Fréttablaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 11
Kristín Hildur Ragnarsdóttir hefur
verið ráðin til starfa til Íslands-
banka þar sem hún mun leiða
vöruþróun fyrir ungt fólk og fjár-
festingar. Hún byrjar alltaf daginn
á hafragraut og kaffi og segir að sú
bók sem hafi haft hvað mest áhrif á
hana sé Dagbók Önnu Frank.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Allt sem tengist hreyfingu og
ferðalögum með fjölskyldu og
vinum er efst á lista. Ég reyni að
verða betri og betri í golfi á hverju
ári, þá mun ég hafa góða afsökun
þegar ég fer á eftirlaun fyrir að eyða
öllum mínum tíma á Flórída á ein-
hverjum fallegum golfvelli. Fylgist
líka mikið með íþróttum og er mik-
ill Liverpool-aðdáandi, held samt
alltaf mest bara með Klopp.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Ég byrja daginn alltaf á hafra-
graut og kaffi. Ég bý við þann lúxus
að kærastinn minn vaknar yfirleitt
á undan mér og gerir morgunmat-
inn kláran. Ég reyni að taka æfingu
fyrir vinnu tvisvar í viku, allavega
ef ég hef sofnað á skikkanlegum
tíma.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Þær eru þó nokkrar en sú fyrsta
var Dagbók Önnu Frank. Síðan las
ég Think and Grow Rich eftir Napo-
leon Hill fyrir nokkrum árum og
ætli hún hafi ekki sáð einhverjum
fjármálafræjum í kollinn á mér.
Annars hef ég mikinn áhuga á
sögum sem eru byggðar á reynslu-
sögum og ef það er einhver lærdóm-
ur sem maður getur tekið með sér
eftir lesturinn þá er það toppurinn.
Svo var gamall yfirmaður að gefa
mér bókina Twelve and a Half, eftir
Gary Vaynerchuk. Mér finnst mjög
skemmtilegt þegar fólk gefur öðru
fólki bækur sem hafði áhrif á það
og ekki amalegt að vera komin með
eina slíka upp í hendurnar.
Hvaða áskoranir eru fram undan?
Að klára lokaritgerðina mína í
meistaranáminu og hefja störf hjá
Íslandsbanka en ég hlakka mikið
til að kynnast fyrirtækinu og því
góða fólki sem starfar þar. Það eru
síðan ýmis verkefni á döfinni með
samstarfskonum mínum í Fortuna
Invest og erum við meðal annars að
fara að halda fyrirlestra hér og þar í
næsta mánuði.
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Fulla af fróðleik að fást við
skemmtilegar áskoranir. Ég verð
vonandi búin að fá tækifæri til að
fara til Japans, draumurinn væri að
gefa út aðra bók og að hafa tekist að
fríska upp á fjármálafræðslu í skól-
um landsins.
Ef þú þyrftir að velja annan starfs-
frama, hvað yrði fyrir valinu?
Forritari, ég gæti unnið hvar sem
er í heiminum og væri líklega örugg
með vinnu það sem eftir er – verst
er að ég er bara ekki nógu góð í for-
ritun. Myndi líka íhuga einhvers
konar þjálfun, gæti spunnið saman
hreyfingu, félagsskap og vinnu,
finnst það hljóma vel.
Hver er þín uppáhaldsborg?
New York. Hef bara einu sinni
komið til Bandaríkjanna og það
var til New York í janúarmánuði, ég
heillaðist alveg og langar virkilega
að prófa að fara þangað aftur yfir
sumartímann. Maður gat gengið út
með alveg óplanaðan dag en samt
alltaf upplifað eitthvað nýtt. Allar
týpur af veitingastöðum í boði og
fjölbreytt mannlíf, alveg eins og
maður vill hafa það í útlöndum. n
Hefur áhuga á hreyfingu og ferðum
Uppáhalds
borgin hennar
Kristínar er New
York en hún fór
þangað í janúar
síðastliðnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Nám: B.S. í hagfræði frá HÍ og er
að ljúka M.S. í fjármálahagfræði
við sama skóla núna í vor.
Störf: Er að klára síðustu
dagana hjá Deloitte og byrja í
nýju starfi hjá Íslandsbanka í
lok mars þar sem ég mun leiða
vöruþróun fyrir ungt fólk og
fjárfestingar.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með
Bjarna Páli Linnet Runólfssyni.
