Fréttablaðið - 02.03.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 02.03.2022, Síða 18
Fólkið á eyjunni kom saman á næst- um hverju kvöldi til að slaka á og losa sig við áhyggjur dagsins. Pálína Sigurlaug Jónsdóttir hóf að taka inn túrmerik- og fjallagrasablönduna frá ICEHERBS á síðasta ári. Hún segir áhrifin hafa verið gífurlega jákvæð og hyggst taka hana inn um ókomna framtíð. Pálína er 73 ára ellilífeyrisþegi og starfaði sem sjúkraliði. „Ég hætti að vinna fyrir tíu árum vegna slit- og vefjagigtar. Ég hef verið að prufa ýmis efni sem hafa dugað misvel en ég er með virkilegt ofnæmi fyrir rækjuskel svo ég get ekki tekið inn hvað sem er. Það var svo systir mín sem benti mér á vöruna í október síðastliðnum.“ Ákvað að slá til Pálína segir þetta hafa verið sín fyrstu kynni af túrmerik. „Eftir að systir mín benti mér á þetta fór ég að lesa mér til um túrmerik og sá að það var bólgueyðandi. Ég ákvað því að slá til.“ ICEHERBS býður upp á tvær gerðir túmerikblandna. Önnur er sterkari og inniheldur svartan pipar sem eykur upptöku túmeriks margfalt en hin er mildari og inniheldur túmerik ásamt fjalla- grösum og er það blandan sem Pálína tekur inn. „Ég tek blönduna sem er með fjallagrösum þar sem ég er með ofnæmi fyrir svörtum pipar. Þetta eru tvö hylki sem ég tek inn á morgnana.“ Pálína segir ávinninginn af blöndunni hafa verið gríðarlegan og fjölskylda hennar nýtur ekki síður góðs af. „Ég er með slit- og vefjagigt í höndum og fingrum og þetta virkar andskoti vel á mig. Ég prjóna mikið eða reyni það og eftir að ég fór að taka þetta inn þá hef ég sjaldan prjónað jafn mikið. Ég er búin að vera að prjóna á fullorðin barnabörn og maka þeirra og það eru allir ákaflega ánægðir með það sem þeir hafa fengið.“ Tengdadóttirin himinlifandi Pálína lofar vöruna og greinir frá því að blandan hafi enn fremur haft jákvæð áhrif á fjöl- skyldumeðlimi sína. „Ég mæli alveg hiklaust með þessari vöru. Tengdadóttir mín og sonur eru líka farin að taka þetta inn en hún er líka vefjagigtarsjúklingur sem labbar mjög mikið eða um 10-15 kílómetra á dag. Hún tekur inn sterkari blönduna sem er með svörtum pipar, ásamt með rauð- rófuhylkjunum og magnesíum frá ICEHERBS og þetta heldur henni gjörsamlega gangandi.“ Árangursríkar blöndur Túmerik hefur verið notað í þús- undir ára til þess að vinna gegn ýmsum bólgum og sjúkdómum en virka efnið, kúrkúmín, hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Meðal kvilla sem túmerik hefur reynst vel gegn má nefna gulu, uppþembu og vindgang ásamt því að það getur lækkað blóðfitu og blóðsykur. Þá hafa bólgueyðandi eigin- leikar túmeriks gefið sérstak- lega góða raun gegn gigtarsjúk- dómum og liðverkjum auk þess sem það örvar blóðflæði og hefur góð áhrif á húðvandamál og sár. Í sterku blöndunni er svartur pipar sem margfaldar upptöku túrmeriks en einnig er í boði mildari blanda fyrir þá sem ekki þola pipar. Báðar blöndurnar inni- halda fjallagrös en virkni þeirrar lækningarjurtar hefur gefið henni viðurnefnið ginseng Íslands. Í fjallagrösum er að finna svokall- aðar betaglúkantrefjar sem eru taldar aðstoða við þyngdartap, draga úr bjúg, bæta meltingu og styrkja þarmana, sér í lagi ristilinn. Þau hafa meðal annars reynst árangursrík gegn slímmyndun og óæskilegum bakteríum. Fjallagrösin gera ICEHERBS- blönduna að ofurblöndu en þau hafa öldum saman verið notuð sem náttúruleg og viðurkennd lækningajurt á Íslandi. Þau eru rík að steinefnum og eru talin auka skilvirkni í upptöku næringarefna sem gera bæði innihaldsefnin sterkari saman. Íslensk og kröftug bætiefni ICEHERBS er íslenskt fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni. Lögð er gríðarleg áhersla á að vörur ICEHERBS nýtist viðskiptavinum vel, að virknin skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Gríðarleg áhersla er lögð á að vörurnar innihaldi engin óþarfa fylliefni og eru vörurnar fram- leiddar hér á landi. n ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum. Sjá nánar á iceherbs.is. Hef sjaldan prjónað jafn mikið Pálína er alsæl með túrmerik- blönduna frá ICEHERBS sem hún segir hafa reynst vel gegn slit- og vefjagigt í höndum og fingrum. FRÉTTABLAÐIÐ/ AUÐUNN Félagsleg tengsl eru flestu fólki mikilvæg. Það ætti því ekki að koma á óvart að sterk félagsleg tengsl bæta andlega heilsu. Einnig hefur verið sýnt fram á tengsl milli félagslegrar virkni og þess að ná hárri elli. sandragudrun@frettabladid.is Flest vitum við að félagsleg tengsl eru mikilvæg fyrir andlega heilsu okkar. Að njóta náinna félagslegra tengsla við vini, maka eða fjöl- skyldu á yngri árum getur aukið lífshamingju okkar á efri árum, glatt okkur og bætt lífsánægju okkar til lengri tíma litið, sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna. Þau sem eiga nána vini á unglings- árum eru ekki bara ánægðir unglingar. Þau eru einnig ólíklegri til að glíma við þunglyndi og kvíða síðar á ævinni. Rannsókn sem birt var árið 2016 og var leidd af doktor Denis Gerstorf við Humboldt-háskóla í Berlín leiddi í ljós að eldri borgarar sem lifa félagslega virku lífi og hafa félagsleg markmið í forgangi njóta meiri ánægju á efri árum en aðrir. Í rannsókninni voru gögn frá 2.900 einstaklingum skoðuð sem náðu yfir síðustu 2-4 árin í lífi þeirra. Þátttakendur voru spurðir hversu ánægðir þeir væru með líf sitt almennt, hversu mikið þeir tækju þátt í félagslegum athöfnum, hversu mikilvægar félagslegar athafnir væru þeim og hversu mikils þeir mætu hjónaband sitt eða samband sitt við börnin sín. Greining á svörunum leiddi í ljós að fylgni var á milli þess að hafa félagsleg markmið og ánægju í lífinu á efri árum, en það var ekki fylgni á milli ánægju og fjölskyldu- markmiða. Þessi tengsl milli félagslegra markmiða voru óháð aldri við dauða, kyni, menntun og heilsu. Rannsakendur veltu því fyrir sér hvort ástæðan fyrir þessum niðurstöðum væri sú að þegar fólk er félagslega virkt á síðustu árum lífs síns þá krefst það um leið meiri líkamlegrar og andlegrar virkni. En að ástæðan fyrir að tengsl við fjölskyldu hafi ekki sömu áhrif sé mögulega sú að slík tengsl eru yfir- leitt mun flóknari. Félagstengsl lykillinn í lífinu Vísindamenn sem hafa rannsakað svæði í heiminum þar sem fólk nær mjög hárri elli en viðheldur sam- tímis góðri heilsu og vitsmunum, hafa orðið þess varir að þættir sem tengjast mataræði og lífsstíl eru mjög ólíkir milli svæða, en fólk á öllum svæðum á það sameiginlegt að vera mjög félagslega virkt. Doktor Archelle Georgiou rann- sakaði fólk sem náð hefur mjög hárri elli á einangruðu eyjunni Ikaria á Grikklandi. Hún tók eftir því að fólkið var stöðugt umkringt fjölskyldu, nágrönnum og öðrum meðlimum samfélags síns og að það studdi hvert annað. Fólkið á eyjunni kom saman á næstum hverju kvöldi til að slaka á og losa sig við áhyggjur dagsins. Að sama skapi sáu rithöfundar sem tóku viðtöl við íbúa þorpsins Ogimi í Japan, sem náð höfðu 110 ára aldri, að það að vera félagslega tengdur var lykillinn í lífi þessa fólks. Að vera félagslega virk getur þó ekki eitt og sér tryggt að við náum hærri elli. Það ætti f lestum að vera ljóst. Við getum heldur ekki verið félagslega virk öllum stundum. Það getur líka verið gott að njóta eigin félagsskapar og fólk hefur mis- mikla þörf fyrir einveru. Hins vegar getur samvera við fólk, hvort sem það eru nánir vinir okkar eða nýir kunningjar, hjálpað okkur að komast aðeins frá eigin hugsunum og öðlast víðari sýn á heiminn. Það að vera hamingju- söm og læra að njóta lífsins er eitt- hvað sem flest fólk sækist eftir og því er um að gera að taka upp tólið, hringja í gamlan vin og styrkja félagsleg tengsl. n Góður félagsskapur lengir lífið Rannsóknir hafa sýnt jákvæða fylgni á milli félagslegrar virkni og þess að ná háum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 4 kynningarblað A L LT 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.