Fréttablaðið - 02.03.2022, Qupperneq 8
Olía er umtalsverður hluti af
kostnaði flugfélaga. Olíuverð
hefur ekki verið hærra frá
árinu 2014. Eldsneytisvarnir
Icelandair á fyrri helmingi
ársins eru um 20-30 prósent.
helgivifill@frettabladid.is
Greinendur telja að olíuverð um
þessar mundir sé í hámarki vegna
innrásar Rússa í Úkraínu. Þeir spá
því að verðið verði lægra í sumar.
Ef svo fer væri það lán í óláni því
umsvif í f lugi eru mun meiri á
sumrin en á veturna. Aðstæður geta
þó breyst hratt í stríði. Þetta segir
Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Fram hefur komið í fréttum að
olíuverð hefur ekki verið hærra
frá árinu 2014, frá því að innrásin
í Úkraínu hófst. Aðspurður segir
hann að olía sé umtalsverður kostn-
aðarliður hjá Play.
Fram að þessu hefur Play ekki
keypt olíuvarnir því f lugfélagið
hefur flogið til þess að gera lítið og
miklar sveiflur hafa verið á olíuverði.
Viðskiptavinir hafa keypt flugmiða
með skömmum fyrirvara í Covid-19
og því hefur verið mögulegt, að sögn
Birgis, að láta miðaverð endurspegla
að einhverju leyti olíukostnað. Play
mun nýta olíuvarnir þegar umsvifin
aukast með vorinu og viðskiptavinir
eru farnir að kaupa flugmiða með
meiri fyrirvara.
„Aðalmálið fyrir okkar rekstur er
að eftirspurn haldist,“ segir Birgir.
„Fram að þessu hafa átökin ekki
haft áhrif á eftirspurn eftir f lug-
ferðum hjá okkur.“
Birgir segir að almennt ætti miða-
verð að þróast í takt við olíuverð.
Markaðsaðstæður alþjóðlega séu
þó með þeim hætti að almennt séu
flugfélög með mikla afkastagetu því
ferðalög hafa dregist saman í Covid-
19. Þau reyni að glæða eftirspurnina
með lægra verði. „Mögulega munu
f lugfélögin taka hærra olíuverð á
sig,“ segir Birgir.
Hann segir að Play sé ekki með
háan fastan kostnað. Flugfélagið
sé með þrjár f lugvélar í rekstri en í
sumar verði þær sex. „Við erum að
auka framboð á f lugi á hárréttum
tíma eftir Covid-19.“
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair Group, segir að stríð í Úkra-
ínu hafi ekki bein áhrif á rekstur
flugfélagsins. „Leiðakerfið nær ekki
yfir þetta svæði,“ segir hann.
Að hans sögn eru óbeinu áhrifin
hærra eldsneytisverð. Aðspurður
segir hann eldsneytisvarnirnar á
fyrri helmingi ársins vera um 20-30
prósent.
Bogi bætir því við að öll óvissa sé
slæm fyrir viðskipti og ferðalög. Það
eigi eftir að koma í ljós hver áhrif
innrásarinnar verði á bókanir. Fram
til þessa hafi hún ekki haft áhrif á
bókanir.
Aðspurður segir Bogi að áætl-
anir Icelandair geri ráð fyrir að
flugfélagið verði rekið með hagnaði
í ár. Þær áætlanir geri ráð fyrir að
eldsneytisverð sé að meðaltali 800
Bandaríkjadalir á tonnið. „Hækk-
anir umfram það munu hafa áhrif
á afkomuna til verri vegar,“ segir
hann.
Samkvæmt upplýsingum á vef
IATA, alþjóðasambands flugfélaga,
kostar tonnið nú um 878 Banda-
ríkjadali og hefur hækkað um 59
prósent á milli ára. n
Reginn er með bestu
nýtinguna af öllum
fasteignafélögunum og
liggur styrkur Regins
þar í góðri dreifingu
eignasafnsins.
Aðalmálið fyrir okkar
rekstur er að eftirspurn
haldist.
Birgir Jónsson,
forstjóri Play
Leiðarkerfið nær ekki
yfir þetta svæði.
Bogi Nils Boga-
son, forstjóri
Icelandair Group
Sjónmælingar eru okkar fag
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Lán í óláni að olíuverð sé í hæstu
hæðum þegar minna er flogið
© GRAPHIC NEWS
140
120
100
80
60
40
20
0
2021202020192018201720162015201420132012
Hráolíuverð (í Bandaríkjadölum á tunnu)
Heimildir: BBC, Reuters, Trading Economics
2014:
Hægir á alþjóðlegu
efnahagslí og
aukin framleiðsla
á leirsteinsolíu
(e. shale) í Banda-
ríkjunum
Des 2016:
Olíuframleiðslu-
ríki samþykkja
að draga úr
framleiðslu
2018:
Viðskiptastríð á
milli Bandaríkjanna
og Kína
24. febrúar 2022: Rússland ræðst inn í Úkraínu
$104.71
$99.33
Brent:
West Texas Intermediate (WTI):
Vorið 2020:
Olíuverð hækkar
vegna Covid-19
Október 2021: Rússland safnar saman heraa í nágrenni við Úkraínu
$16.94
c
$28.94
$84.16
$125.81
$107.06
Olíuverð hefur hækkað um yr 100 Bandaríkjadali á tunnuna og hefur ekki
verið hærra í meira en sjö ár e¡ir að Rússland réðst inn í Úkraínu.
Olíuverð hækkar e ir innrás Rússlands í Úkraínu
Helgi Vífill
Júlíusson
n Skoðun
magdalena@frettabladid.is
Jakobsson Capital metur gengi
hlutabréfa í fasteignafélaginu Regin
á 38,2 krónur á hlut sem er 14 pró-
sent yfir núverandi markaðsgengi
félagsins. Þetta kemur fram í nýju
verðmati sem gefið var út þann 25.
febrúar síðastliðinn.
Markaðsvirði félagsins nemur
rétt tæplega 61 milljarði króna en
verðmatið hljóðar upp á rétt tæpa
70 milljarða króna.
Fram kemur í verðmatinu að
rekstrarhagnaður Regins reyndist
vera 200 milljónum króna hærri en
gert var ráð fyrir í rekstraráætlun-
um. Leigutekjur jukust um 13 pró-
sent eða um 1.200 milljónir króna
milli ára og námu 10.374 milljónum
króna árið 2021.
„Líklegast er hægt að benda á
verðbólguskot í lok seinasta árs
en tekjur fasteignafélaganna eru
nánast að fullu verðtryggðar.
Kostnaðarhlutföll voru líka örlítið
hagstæðari en búist var við,“ segir í
verðmatinu.
Einnig kemur fram að Reginn hafi
verið í talsverðum kostnaðarhag-
ræðingum á árinu sem hafi „skilað
sínu“.
„Reginn er með bestu nýtinguna
af öllum fasteignafélögunum og
liggur styrkur Regins þar í góðri
dreifingu eignasafnsins. Aðeins
um 5% eru hótel en rúmlega 30%
eru verslunareignir. Verslun hefur
gengið af burða vel undanfarið ár
og tekjur líklegast góðar vegna
verslunareigna,“ segir í verðmatinu.
Þá kemur fram að rekstrarkostn-
aður Regins hafi aukist lítillega á
árinu eða um tæplega 1,5 prósent
en að raunvirði er það samdráttur
í rekstrarkostnaði. Um helmingur
rekstrarkostnaðar fasteignafélag-
anna eru fasteignagjöld.
„Virðismat eigna Regins jókst
nokkuð árið 2021 eða um 9,5 pró-
sent milli ára og ættu fasteignagjöld
því hækka nokkuð árið 2022. Þróun
fasteignaverðs atvinnuhúsnæðis
hefur væntanlega verið nokkuð
döpur árið 2020 og hækkuðu fast-
eignagjöld lítið milli áranna 2020 og
2021 eða innan við 1 prósent. Fast-
eignagjöld fóru úr 1.570 milljónum
króna í 1.584 milljónir króna,“ segir
í verðmatinu.
Jafnframt segir að leiga á síðasta
ári hafi hækkað af þeim sökum
langt umfram hækkun fasteigna-
gjalda.
„Leiguarðsemi hækkar því nokk-
uð milli ára og er nú 4,9 prósent í
stað 4,4 prósenta árið 2020 og er
arðsemi nú í takt við seinustu árin
fyrir Covid. Kostnaður við trygging-
ar jókst um 13 milljónir króna eða
9 prósent. Eini kostnaðarliðurinn
sem jókst umfram verðbólgu svo
um muni er stjórnunarkostnaður
sem hækkaði um tæplega 20 pró-
sent milli ára.“ n
Metur Regin fjórtán prósent yfir markaðsgengi
Helgi S. Gunn-
arsson, forstjóri
Regins
Það er ekki nóg með að atvinnu-
líf ið tortryggi og vantreysti
Reykjavíkurborg, eins og fram
kemur í drögum að atvinnu- og
nýsköpunarstefnu borgarinnar,
heldur treystir borgin ekki fyrir-
tækjum fyrir mikilvægum verk-
efnum.
Það má sjá í hve litlum mæli
borgin nýtir þjónustu einka-
rekinna leik- og grunnskóla.
Og að borgin stefnir á að ráða
60 manns, eða ígildi fjölmenns
upplýsingatæknifyrirtækis, til
að byggja upp stafræna innviði
sveitarfélagsins, í stað þess að
bjóða út einstaka verkþætti.
Dæmin eru fleiri. Reykjavíkur-
borg rekur til dæmis stærstu
sorphirðu landsins í stað þess að
fá einkaaðila til að sinna henni.
Raunar er meirihlutanum í
Reykjavíkurborg það illa við
sjálfstæða grunnskóla að hann
hefur kosið að svelta þá. Það er
skilvirk leið til að gera þá horn-
reka í borginni. Einkareknu
grunnskólarnir fá einungis 75
prósent af framlagi skóla í eigu
borgarinnar.
Vitaskuld eiga allir barnaskól-
ar að fá jafnt frá borginni. Fullt
framlag eykur líkur á að skól-
arnir þurfi ekki að innheimta
skólagjöld sem mun gera fleirum
kleift að sækja nám hjá þeim.
Mælikvarðinn á einkarekstur
sem veitir opinbera þjónustu
er ekki að hann afli sjálfstæðra
tekna, eins og ætla mætti af fyrir-
komulaginu, heldur að hluthafar
hætti eigin fé í reksturinn.
Leita þarf leiða til að ef la
menntun á Íslandi og öf lugir
einkareknir skólar eru vel til
þess fallnir að innleiða nýjungar
í skólastarfið og veita nemendum
góða þjónustu.
Menntun er lykillinn að því að
ná árangri í útflutningi á tækni.
Það er nauðsynlegt að ná mikl-
um árangri á því sviði til að lífs-
gæði hér á landi verði til jafns við
það sem best gerist í heiminum
enda er vöxtur auðlindahag-
kerfisins háður takmörkunum.
Borgin hefur dregið lappirnar í
upplýsingagjöf. Þórdís Sigurðar-
dóttir, sem sækist eftir oddvita-
sæti Viðreisnar í Reykjavíkur-
borg, vekur athygli á því í viðtali
við Markaðinn að foreldrar geti
ekki af lað sér upplýsinga um
gæði skóla í borginni.
Það er mikilvægt að fá þær
fram. Foreldrar eiga ekki að
treysta í blindni þegar þeir skrá
börn sín í skóla. Slíkar upplýsing-
ar eru líka leiðarvísir og hvatning
fyrir skóla til að bæta sig. n
Vantraust á
báða bóga
2. mars 2022 MIÐVIKUDAGURMARKAÐURINN