Fréttablaðið - 02.03.2022, Page 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Ekkert er
betra fyrir
heims-
byggðina
en ungt
fólk sem
þyrstir í
lýðræðisleg
vinnu-
brögð,
siðferði
í stjórn-
málum og
virðingu
fyrir mann-
réttindum.
Grípa þarf
til varnar
fyrir lýð-
ræðið því
án virks
lýðræðis er
samfélagið
allt í hættu.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
Í valdatafli nýta aðilar sér upplýsingaóreiðu til að
rugla fólk í ríminu, til að veikja andstæðinginn og
gera honum erfiðara um vik að verjast. Upplýsinga-
óreiða og falsfréttir eru alltaf hluti af stærri áætlun
þeirra sem hag hafa af útbreiðslunni. Netárásir eru
beinar árásir á nauðsynlega innviði samfélaga og
geta bæði beinst að opinberum stofnunum og einka-
fyrirtækjum.
Netárásir, upplýsingaóreiða og falsfréttir virða
engin landamæri. Það er því afar brýnt að þjóðir
vinni saman og standi saman gegn þessum ógnum.
Við höfum séð skýr dæmi um afleiðingar; kosning-
arnar um Brexit, forsetakosningar í Bandaríkjunum
árið 2016 og framferði Rússa í aðdraganda innrásar
í Úkraínu.
Opin og frjáls lýðræðissamfélög líkt og okkar á
Norðurlöndum eru ekki sjálfgefin. En þau eru bestu
samfélög í heimi þar sem ríkir meira traust á milli
manna en í öðrum löndum. Ein helsta ógn nútímans
við samfélög og við lýðræðið í heild eru netárásir og
upplýsingaóreiða.
Fjölmiðlar í lykilhlutverki
Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að finna leiðir til að
standa vörð um opin og frjáls samfélög og líta á lýð-
ræðið líkt og aðra nauðsynlega innviði sem tryggja
þarf órofa virkni. Grípa þarf til varnar fyrir lýðræðið
því án virks lýðræðis er samfélagið allt í hættu.
En hvað er til ráða? Menntun skiptir máli. Við
þurfum að styrkja almennan þekkingargrundvöll
og mennta unga fólkið okkar. En við þurfum einnig
að mennta allan almenning sem getur dreift fals-
fréttum án þess að vita hvað að baki þeim býr. Við
þurfum að efla tæknikunnáttu og einnig grunngildi
norrænna samfélaga.
Ábyrgir fjölmiðlar gegna lykilhlutverki við að
greina og sjá í gegnum upplýsingaóreiðu og halda
uppi lýðræðislegri umræðu meðal almennings.
Blaðamenn njóta lagalegrar verndar til að geta gegnt
því hlutverki sem best. Árásir á blaðamenn sem
sinna því mikilvæga starfi eru í raun árásir á lýð-
ræðið og á frjáls opin samfélög. n
Ógn við lýðræðið
Oddný G.
Harðardóttir
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
ser@frettabladid.is
Sjálfsátök
Það getur oft og tíðum verið
kátbroslegt þegar einn og sami
maðurinn á í átökum við sjálfan sig,
en nýjasta dæmið um háskaleik af
þessu tagi er afstaða þingmannsins
Guðrúnar Hafsteinsdóttur til hug-
myndanna um sölu á hluta í Lands-
virkjun. Ekki eru margir dagar frá
því haft var eftir henni á forsíðu
Fréttablaðsins að tilhlýðilegt væri
að selja sosum eins og 30 til 40
prósenta hlut í þessu gróðavænlega
ríkisfyrirtæki á frjálsum markaði
– og þótti það auðvitað tíðindum
sæta að sjálfur formaður efnahags-
og viðskiptanefndar kæmi fram
með bombu af þessu tagi – og vel
að merkja, væntanlegur ráðherra í
sósíalísku hægristjórn landsins.
