Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 10
Borgin á að greiða
þessum skólum til
jafns við hina opin-
beru líkt og önnur
sveitarfélög gera.
magdalena@frettabladid.is
Hjörtur Elvar Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri og meðeigandi vef-
hönnunarstofunnar 14islands,
segir að það felist mikil tækifæri
fyrir fyrirtæki í að huga að stafrænu
vörumerki sínu.
„Við stof nuðum f y r irtæk ið
14islands fyrir tíu árum í Stokkhólmi
og síðan þá erum við búin að hjálpa
mörgum fyrirtækjum að hanna og
smíða stafrænar vörur,“ segir Hjörtur
og bætir við að meðal þeirra fyrir-
tækja sem 14islands hefur aðstoðað
séu Spotify, Sameinuðu þjóðirnar,
Disney, Google, Adidas og nýsköp-
unarfyrirtæki frá ýmsum stöðum í
heiminum.
„Við erum nú að opna starfsstöð
hér á landi og mun ég leiða þá veg-
ferð en við erum nú þegar með
starfsemi í Svíþjóð og Brasilíu. Það
felast mörg tækifæri í því að opna
starfsstöð hér á landi. Hér höfum
við til dæmis aðgang að mjög hæfu
starfsfólki. Síðan er líka spennandi
að vinna með fyrirtækjum hér á
landi og ráðleggja þeim um hvernig
byggja má upp stafrænt vörumerki.
Hjörtur segir að viðskiptavinir
fyrirtækisins séu oft á tíðum á mis-
munandi stað hvað varðar staf-
rænar vörur en 14islands geti mætt
þörfum þeirra hvar sem þau séu
stödd.
„Við bjóðum upp á hönnun, ráð-
gjöf og hugbúnaðarþróun. Oft á
tíðum vita fyrirtækin ekki hvað þau
þurfa þegar kemur að því að byggja
upp stafræn vörumerki og þá ráð-
leggjum við þeim í því ferli. Það
sem skapar okkur sérstöðu er að við
bjóðum fyrirtækjum upp á allan
pakkann. Við tökum að okkur þetta
ferli að þróa stafrænar vörur frá upp-
hafi til enda.“
Hjörtur bætir við að í Covid-19 far-
aldrinum hafi fyrirtækin mörg hver
áttað sig á því hversu mikilvægt það
er að veita viðskiptavinum vandaðar
stafrænar vörur .
„Þegar faraldurinn var nýbúinn að
skella á minnkuðu aðeins umsvifin
hjá okkur því fyrirtækin voru að
halda að sér höndum. En eftir sirka
þrjá mánuði fór aftur að aukast
hjá okkur því þá áttuðu fyrirtækin
sig á því að þörfin fyrir stafrænar
vörur hafði í raun aldrei verið meiri.
14islands hefur verið í töluverðum
vexti og á síðasta ári tvöfaldaðist
bæði velta og starfsmannafjöldi
félagsins. Nú starfa um 15 manns
á stofunni og við hyggjumst bæta
við okkur. Ég er bjartsýnn á að það
eigi eftir að eiga sér stað enn meiri
vitundarvakning meðal fyrirtækja
um að þróa stafræn vörumerki og fá
aðstoð fagaðila í þeirri þróun.“ n
Tækifæri felist í stafrænum vörum
Hjörtur Elvar Hilmarsson, framkvæmdastjóri 14islands. MYND/AÐSEND
magdalena@frettabladid.is
Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri
Marel, segir að í stóra samhenginu
muni innrás Rússa í Úkraínu hafa
lítil sem engin áhrif á fjárhagsstöðu
fyrirtækisins. Um 70 manns vinna
fyrir fyrirtækið í Rússlandi og Úkra-
ínu en hjá fyrirtækinu í heild starfa
um 7.000 manns.
„Við erum stórt alþjóðlegt fyrir-
tæki sem störfum í þremur iðngrein-
um, erum með starfsemi í sex heims-
álfum og þjónustum viðskiptavini í
140 löndum. Síðan koma 40 prósent
af okkar tekjum frá þjónustu og sölu
á varahlutum,“ segir Linda og bætir
við að þó Marel sé vissulega með
starfsemi í Rússlandi og Úkraínu sé
starfsemin þar aðeins nokkur pró-
sent af heildarmyndinni.
„Auðvitað höfum við áhyggjur
af heimsástandinu og það er mikil
óvissa um þessar mundir en þetta
hefur ekki mikil fjárhagsleg áhrif
á okkur. Hjá Marel vinna rúm-
lega 7.000 manns en aðeins um 70
manns vinna hjá okkur í Rússlandi
og Úkraínu til dæmis. Við höfum
lagt höfuðáherslu á að tryggja
öryggi þeirra og annarra starfs-
manna á svæðinu, og munum að
sjálfsögðu fylgja öllum lögum og
þeim viðskiptaþvingunum sem við
eiga hverju sinni.“
Linda segir einnig að viðskipta-
módel Marel hafi reynst farsælt á
tímum áskorana. „Í þéttu samstarfi
við viðskiptavini okkar og birgja
hefur lausnamiðað og öflugt teymi
Marel tryggt að fæðukeðjan, ein
mikilvægasta virðiskeðja í heimi,
hafi haldið áfram starfsemi þrátt
fyrir áskoranir í markaðsumhverfi
eins og milliríkjadeilur, viðskipta-
þvinganir og heimsfaraldur. n
Sjötíu vinna fyrir Marel
í Rússlandi og Úkraínu
Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marel.
Þórdís Sigurðardóttir, sem
sækist eftir oddvitasæti Við-
reisnar í Reykjavíkurborg,
hefur setið í fjölda stjórna, þar
á meðal Apple í Skandinavíu,
Karen Millen í London, Voda-
fone, Merlin í Danmörku og
Debenhams í Svíþjóð.
helgivifill@frettabladid.is
Það væri hagkvæmara fyrir Reykja-
víkurborg að gera f leiri samninga
við sjálfstætt starfandi leikskóla.
Þeim hefur gengið vel að manna
stöður og um þá ríkir mikil ánægja
meðal foreldra og starfsfólks. Á
sama tíma hefur Reykjavíkurborg
átt í vandræðum með að ráða til sín
starfsfólk á leikskóla sem bitnar á
þjónustunni.
Þetta segir Þórdís Sigurðardóttir
sem sækist eftir oddvitasæti Við-
reisnar í Reykjavíkurborg. Hún
þekkir vel til rekstrar leik- og grunn-
skóla en Þórdís var framkvæmda-
stjóri Hjallastefnunnar í fimm ár
þar til fyrir um ári. Þórdís hefur
meðal annars setið í stjórnum Haga,
Apple í Skandinavíu, Karen Millen í
London, Vodafone, Teymis, Merlin
í Danmörku, Debenhams í Svíþjóð
og Skugga bókaútgáfu. Hún starfaði
einnig í Háskólanum í Reykjavík
sem lektor í stefnumótun og stjórn-
un en einnig sem forstöðumaður
MBA-náms og í Háskólaráði HR.
Þórdís segir að það verkefni sem
henni er hvað kærast sé umbreyt-
ingarverkefni sem hún leiddi innan
Hjallastefnunnar, sem á og rekur 18
skóla víðs vegar um landið, og mið-
aði að því að valdef la starfsfólk.
Mælanlegur árangur var af þessum
aðgerðum en meðal annars jókst
starfsánægja mikið, sem og ánægja
foreldra, hlutfall fagmenntaðs
starfsfólks varð það hæsta á landinu
og á sama tíma batnaði reksturinn.
Fyrir vikið hlaut Hjallastefnan verð-
laun Viðskiptaráðs árið 2019 enda
dæmi um að hægt sé að auka gæði
og draga úr kostnaði með góðri
stjórnun.
Þórdís vekur athygli á að Reykja-
víkurborg greiðir einungis 75
prósent til einkarekinna grunn-
skóla af því sem kostar að reka
skóla borgarinnar. „Það gerir það
að verkum að einungis ákveðinn
hluti foreldra getur leyft börnum
sínum að fara í sjálfstætt starfandi
skóla. Ég vil breyta þessu. Borgin á
að greiða þessum skólum til jafns
við hina opinberu líkt og önnur
sveitarfélög gera. Það er mikilvægt
að skólar borgarinnar hafi fjöl-
breyttar áherslur. Valdef la þarf
starfsfólk skóla og færa þjónustuna
nær börnunum. Flækjustigið er of
mikið. Frelsa þarf starfsfólk undan
þessu oki. Það er langskólagengið en
nýtur lítils traust. Ég þekki þetta af
eigin reynslu: Þegar ég hóf störf hjá
Hjallastefnunni hófum við þessa
vegferð, að sýna starfsfólki aukið
traust. Þau vita best hvað þarf til að
skólastarfið verði enn betra,“ segir
hún.
Að sögn Þórdísar skortir Reykja-
víkurborg viðmið um hvað þarf til
að skólar borgarinnar séu góðir. Það
sé mikilvægt fyrir foreldra að geta
komist í upplýsingar um gæði skóla
og það sé jafnframt leið til að skólar
geti lært af öðrum og bætt sig.
Reykjavíkurborg vinnur að því
að koma á fót deild til að byggja
upp stafræna innviði borgarinnar.
Áformað er að verja 10,3 millj-
örðum til þessa verkefnis á rúmum
tveimur árum. Þórdís gagnrýnir það
að borgin hyggist ráða til sín starfs-
fólk í stað þess að fá tilboð í ein-
staka verkþætti. „Almenna reglan
á að vera sú að Reykjavík fari ekki í
samkeppni við atvinnulífið. Ef ein-
lægur vilji er til að nýsköpun fái að
blómstra í borginni, eins og fram
kemur í atvinnustefnu hennar, er
mikilvægt að styðja við fyrirtækin
sem eru að byggja upp þekkingu,“
segir hún.
Þórdís er fylgjandi þéttingu
byggðar og að hverfin séu skipu-
lögð með þeim hætti að ekki þurfi
að eiga bíl. Íbúar geti gengið í nauð-
synlegar verslanir og til að sækja
þjónustu. Auk þess sé mikilvægt að
almenningssamgöngur séu góðar.
„Borgarlínan er forsenda þess að
þeir sem vilja vera á bíl geti kom-
ist leiðar sinnar án þess að lenda í
umferðaröngþveiti,“ segir hún.
Aðspurð hvort hún hafi lýst
skipulagsstefnu Dags B. Eggerts-
sonar borgarstjóra segir hún að
margt sé ógert við að færa þjónustu
í hverfin, sem sé þó risavaxið grænt
mál og til þess fallið að auka lífsgæði
fólks og draga úr umferðarþunga.
Margir foreldrar ungra barna þurfi
til dæmis að fara um langan veg til
að fara með þau til dagforeldra.
Þórdís bætir því við að þrátt
fyrir að rík áhersla sé á þéttingu
byggðar sé hægt að hugsa upp nýjar
leiðir til að vinna bug á húsnæðis-
skorti. Á sama tíma verði að gæta
þess að uppbyggingin sé hluti af
stærri hugsun svo innviðir tryggi
undirstöður verslunar og þjónustu.
Hverfisskipulag þurfi að taka meira
mið af sjálf bærni og það sé meðal
annars gert með því að tryggja
nærþjónustu og þar með draga úr
sóun á tíma fólks, minnka kolefnis-
fótspor og um leið einfalda líf fólks
í borginni.
„Þegar við tökumst á við áskor-
anir samtímans, líkt og loftslags-
mál, verða lausnirnar að vera í takt
við þarfir samfélagsins. Ég hef trú
á því að þéttbýlisstefnan sé hluti af
lausnunum en hún byggir á miklu
stærri hugsun heldur en bara þétt-
ingu. Hún byggir á nýjum nálg-
unum og kallar á nýja hugsun við
fjármögnun bygginga og við að
skapa fólki betra og sjálf bærara líf,“
segir Þórdís.
Spurð hvort það væri fyrsti
kostur að halda núverandi sam-
starfi í meirihluta segir hún að
málefnin verði að ráða för. „Ég vil
einfalda og bæta rekstur borgar-
innar. Það er búið að skrifa svo
margar stefnur undanfarin ár án
þess að hugað sé almennilega að
innleiðingu þeirra og framkvæmd.
Lausnin er ekki alltaf að fjölga fólki
heldur skýra ábyrgð á verkefnum,“
bætir Þórdís við.
Aðspurð hvernig hún telji að sér
muni ganga við að koma á aukn-
um einkarekstri í skólakerfinu
og útvista verkefnum í samstarfi
núverandi meirihluta sem Viðreisn
er hluti af með Dag sem borgar-
stjóra, svarar Þórdís um hæl að til
þess sé mikilvægt að Viðreisn fái
góða kosningu til að geta komið
þessum málum í gegn og hafi burði
til að hefja meirihlutasamstarf við
f lokka sem deili sömu sýn og vilji
líflega græna borg. n
Borgin semji við fleiri einkarekna leikskóla
Þórdís starfaði í fimm ár sem framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar sem rekur 18 skóla. MYND/AÐSEND
10 Fréttir 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGUR