Friðarboðinn og vinarkveðjur - 18.03.1943, Page 9

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 18.03.1943, Page 9
Hin ógurlega rödd: ÞaS er ekki von að þú skiljir það, gamli forpokaði lúsablesi og sexúalisti. Fræðarar þeir, sem ég átti við eru margir, en ég vil aðeins nefna hinn mesta þeirra, sem sé Jóhannes Kr. Jóhannesson skáld- speking og friðar-frelsisforseta, sem gæddur er þeim fullkomnasta heila á ykkar hnetti. Fundarmaður A: Hann Jóhannes Kr. ? Ha-ha-ha? Hin ógurlega rödd: Já, hlæ þú sexúalistiska individ, sem aldrei hefir hugsað um annað en vagina og clitoris síðan þér fór að vaxa skegg á scrótum. Eg get frætt þig og aðra á því, að hr. Jóhannes er ekki einungis maður, hann er ofurmenni, hann er nærri því þeos. Og ef þið hlýðið ekki með auðmjúkum hjörtum á hinn geniala skáldskap og hinn guðdómlega friðarboðskap hans, þá mun hnetti yðar verða tortýmt á hatramlegan hátt af æðri máttarvöldum. Fundarmaður A: Nei, nú ertu að gera að gamni þínu! Um leið og fundarmaður A mælti þetta, laust negativ- um rafmagnsgeisla niður í höfuð hans með svo miklu of- forsi, að hann var „knock out“ það sem eftir var fund- arins. Hin ógurlega rödd (ennþá ógurlegri en áður) : Svona mun fara fyrir hverjum þeim, er efast um sannleiksgildi orða minna, því ég þoli engin mótmæli í svona mikils- verðu máli og slæ ég því hér með föstu, að hr. Jóhannes er mestur fræðari á ykkar hnetti. Hlýðið honum og hon- 9

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.