Fréttablaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 8
safnast rúmlega 200 þúsund manns sem bíða eftir því að komast yfir landamærin til Póllands og að á hverjum degi bætist við um 50 þúsund manns. „Fólkið býr við erf- iðar aðstæður í skólum, kirkjum og hvaða rýmum sem finnast þar sem fólk getur skýlt sér,“ segir hún. Kristjana segir þörfina þríþætta: „Það er þörfin fyrir að aðstoða fólk sem er í Úkraínu og kemst ekki í burt. Í öðru lagi þarf að aðstoða fólk sem er komið að landamærunum, Úkraínumegin, og er að safnast saman við borgir eins og Lvív og þarf aðstoð við að klára ferðina. Í þriðja lagi þarf að aðstoða fólk sem er komið yfir landamærin og er orðið f lóttafólk í Evrópu. Það fólk hefur aðrar þarfir, en oftast þarf það fjárhagslega aðstoð. Þessi samhugur og samhygð sem við finnum hjá öllum er alveg stór- kostleg. Það er svo mikilvægt í svona krísu að finna hvernig mennskan kemur upp hjá fólki, þessi sam- hugur við að aðstoða náungann og hvernig hann birtist á margan hátt. Það er svo gott að vita að við getum öll gert eitthvað og að Íslendingar geti stutt og aðstoðað þær stofnanir sem standa að aðgerðum hérna, en líka taka svo vel á móti þeim flótta- mönnum sem hafa komið til Íslands og munu koma til Íslands og sýna þeim samhygð. Það er verkefni sem við eigum öll að taka þátt í,“ segir Kristjana að lokum. n Það er svo mikilvægt í svona miðri krísu að finna hvernig mennsk- an kemur upp hjá fólki, þessi samhugur við að aðstoða náung- ann og hvernig hann birtist á margan hátt. Kristjana Aðalgeirsdóttir, hjá hjálpa- samtökunum Shelterbox Þó að við séum komin með kannski 70 pró- senta hjarðónæmi þá eru samt 30 prósent ekki með ónæmi, það geta verið um 90 þúsund manns. Már Krist- jánsson, for- stöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu á Landspítala SÓL Á TENERIFE & KANARÍ ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS TENERIFE 14. - 21. MARS - 7 DAGAR SPRING HOTEL BITACORA 4* VERÐ FRÁ 146.500 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 188.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA KANARÍ 29. MARS - 11. APRÍL - 13 DAGAR ABORA BUENAVENTURA 4* VERÐ FRÁ 157.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 196.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA HÁLFT FÆÐI HÁLFT FÆÐI VINSÆLAR FERÐIR - ÖRFÁ SÆTI LAUS Kristjana Aðalgeirsdóttir lýsir upplifun sinni frá miðstöð móttöku flóttafólks í Pól- landi. Hún er hrærð að sjá hvernig pólska þjóðin tekur á móti nágrönnum sínum. sbt@frettabladid.is ÚKRAÍNA „Það er alveg stórkost- legt að sjá hvað pólska þjóðin hefur tekið vel á móti flóttafólkinu og hvernig mismunandi hjálpar- samtök starfa saman,“ segir Krist- jana Aðalgeirsdóttir, sem stödd er í pólsku borginni Kraká á vegum hjálparsamtakanna Shelterbox, sem sérhæfa sig meðal annars í húsnæð- isaðstoð fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín. Borgin Kraká í Póllandi hefur orðið að eins konar miðstöð hjálp- arsamtaka sem standa í ströngu við að aðstoða flóttafólk frá Úkraínu. „Það eru fánar úti um allt, bláir og gulir litir, sem stuðningur við úkra- ínsku þjóðina. Á veitingastöðum eru gul blóm, bundin með bláum borðum, á öllum borðum. Þennan stuðning við úkraínsku þjóðina sér maður mjög sterkt,“ segir Kristjana. Átakanlegar sögur Mikil samhygð hefur myndast, bæði hjá Pólverjum og Úkraínumönnum sem komist hafa í öruggt skjól. Krist- jana tekur dæmi um prest sem stóð á lestarstöðinni í Úkraínsku borginni Lvív, sem er um 50 kílómetra frá landamærunum við Pólland. „Þar stóð prestur í fullum skrúða og gaf túlípana til allra sem komu með lestinni. Hjá prestinum stóð kona sem hafði ferðast í blautum fötum með 11 ára son sinn í fimm daga, án þess að hafa sofið, loksins komin yfir landamærin. Nú hélt hún á túlípana, þakklát fyrir að hafa komist að landamærunum.“ Kristjana segir konuna hafa þurft að skilja 22 ára son sinn eftir, en vegna stríðsins er öllum karlmönn- um á aldrinum 16 til 60 ára meinað að yfirgefa landið. „Hún var með hugann hjá honum, hvað tæki við hjá honum þarna megin við landa- mærin,“ segir Kristjana. Kristjana þekkir mörg dæmi af börnum á f lótta. „Við vissum af ungum strák sem var við landa- mæri Úkraínu og Moldóvu, faðir hans hafði komið honum til landa- mæranna og skrifað símanúmer á hönd stráksins. Strákurinn var síðan sendur labbandi með ókunn- ugu fólki yfir landamærin og vissi af ættingjum sem ættu þetta síma- númer á hönd stráksins. Þegar strákurinn komst yfir landamærin fékk hann aðstoð við að hringja í ættingjana og þeir komu síðan og sóttu strákinn,“ segir Kristjana og heldur áfram: „Svona er fólk að reyna á allan mögulegan hátt að komast í frið, að komast í öryggi.“ Íbúar opna heimili sín Pólverjar sem búa nærri landamær- unum hafa verið duglegir að bjóða fram aðstoð sína. „Fólk stendur við landamærin og býður fólk á f lótta velkomið, það fær heita súpu, hlý föt og SIM-kort í símana sína. Fólk er líka að opna heimilin sín og að bjóða fólki gistingu í herbergjum og húsum,“ segir Kristjana. Það hafa ekki „enn þá“, eins og Kristjana orðar það, verið settar upp flótta- mannabúðir í Póllandi en stjórn- völd vinna að því að allir sem komi geti fengið eins konar kennitölu svo fólk hafi aðgang að heilbrigðisþjón- ustu og börn geti sótt skóla. Kristjana segir að í Lvív hafi Mikilvægt að finna mennskuna í þessari krísu Mæðgin sem gengið höfðu blaut og hrakin í fimm daga voru boðin velkomin til Póllands með túlípana. MYND/ALEX ORME Fólkið fær heita súpu og þurr föt á landamærunum. MYND/ALEX ORME, SHELTERBOX birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Í gær lágu 88 einstaklingar á Landspítala með Covid-19. Tveir voru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra var í gær 72 ár. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyf lækninga og bráðaþjónustu á Landspítala, sem situr einnig í far- sóttanefnd, segir veirusýkingu eins og Covid-19 auðveldlega geta raskað jafnvægi hjá eldra fólki. „Þetta getur haft mikil áhrif á eldra fólk. Líka þann hóp sem er með undirliggjandi vandamál en er í jafnvægi, fær svo pestina og hún raskar jafnvæginu,“ segir Már. „Fólk getur þá dottið og við erum að fá hingað fólk með höfuðkúpubrot og önnur útlimabrot.“ Már segir að í þeim aldurshópi sem búi á hjúkrunarheimilum sé um einn til tveir einstaklingar að deyja með Covid á hverjum degi um þessar mundir. „En svo eru það þau sem eru kannski bara í góðu jafn- vægi heima hjá sér með sín krónísku vandamál en fá svo svona sjúkdóm og við það missa margir færni, jafn- vel ótímabært og lenda þá á öldr- unarheimilum,“ segir Már. Að sögn Más er nýgengi smita hátt hjá yngra fólki. „Þau eiga ömmur og afa sem þau hitta og knúsa og núna eru það ömmurnar og afarnir sem eru að smitast,“ segir hann. „Þetta eru hópar sem hafa haldið sér til hlés og þó að við séum komin með kannski 70 prósenta hjarð- ónæmi þá eru samt 30 prósent ekki með ónæmi, það geta verið um 90 þúsund manns,“ bendir hann á. „Í þeim hópi eru líklega óbólu- settir, fólk með undirliggjandi sjúk- dóma og eldra fólk,“ undirstrikar Már. n Segir Covid auðveldlega geta raskað jafnvægi eldra fólks og leitt til slysa 8 Fréttir 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.