Það eru nokkrar
bækur sem hafa haft
hvað mest áhrif á mig
en sú fyrsta var Dag-
bók Önnu Frank.
Þann 26. janúar síðastliðinn kvað
undirréttur (e. General Court) Evr-
ópudómstólsins (e. Court of Justice
of the European Union) upp dóm
í máli nr. T-286/09 RENV og felldi
ákvörðun framkvæmdastjórnar
ESB (e. European Commission) að
hluta til úr gildi, með þeim afleið-
ingum að sekt að fjárhæð 1,06 millj-
arðar evra var felld niður að fullu.
Þarf framkvæmdastjórnin því að
endurgreiða Intel sektina auk vaxta
og álags.
Í ákvörðun sinni hafði fram-
kvæmdastjórnin komist að þeirri
niðurstöðu að Intel hefði misnotað
markaðsráðandi stöðu sína á mark-
aði fyrir svonefnd „x86 miðverk“
(e. central processing units, CPU),
meðal annars með innleiðingu
tryggðarafsláttarkerfis sem gaf við-
skiptavinum kost á afslætti gegn því
að kaupa einungis eða að stórum
hluta miðverk af Intel.
Mat framkvæmdastjórnarinnar
byggði meðal annars á því að hátt-
semin hefði haft skaðleg áhrif á
samkeppni með vísan til mats á
því hvað jafn skilvirkur keppi-
nautur (e. as efficient competitor)
þyrfti að rukka fyrir sambærilega
vöru til þess að vera arðbær, en
framkvæmdastjórnin tók einnig
fram að ekki þyrfti að sýna fram á
neitt slíkt mat með vísan til dóma-
fordæma, sem gjarnan eru kennd
við Hoffman-La Roche dóminn frá
árinu 1979.
Undirréttur Evrópudómstólsins
staðfesti ákvörðun framkvæmda-
stjórnarinnar í heild sinni árið 2014
með vísan til sömu röksemdafærslu
og birtist í ákvörðun framkvæmda-
stjórnarinnar, að háttsemin fæli í
eðli sínu í sér misnotkun á markaðs-
ráðandi stöðu, og því væri óþarfi að
leggja mat á það hvort háttsemin
hefði haft samkeppnislega haml-
andi áhrif í reynd.
Þeirri ákvörðun var skotið til yfir-
deildar dómstólsins, sem komst að
þeirri niðurstöðu árið 2017 í máli nr.
C-413/14 að undirrétturinn þyrfti
að taka málið aftur til skoðunar þar
sem hann hefði ekki lagt sérstakan
dóm á mat framkvæmdastjórnar-
innar á áhrifum háttseminnar (sem
undirrétturinn taldi óþarft með
vísan til dómafordæma).
Dómur yfirdeildarinnar vakti
verðskuldaða athygli á sínum
tíma. Taldi dómurinn að þau for-
dæmi sem undirrétturinn og fram-
kvæmdastjórnin byggðu á væru
rangtúlkuð og meðal annars vegna
þess þyrfti að fara fram ný sönn-
unarfærsla.
Það sem vekur sérstaka athygli
er að skilningur framkvæmda-
stjórnarinnar í ákvörðun sinni frá
árinu 2009 og undirréttarins í dómi
sínum frá árinu 2014, er sá sami og
Samkeppniseftirlitið hefur lagt til
grundvallar í málum sem byggja á
11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.
Dæmi um slíka túlkun má sjá í
ákvörðun nr. 40/2014, Misnotkun
Securitas hf. á markaðsráðandi
stöðu sinni, bls. 33-34.
Undirréttur Evrópudómstólsins
dró eftirfarandi ályktanir af dóma-
framkvæmdinni í samræmi við leið-
beiningar yfirdeildarinnar:
Þrátt fyrir að leiða megi líkur að
því að tiltekið afsláttarfyrirkomu-
lag feli í sér misnotkun á markaðs-
ráðandi stöðu er ekki þar með
hægt að fullyrða að um brot sé að
ræða. Ef markaðsráðandi fyrirtæki
sýnir fram á (s.s. með hagfræði-
greiningum) að tiltekin háttsemi
hafi ekki verið til þess fallin að
hafa skaðleg áhrif á samkeppni
verða samkeppnisy f ir völd að
framkvæmda ítarlega rannsókn á
áhrifum háttseminnar á grundvelli
viðurkenndra sjónarmiða. Ef sam-
keppnisyfirvöld rannsaka áhrif
háttsemi með hliðsjón af prófinu
um jafn skilvirkan keppinaut (e.
as efficient competitor test) verður
að taka tillit til niðurstöðu þess
við mat á því hvort háttsemin sé til
þess fallin að raska samkeppni.
