Fréttablaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 106
 Ég yrði mjög hissa ef niðurstaðan yrði ekki hólmganga systra og dætra. Inga Auðbjörg Straumland, Því án verslunar er lítið að sækja. Miðbæjarfélagið í Reykjavík telur að núverandi götulokunar stefna sé glapræði enda hefur hún sannað það með skelfilegum afleiðingum. Það verður að snúa þessari öfugþróun við og gera Laugaveg aftur að þeirri glæsilegu og skemmtilegu verslunargötu sem hún var og allt iðaði af lífi. Fjölbreytt úrval verslanna af öllum stærðum og gerðum gáfu götunni líflegt og skemmtilegt yfirbragð. Við treystum Ragnhildi Öldu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík til sigurs og verða sá leiðtogi sem flokkurinn þarf á að halda og sem borgarstjóra sem Reykjavík þarf á að halda með margfalt auknu samstarfi við íbúa borgarinnar og rekstraraðila. Þess vegna styðjum við Ragnhildi Öldu Miðbæjarfélagið í Reykjavík lýsir yfir fullum stuðningi við Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars næstkomandi. Ragnhildur Alda hefur leitast við að kynna sér þá grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í verslun í miðbænum og þá sérstaklega á Laugavegi vegna götulokana, ört fækkandi bílastæða og hefts aðgengis. Ragnhildur Alda er sammála okkur um að það er sjálfsagt mál að loka götum á góðviðrisdögum um sumarið og þegar viðburðir eru sem draga að margt fólk og að götulokun á ekki einungis að vera á valdi stjórnmálamanna eða embættismanna, heldur þurfa raddir þeirra sem reka sín fyrirtæki þar, hafa sína lífsafkomu þar og skapa atvinnu þar að hafa mun meira vægi í ákvarðanatökunni. Þess vegna styðjum við Ragnhildi Öldu Í kvöld velur þjóðin framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Fréttablaðið leitaði til spekinga til að spá fyrir um hvernig kvöldið fer. margret@frettabladid.is Óperudívan Hallveig Rúnarsdóttir heldur með Reykjavíkurdætrum. „Besta atriðið er án efa Reykja­ víkurdætur. Ég held að þær muni taka þetta, en ef ekki þær þá Eyþórs­ systurnar. Ég held að sjálfsögðu með okkar bestu konum í Daughters of Reykjavík! Það var bara svo mögnuð orka frá þeim á sviðinu, atriðið er litríkt og lagið er gott.“ Helga Möller á tvö uppáhalds­ atriði í keppninni í ár. „Ég á svolítið erfitt með að velja besta atriðið því það eru tvö sem eru í uppáhaldi hjá mér. Það eru Ellenardætur og Reykjavíkurdætur. Bæði mjög fram­ bærileg atriði og gott show. Bæði atriðin búa yfir mikilli útgeislun og gleði, en virkilega ólík atriði. Ég held að landinn muni kjósa Reykjavíkur­ dætur áfram til að keppa í Tórínó.“ Kvennateymi með reynslu „Ég yrði mjög hissa ef niðurstaðan yrði ekki hólmganga systra og dætra. Ég get ekki ímyndað mér að Stefán Óli, Amarosis og Katla eigi roð í þessi tvö ólíku en jafnhæfu kvennateymi, sem mæta á svæðið vopnuð áralangri reynslu, ljóðræn­ um siðferðisboðskap og samhæfð­ um flutningi. Ef ég þyrfti að velja á milli, þá hugsa ég að ég myndi setja peninginn á Reykjavíkurdætur, þó ég haldi örlítið meira með hinum,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og einn heit­ asti Euro­aðdáandi landsins. „Mér þykir Með hækkandi sól alveg langsamlega best. Textinn er framúrskarandi; ljóðrænn, merking­ arþrunginn og fallegur. Lagið er fínt og frábærlega f lutt. Atriðið er svo fallega stíliserað, yfirvegað og fum­ laust. Hópur sem myndi geta tekið þetta ferli sem þátttaka í söngva­ keppninni er og skilað því fallega og faglega, frá A til Ö. Held þetta sé líka lag sem lifir lengi, ólíkt mörgum júróvisjónlögum sem eru orðin leið­ inleg áður en keppnin jafnvel hefst … En Reykjavíkurdætur með geimkúlu á sviðinu og sennilegast klæddar í afganga úr DragRace­hönnunar­ misförum, fara þessar hamhleypur hamförum á sviðinu og skjóta feðra­ veldinu ref fyrir rass.“ Svar Daníels E. Arnarsonar, framkvæmdastjóra Samtakanna ’78 er með einfalt svar við öllum spurningum blaðamanns: „Besta atriðið, atriðið sem þjóðin kýs og atriðið sem ég held með eru Reykja­ víkurdætur.“ Þjóðin sniðgekk Haffa Haff „Flottustu búningarnir, f lottasta visjúalið og besta sviðsframkoman eru tvímælalaust Reykjavíkurdætur, en ég held að þær systur Sigga, Beta og Elín hafi ekki sungið sitt síðasta og að þjóðin heillist af þeim,“ segir rokkhundurinn Tómas Steindórs­ son, útvarpsmaður á X­inu. „Ég held samt ekki með neinum, ég er brjál­ aður. Ég hef ákveðið að sniðganga úrslitakeppnina í ár fyrst að þjóðin sniðgekk Haffa Haff. Hvílík mistök. Ég skammast mín að vera hluti af þessari þjóð“ Inga Auðbjörg hefur fylgst með forkeppnum um Evrópu. „Það eru í það minnsta sex rapplög eða lög með rappkafla komin í keppnina nú þegar, og ég er ekkert viss um að þessar ofurkonur virki jafn töff á Evrópu, eins og þær virka á okkur, sem höfum samhengið, þekkjum þær af afrekum sínum og höfum fylgst með þeim í áratug. En það skiptir mig svo sem litlu í hvaða sæti við lendum og ég held við yrðum öll hrikalega stolt af stelpunum okkar.“ Hlífar Óli Dagsson, 14 ára júró­ visjónspekingur í Skagafirði segir að ef Reykjavíkurdætur fara út þá skipti litlu máli að það séu mörg önnur rappskotin atriði. „Þær skera sig algjörlega úr. Þetta atriði er vin­ sælt hjá konum um fertugt en ég fíla þær líka. Annars finnst mér systkin­ in Már og Ísold, dúettinn Amarosis, vera að ná vel til unga fólksins. Ég er yfirleitt ekki hrifinn af ballöðum í þessari keppni, en kærleikurinn á milli systkinanna er svo smitandi. Ég ætla að splæsa mínum tveimur atkvæðum á þessi atriði, og ég hvet fólk til að kjósa og horfa. Já, og gleðj­ ast!“ n Hólmganga systra og dætra Hallveig Rúnarsdóttir, óperusöngkona og fulltrúi klass- ískrar tónlistar Tómas Stein- dórsson, út- varpsmaður og rokkhundur á X-inu Daníel E. Arnars- son, fram- kvæmdastjóri Samtakanna ’78 Hlífar Óli Dags- son, Eurovision- sérfræðingur í Skagafirði Inga Auðbjörg Straumland, Eurovision- spekingur Helga Möller, Eurovision- kempa Munu Reykjavíkurdætur heilla áhorfendur eins og þær heilluðu áhorfendur Hróarskeldu árið 2016? MYND/TOM MCKENZIE Álitsgjafar ninarichter@frettabladid.is „60 minutes komu með sjö manna tökuteymi til landsins á miðviku­ dag og við fylgjumst með vinnu­ brögðunum full aðdáunar,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV. „Þeim finnst þessi magnaða sam­ staða Íslendinga í keppninni og mikli áhugi Íslendinga á Söngva­ keppninni og Eurovision vera algjört undur og eru bara hérna með okkur. Þau ætla síðan að fylgja sigurvegaranum alla leið til Tórínó, sem er ekki amalegt fyrir okkur Íslendinga, að fá alla þá athygli og umfjöllun!“ Hún segir keppendurna að sjálf­ sögðu upplýsta um tilhögun mála og að allir hafi gefið samþykki fyrir umfjöllun í bandaríska fréttaskýr­ ingaþættinum, sem hóf göngu sína seint á sjöunda áratugnum. „Ég held að við séum öll gífurlega spennt fyrir að njóta þeirra nærveru í okkar pródúksjón, og gaman og gefandi að fá klapp á bakið frá svona virtum sjónvarpsþætti,“ segir Ragn­ hildur Steinunn. „Þetta er mjög skemmtilegt og gaman að sjá hvað þau taka þessu alvarlega og kryfja til mergjar hvers vegna íslenska þjóðin er með júró­ veiruna.“ Bandarískur risi fylgir íslensku keppendunum í stóru keppnina Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir, dagskrár- gerðarkona á RÚV. Nánar á frettabladid.is Tökuteymi Bandaríska fréttaskýringa- þáttarins 60 minutes kom til landsins á mið- vikudag. 54 Lífið 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 12. mars 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.