla heimsbyggðina.
Leikstjóri og handritshöfundur
myndarinnar, Jasmila Žbanić, er
fædd 1974 í Sarajevo. Hugmyndin
að myndinni kviknaði þegar hún
heyrði lýsingar kvenna sem höfðu
horft á eftir sonum sínum, eigin-
mönnum, bræðrum og feðrum
lenda í höndum Bosníu-Serba.
Aðalpersónan, Aida, er Bosníubúi
og fjölskylda hennar stendur í sömu
sporum og þrjátíu þúsund íbúar
bæjarins. Hún starfar hjá Samein-
uðu þjóðunum og telur búðir þeirra
vera öruggan stað fyrir fjölskyldu
sína og nýtur ákveðinna forréttinda
vegna starfa sinna. Myndin fjallar
um ferðalagið sem hefst þegar allt
kollvarpast. n
Þjóðarmorð í hjarta Evrópu
Myndin
fjallar um
ferðalagið
sem hefst
þegar allt
kollvarp
ast.
Þær koma
og fara að
vild milli
íbúðanna
og njóta
ástúðar og
unaðar
daglegs
lífs.
Bíó Paradís
Frumsýnd
10. febrúar 2022
Aðalhlutverk:
Jasna Ðuričić, Izudin Bajrović,
Boris Ler, Dino Bajrović og
Boris Isaković
Handritshöfundar:
Hasan Nuhanovic og Jasmila
Žbanić
Leikstjóri:
Jasmila Žbanić
Frumsýnd
18. febrúar 2022
Aðalhlutverk:
Barbara Sukowa, Martine
Chevallier, Léa Drucker, Muriel
Benazeraf og Jérôme Varan-
frain
Handritshöfundar:
Filippo Meneghetti og Mal-
ysone Bovorasmy
Leikstjóri:
Filippo Meneghetti
Ást, hryllingur,
hlátur og grátur og
allt þar á milli, er á
matseðlinum í stórkost
legri kvikmyndaveislu á
franskri kvikmynda
hátíð í Bíó Paradís.
6 kynningarblað 4. febrúar 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS