Fréttablaðið - 02.03.2022, Qupperneq 2
Sumar sögurnar
hljóma auðvitað eins
og lygasögur en ég veit
að þær eru sannar.
Þórir Erlingsson, forseti mat-
reiðslumeistaraklúbbsins
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Hjú k r u na r-
fræðingar frá Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins (HH) munu veita
framhaldsskólanemum á höfuð-
borgarsvæðinu aðstoð vegna and-
legrar vanlíðunar. Greint er frá
þessu á vef Heilsugæslunnar.
Guðlaug U. Þorsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri geðheilbrigðisþjón-
ustu hjá HH, og Kristinn Þorsteins-
son, formaður Skólameistarafélags
Íslands, undirrituðu samkomulag
um þessa auknu þjónustu síðast-
liðinn föstudag en um er að ræða
tilraunaverkefni til eins árs.
Hjúkrunarfræðingar munu koma
í framhaldsskólana og veita nem-
endum aðstoð, ráðgjöf og fræðslu.
Meðal annars um jákvæða sjálfs-
mynd, hreyfingu, næringu, hvíld,
andlega vellíðan, góð samskipti,
öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og
skilning á tilfinningum.
Þeim verða boðin einstaklings-
viðtöl og leiðbeint eftir þörfum um
hvernig þeir geti nýtt sér frekari
meðferðarúrræði innan heilsu-
gæslunnar. ■
Veita nemum
sálræna aðstoð
Guðlaug U.
Þorsteinsdóttir,
framkvæmda-
stjóri geðheil-
brigðisþjónustu
hjá HH
Spurt hvort allt sé í góðu
Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu í gær og hófu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi. Skilaboð átaksins berast til almenn-
ings á djamminu, sem er beðinn um að vera vakandi fyrir ofbeldi og spyrja „Er allt í góðu?“. „Ef við getum stillt saman strengi í þessu þá hef ég mikla trú á því
að þetta geti orðið samfélagsvaki,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið eftir kynningarfund. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
Allra síðasta kvöldmáltíðin
var snædd á hinum goðsagna-
kennda veitingastað Grillinu
í gær þegar klúbbur mat-
reiðslumanna klæddi sig upp
og gladdist.
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Fyrir okkur matreiðslu-
menn þá tengist Grillið og Hótel
Saga okkar sögu mjög sterkum
böndum. Fyrir þá sem eru hingað
komnir á fund matreiðslumeist-
ara til að kveðja Grillið er hægt
að segja að þetta sé tilfinningarík
stund,“ segir Þórir Erlingsson, for-
seti Klúbbs matreiðslumeistara, en
klúbburinn hélt sinn mánaðarlega
fund í gær á Grillinu.
Þetta var allra síðasti kvöld-
verðurinn sem verður borinn fram
á Grillinu en staðurinn var í farar-
broddi í gæðum allt frá fyrsta degi.
Auðvelt er að fullyrða að Grillið
hafi verið eitt frægasta og virtasta
veitingahús landsins. Sögu Grillsins
lauk þegar Hótel Sögu var skellt í lás.
Glatt var á hjalla meðal klúbb-
meðlima þegar þeir gengu inn í sal
Grillsins og nostalgía í hverri sögu
áður en Fréttablaðið varð að yfir-
gefa samkomuna. „Ég held að allir
sem tengjast veitingageiranum
hefðu viljað sjá Hótel Sögu lifa en nú
er hún farin og við verðum að ylja
okkur við þær góðu sögur sem við
höfum úr þessu húsi,“ segir Þórir.
Hann segir að sumir sem mættu í
gærkvöld hafi varið árum og jafnvel
áratugum við vinnu á Hótel Sögu og
Grillinu. Það sé því svolítið skrýtið
að gleðjast yfir engum takmörk-
unum vegna faraldursins en engu að
síður að gleðjast og segja skemmti-
legar sögur. Þórir leggur til að jafn-
vel verði gefin út bók með þessum
sögum, þær séu nefnilega sumar
ansi ótrúlegar. „Sögubók. Það myndi
koma mér margt meir á óvart en ef sú
bók yrði að veruleika. Það væri bók
þar sem fólk myndi bæði hlæja og
gráta. Sumar sögurnar hljóma auð-
vitað eins og lygasögur en ég veit að
þær eru sannar,“ segir hann og hlær.
Klúbburinn hefur fundað mán-
aðarlega í 50 ár með nokkrum
Covid-undantekningum en hann
var stofnaður 16. febrúar á Naust-
inu. „Við fundum frá september
og fram í maí og tökum svo gott
sumarfrí en þetta er búið að hald-
ast alla sögu klúbbsins, að funda
einu sinni í mánuði. Alltaf mætir
fólk í hvítum kokkajakka, svörtum
buxum og svörtum skóm. Hátíðar-
klædd og ræðum það sem okkur
finnst skemmtilegast að ræða, veit-
ingageirann, mat og matargerð,“
segir forsetinn og bætir því við að
hópurinn sé mjög samheldinn.
Klúbburinn rekur kokkalands-
liðið sem er fulltrúi Íslands á
stærstu alþjóðlegu matreiðslu-
keppnum kokkalandsliða, bæði HM
og Ólympíuleikum. Landsliðið er á
topp 10 í alþjóðlegum samanburði
og hefur best náð 3. sæti á Ólympíu-
leikum og 5. sæti á HM.
„Við sameinumst um landsliðið
okkar og svo snýst þetta um mat og
matargerð. Þetta snýst um þróun en
ekki samkeppni. Þarna sitja sam-
keppnisaðilar saman á borði og
hlæja og segja sögur úr bransanum,“
segir Þórir og hleypur nánast inn á
Grill. Vill helst ekki missa af einni
sekúndu. ■
Allra síðasta kvöldmáltíðin
var snædd á Grillinu góða
Glatt var á hjalla þó að tilefni máltíðarinnar væri súrsætt. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
helenaros@frettabladid.is
ÞJÓÐKIRKJAN Leyfi séra Gunn-
ars Sigurjónssonar, sóknarprests
í Digranes- og Hjallaprestakalli,
hefur verið framlengt til 1. maí
næstkomandi.
Þetta staðfestir Sunna Dóra Möll-
er, settur sóknarprestur við Digra-
nes- og Hjallaprestakall, í samtali
við Fréttablaðið.
Gunnar var settur í leyfi í desemb-
er síðastliðnum vegna ásakana sex
kvenna um kynferðislega áreitni,
kynbundið ofbeldi og einelti innan
kirkjunnar. Upphaflega stóð til að
Gunnar yrði í leyfi fram til gær-
dagsins, eða 1. mars, á meðan málið
er til rannsóknar hjá óháðu teymi
sem starfar utan við allar stofnanir
kirkjunnar.
„Staðan er þannig að það er ekk-
ert að frétta. Málin liggja hjá teym-
inu og við bíðum eftir því að niður-
staða skili sér. Þetta er náttúrulega
flókið og margslungið mál og í mörg
horn að líta þannig að þau þurftu
bara aðeins lengri tíma til að fara
yfir þetta og hann var settur í leyfi í
allavega tvo mánuði í viðbót,“ segir
Sunna Dóra og bætir við að hún hafi
fengið fréttirnar síðastliðinn föstu-
dag. Að minnsta kosti sjö mál tengd
Gunnari eru nú til rannsóknar.■
Séra Gunnar áfram í leyfi frá störfum
Sunna Dóra
Möller, settur
sóknarprestur
í Digranes- og
Hjallaprestakalli
2 Fréttir 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