Dómstóllinn framkvæmdi ítar-
legt mat á greiningu framkvæmda-
stjórnarinnar á eðli hins meinta
brots, meðal annars með hliðsjón
af gögnum sem Intel lagði fram.
Taldi framkvæmdastjórnin að þau
gögn væru til þess fallin að skapa
vafa eða ágreining um réttmæti
niðurstöðu framkvæmdastjórnar-
innar. Með vísan til þeirrar ströngu
sönnunarbyrði sem hvílir á herðum
samkeppnisyfirvalda væri ótækt
að leggja greiningu framkvæmda-
stjórnarinnar til grundvallar, og
því var nauðsynlegt að ógilda hina
áfrýjuðu ákvörðun.
Niðurstaða dómstólsins kann að
greiða leiðina fyrir aukna áherslu á
mat á áhrifum af háttsemi á sam-
keppni í stað þess að slík niður-
staða sé gefin vegna eðli hins ætlaða
brots. Á það einkum við þegar hið
markaðsráðandi fyrirtæki getur
sýnt fram á að engin útilokunar-
áhrif felist í háttsemi þess, með
stuðningi við sannreynanleg gögn.
Þá kann niðurstaða dómstólsins
að leiða til þess að auknar kröfur
verði lagðar á rannsókn og sönn-
unarfærslu samkeppnisyfirvalda í
rannsóknum á brotum gegn 11. gr.
samkeppnislaga nr. 44/2005. n
Intel ber sigur úr býtum gegn framkvæmdastjórn ESB
Helga Melkorka
Óttarsdóttir,
lögmaður og
meðeigandi á
LOGOS
Vilhjálmur Herr
era Þórisson,
lögmaður og
fulltrúi á LOGOS
magdalena@frettabladid.is
Jakob Ásmundsson, fjármálastjóri
Travelshift sem áður hét Guide to
Iceland, segir í samtali við Markað-
inn að fyrirtækið sé að fjárfesta í
ýmsum spennandi verkefnum utan
landsteinanna.
„Rætur félagsins liggja hér heima,
en undanfarin ár höfum við verið að
færa út kvíarnar og fjárfesta í tækni
sem gerir okkur kleift að selja ferða-
lög um alla Evrópu. Við erum ferða-
tæknifyrirtæki og leggjum áherslu
á sjálfvirknivæðingu. Ferðamenn
geta nálgast alla helstu þjónustu
sem þarf til að skipuleggja ferða-
lagið sitt auðveldlega á einum stað,“
segir Jakob og bætir við að fyrir-
tækið hafi síðustu ár fjárfest í þróun
á Guide to Europe.
„Það markaðstorg er ætlað fyrir
alla Evrópu og er þar af leiðandi
mun stærra í sniðum. Þetta verkefni
er langt komið og þegar það verður
tilbúið um mitt þetta ár mun það
bjóða upp á tækni sem ekki hefur
sést áður í ferðageiranum.“ Jakob
nefnir að fyrirtækið haldi einnig
úti samstarfsverkefninu Guide to
Phillipines sem býður upp á alhliða
ferðaþjónustu á Filippseyjum.
Tilkynnt var í gær um að ferða-
tæknifyrirtækið hefði breytt nafni
sínu úr Guide to Iceland í Travelshift.
Vörumerkið Guide to Iceland verður
áfram nýtt til markaðssetningar og
þjónustu við ferðamenn til Íslands.
Travelshift var stofnað árið 2012
og rekur meðal annars Guide to
Iceland, markaðstorg sem er notað af
yfir 1.500 ferðaþjónustufyrirtækjum
á Íslandi. Yfir milljón ferðamenn
heimsækja vefsíðuna í hverjum
mánuði. n
Travelshift færir
út kvíarnar
Jakob Ásmunds
son, fjármála
stjóri Travelshift
MIÐVIKUDAGUR 2. mars 2022 MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 2. mars 2022