U-beygjan
En auðvitað komu vöflur á nýja
þingmanninn þegar allt varð vit-
laust á Alþingi vegna þessara snagg-
aralegu yfirlýsinga. Minnihluti
nefndarinnar varð snöggvondur og
jós óðara skömmum yfir formann-
inn sem fékk það að auki óþvegið í
opinberri umræðu um málið – og
mjög líklega innan eigin þingflokks
sem hefur á síðari árum haft meiri
áhuga á að þenja báknið út en
henda því burt. Og auðvitað endaði
þetta svo allt saman með aðsendri
grein nýja þingmannsins í Mogga
þar sem goldið var loks varhug við
því að selja nokkurn skapan hlut úr
eignasafni Landsvirkjunar. Þetta
eru sko alvöru innri átök – einnar
og sömu manneskjunnar. n
MANNAMÁL
FIMMTUDAGA KL. 19.00
OG AFTUR KL. 21.00
Fáar þjóðir hafa barist jafn hatramm-
lega fyrir því undanfarna áratugi að fá
að vera virkir þátttakendur í alþjóða-
samfélaginu og úkraínska þjóðin.
Ekkert er betra fyrir heimsbyggðina
en ungt fólk sem þyrstir í lýðræðisleg vinnu-
brögð, siðferði í stjórnmálum og virðingu fyrir
mannréttindum. Það er akkúrat í þágu þess
sem úkraínsk ungmenni hafa staðið á strætum
og torgum borga lands síns undanfarinn
aldarfjórðung og hrópað þaðan vonir sínar og
drauma um bjarta framtíð.
Evrópa á að taka þessum ungmennum
fagnandi, faðma þau og umvefja. Jafnvel þótt
stjórnvöldin í landinu hafi lengst af átt erfitt
með að hemja leitni sína í spillingu og mann-
réttindabrot geta borgararnir sjálfir þráð rétt-
látt, friðsamt, kærleiksríkt og gott samfélag.
Þetta má ekki síst sjá af málafjöldanum hjá
Mannréttindadómstól Evrópu en Rússar eiga
fjórðung allra dæmdra mála mannréttinda-
dómstólsins á síðasta ári. Úkraína er heldur
ekki langt undan á topplistanum.
Þetta ber ekki einungis vott um stöðu mann-
réttindamála í þessum ríkjum heldur einnig
hugarfar borgaranna sem þar búa og viðhorf
þeirra til alþjóðastofnana. Til að áfellisdómur
verði kveðinn upp í Strassborg þarf ekki bara
mannréttindabrot ríkis heldur einnig borgara
sem hefur trú á alþjóðastofnunum og þrek til
að standa með sjálfum sér þegar ríkið brýtur á
honum.
Af þessum ástæðum er fagnaðarefni hve
fljótt alþjóðastofnanir hafa brugðist við vegna
þeirra mannréttindabrota sem framin eru í
Úkraínu. Ekki aðeins öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna, sem fundar reyndar stöðugt undir
neitunarvaldi Rússa, heldur einnig saksóknari
hjá Stríðsglæpadómstólnum í Haag sem hefur
framferði Rússa til skoðunar og forseti Mann-
réttindadómstóls Evrópu sem brást við neyðar-
kalli Úkraínustjórnar innan sólarhrings og
hefur sent rússneskum stjórnvöldum fyrirmæli
um að láta strax af mannréttindabrotum gegn
almennum borgurum.
Eflaust eru margir þeirrar skoðunar að ekki
sé nóg að gert og að Róbert Spano megi sín lítils
gagnvart óútreiknanlegum Vladímír Pútín.
En þótt það sé ekki á hvers manns færi að
afstýra stríði við vitfirring, hlýtur að skipta
máli fyrir fólk, sem lýst hefur jafn einlægum
vilja til að eiga samband við þjóðir sem byggja
á lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum, að
finna hve víðtæk samstaða ríkir um hagsmuni
þess og mannréttindi. n
Til Úkraínu
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGUR