Fréttablaðið - 02.03.2022, Page 26
Gísli Örn leiðir áhorf
endur listilega í gegn
um sorgarferli ein
staklings sem heyr
hetju lega baráttu til að
ná stjórn á lífi sínu.
Á þessum hádegistón
leikum Fríkirkjunnar
verður því efnisskráin
helguð tónlistinni af
plötunni Hagi.
LEIKHÚS
Ég hleyp
eftir Line Mørkeby
Borgarleikhúsið
Leikstjóri: Harpa Arnardóttir
Leikari: Gísli Örn Garðarsson
Þýðandi: Auður Ava Ólafsdóttir
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Filippía Elísdóttir
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Lýsing: Pálmi Jónsson
Tónlist og hljóðhönnun: Ísidór
Jökull Bjarnason
Sigríður Jónsdóttir
Ekkert foreldri á að lifa barnið sitt.
Sorgin sem fylgir slíkum harm-
leik er lamandi, andlega og líkam-
lega. Hvernig er hægt að sigrast á
sorginni? Er það yfirleitt hægt?
Einleikurinn Ég hleyp eftir Line
Mørkeby byggir á bloggi danska
blaðamannsins Anders Legarth
Schmidt sem hann byrjaði að skrifa
fyrir Politiken árið 2015 eftir dauð-
daga dóttur sinnar. Daginn sem hún
lést úr hvítblæði byrjaði hann að
hlaupa og hann hætti ekki, gat ekki
hætt. Sorgin og hlaupaáráttan bar
hann í burtu frá hversdagslegum
harmi, nær látinni dóttur sinni og
í átt að hyldýpinu.
Line Mørkeby er margverð-
launað danskt leikskáld og textinn
ber þess merki að hér er hæfileika-
kona á ferð. Tæknilega er leikritið
mjög vel samið. Hún leikur sér með
innri og ytri tíma, endurtekningar
og abstrakt lýsingar á hugarástandi
af mikilli næmni. Hættan við slíkar
sögur er að væmnin taki völdin en
henni tekst að mestu að bægja slíkri
tilfinningasemi frá. Staðhættir eru
lítillega staðfærðir frá Kaupmanna-
höfn til Reykjavíkur en þýðandinn
er rithöfundurinn Auður Ava Ólafs-
dóttir sem leysir verkefnið vel úr
hendi.
Eftirminnileg endurkoma
Eftir rúmlega tíu ára fjarveru frá
fjölunum er Gísli Örn Garðars-
son kominn aftur á leiksviðið.
Eftirminnilegri endurkoma leik-
ara hefur ekki sést í langan tíma.
Hlutverkið er ekki eingöngu erfitt
tilfinningalega heldur gífurlega
krefjandi líkamlega þar sem hann
hleypur bróðurpartinn af sýning-
unni á meðan hann flytur textann.
Persóna verksins reynir bókstaflega
að særa út harminn með aflinu einu
saman. Gísli Örn leiðir áhorfendur
listilega í gegnum sorgarferli ein-
staklings sem heyr hetjulega bar-
áttu til að ná stjórn á lífi sínu. Merki-
legt er að sjá hvernig Gísli Örn vefur
andlegu ástandi persónunnar inn í
hlaupastílinn. Stundum er líkami
hans linur eins og strengjabrúða,
öðrum stundum grjótharður eins
og hann sé að brynja sig fyrir frekari
áföllum og að lokum flæðandi eins
og vatnið. Ekkert foreldri á að lifa
barnið sitt.
Miðpunktur leiksviðsins er upp-
hækkaður pallur sem á situr hlaupa-
bretti. Börkur Jónsson hannar leik-
myndina og þó að hann sé kannski
ekki þekktur fyrir naumhyggju
þá hentar sá stíll hæfileikum hans
mjög vel. Tjaldið sem umlykur
hlauparann á einum tímapunkti
er áhrifamikið en þrengir aðeins of
mikið að Gísla Erni þegar það svífur
yfir honum.
Leikstjóri Ég hleyp er Harpa
Arnardóttir sem nálgast textann
með hjartnæmum hætti og textann
að leiðarljósi, að mestu. Stundum
fer hún þó út af sporinu því um
leið og stigið er frá textanum og af
pallinum þá missir sýningin slag-
kraftinn. Orka og aðdráttaraf l
sögunnar kjarn ast á hlaupabrett-
inu, uppi á pallinum, en dvínar
um leið og sá hjúpur er rofinn. Við
sömu erfiðleika er að stríða í bún-
ingahönnun Filippíu Elísdóttur en
búningaskiptin eru óþarflega mörg
og ekki nauðsynleg. Best hefði verið
að strípa allt niður, alveg eins og
ónefndi faðirinn flær af sér skinnið,
bæði af ást og sorg. Ekkert stendur
eftir nema eftirmynd af manneskju,
svarthol sem ómögulegt er að fylla.
Uppgötvun kvöldsins
Á flestum listrænum póstum sýn-
ingarinnar er listafólk hokið af
reynslu en uppgötvun kvöldsins
er nýliðinn Ísidór Jökull Bjarnason
sem semur tónlistina og hannar
hljóðheiminn. Nálgun Ísidórs
Jökuls ber merki um þroska og list-
rænan skilning enda er handverk
hans eftirminnilegt án þess að taka
athygli frá sýningunni, í stað þess
styður tónlistin við og bætir upp-
lifunina. Hér er á ferð listamaður til
að fylgjast með.
Ekkert foreldri á að lifa barnið
sitt. Sorgin hverfur aldrei en mögu-
lega er hægt að koma henni í nýjan
farveg. Til þess að það sé hægt er
nauðsynlegt að líta inn á við og
finna frið með sjálfum sér. Lífið
heldur áfram en verður aldrei eins
og áður. Gísli Örn ber Ég hleyp á
baki sér og sýnir að hann hefur engu
gleymt. Vonandi þurfum við ekki
að bíða aftur í tíu ár til að sjá hann
á leiksviðinu því þar á þessi leikari
svo sannarlega heima. ■
NIÐURSTAÐA: Gísli Örn hleypur
eftirminnilega á harðaspretti
inn í nístandi sorgina. Ég hleyp er
sýning sem enginn má missa af.
Á harðaspretti inn í eilífðina
Eftirminnilegri endurkoma leikara hefur ekki sést í langan tíma, segir gagnrýnandi. MYND/ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR
kolbrunb@frettabladid.is
Í vinnustofu Hönnunarsafnsins
í Garðabæ eru þrír ungir vöru-
hönnuðir að vinna með leir. Þær
gera bolla með setningum á, sem
þær hafa heyrt í heita pottinum.
Þær sitja við og vinna og fara þess
á milli í sund til að hlusta á gesti
spjalla saman en sjálfar eru þær til í
spjall við gesti um leið og þær eru að
móta leirinn og mála. Þann 5. mars
ætla þær að vera með innflutnings-
boð í anddyri Hönnunarsafnsins
en hópurinn samanstendur af
vöruhönnuðunum Agnesi Freyju
Björnsdóttur, Silvíu Sif Ólafs-
dóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur.
Vinnu stofu dvöl þeirra lýkur svo
með fuglaböðum sem þær eru nú
byrjaðar að hanna og verða sýnd á
HönnunarMars 2022.
Á laugardaginn verður viðbót á
sýningunni Sund sem er í Hönn-
unarsafninu en það er sýndarveru-
leikaverk eftir Hrund Atladóttur
sem verður hægt að upplifa í litlu
sýningarrými út frá búð safnsins.
Þar munu gestir geta sett á sig gler-
augu og verið þar með ofan í sund-
laug þar sem ýmislegt mun bera
fyrir augu. ■
Hönnuðir í vinnustofu
Skemmtilegir bollar með setningum.
kolbrunb@frettabladid.is
Fimmtudaginn 3. mars, á morgun,
mun kvartett Þorgríms Jónssonar
flytja lög af plötunni Hagi á hádeg-
istónleikum í Fríkirkjunni við
Tjörnina. Tónleikarnir hefjast kl.
12 og taka um hálfa klukkustund.
Bassaleikarinn Þorgrímur Toggi
Jónsson er djassáhugamönnum að
góðu kunnur og hefur leikið með
rjóma íslenskra tónlistarmanna um
árabil. Árið 2016 sendi hann frá sér
sína fyrstu sólóplötu sem fékk afar
góðar viðtökur, ber þar hæst að hún
var valin plata ársins og Þorgrímur
tónhöfundur ársins í f lokki djass og
blús á Íslensku tónlistarverðlaun-
unum fyrir árið 2016. Í ágúst síðast-
liðnum kom svo út hans önnur sóló-
plata sem ber nafnið Hagi. Sú plata
hefur verið að fá glimrandi góðar
viðtökur víðs vegar um heim sem
og hérlendis.
Á þessum hádegistónleikum Frí-
kirkjunnar verður því efnisskráin
helguð tónlistinni af plötunni Hagi.
Auk Þorgríms á raf- og kontra-
bassa eru með honum gítarleik-
arinn Rögnvaldur Borgþórsson,
píanó- og allskonarleikarinn Tómas
Jónsson og Magnús Trygvason Elias-
sen á trommur. ■
Toggi í Fríkirkjunni
Þorgrímur Jónsson tónlistarmaður.
22 Menning 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGUR