Fréttablaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 40
Dögg Guðmundsdóttir var um tvítugt þegar hún byrjaði fyrst að stunda líkamsrækt að staðaldri. Í dag er hún nýbúin að maxa réttstöðulyftu í 120 kg og segist vera ótrúlega stolt af sjálfri sér. „Ég hafði aldrei verið sérstök íþróttamanneskja, fannst skóla- leikfimin drepleiðinleg og fann mig ekki í neinum íþróttum sem þá voru í boði utan skóla fyrir unglinga,“ segir Dögg. Árið 2008 byrjaði Dögg í Boot Camp. „Ég var þó með brjálað keppnisskap sem ég fékk einhvern veginn aldrei útrás fyrir, fyrr en ég byrjaði í Boot Camp. Ég fattaði að það væri fínt að nýta þetta keppnisskap við mig sjálfa og betrumbæta mig. Nokkru síðar fór ég að gjóa augunum á CrossFit og skráði mig á grunnnámskeið. Ég fann einhverja óttablendna spennu gagnvart öllum þessum tækni- legu hreyfingum og ákefð. Yfir mögru námsmannaárin þegar ég bjó erlendis tók ég pásu og lét mér nægja hlaup og heimaæfingar. Frá byrjun 2019 hef ég svo æft hjá Granda101.“ Æfir oft í viku Dögg segist reyna að mæta 4-6 sinnum í viku á æfingu. „Auð- vitað er mikilvægt að hvíla líka og leyfa líkamanum að jafna sig og mér finnst betra að mæta oftar og taka æfingar af mismikilli ákefð. Stundum tek ég aktífa hvíld þar sem þyngdirnar eru léttari, hraðinn er minni og ég er bara að einbeita mér að því að koma deg- inum í gang, blóðinu á hreyfingu og fá smá endorfín í kroppinn. Ástæðan fyrir því að ég stunda líkamsrækt er fyrst og fremst geðheilsan. Það vita allir að það er hollt og nauðsynlegt að hreyfa sig, en það er lykilatriði að finna eitthvað sem á við mann og manni finnst skemmtilegt. Svo er líka svo ótrúlega gaman að ögra sér: Að sjá hversu langt maður kemst og finna fyrir bætingunum, aðeins að leyfa keppnisskapinu að njóta sín.“ Fjölbreytt markmið Dögg setur sér fjölbreytt markmið, en leggur jafnframt áherslu á að taka einn dag í einu. „Mér finnst alltaf gott að hafa markmið, en þar er líka hluti af mínum mark- miðum að mæta bara og gera. Það þurfa ekki allir dagar að vera besti dagurinn. Ég finn mjög mikinn dagamun á mér. Það skiptir öllu máli hvað ég hef verið að borða daginn áður og hvernig ég svaf nóttina áður. Svo spilar náttúru- lega almennt álag inn í. Sumir dagar eru einfaldlega góðir og suma daga þarf maður að hlusta á líkamann og taka því aðeins rólegar. Maður kemst ansi langt á hugarfarinu, en það fellur um sjálft sig ef maður er illa nærður, illa sofinn og kominn yfir um á stressinu.“ Heldur skrá yfir afrekin „Annars er fátt jafn skemmtilegt og þegar maður nær að maxa í nýrri þyngstu lyftu eins og í réttstöðulyftu eða ólympískum lyftingum. Ég átti til dæmis mjög skemmtilega viku um daginn þar sem allt bara paraðist fullkom- lega saman og ég náði nýju maxi í réttstöðulyftu og jafnhendingu (e. clean&jerk). Ég mæli eindregið með fyrir alla að skrifa niður árangurinn sinn, sama hver hann er, því það er svo ótrúlega gaman að sjá muninn svart á hvítu. Bætingar eiga sér stað yfir langan tíma og því er kannski ekki alltaf ferskt í minni hvar maður byrjaði eða hvað manni tókst síðast. Það kom mér til dæmis ótrúlega skemmtilega á óvart að ég hefði farið úr því að mæta eftir með- göngu, þegar ég tók 60 kg max í réttstöðulyftu, að vera núna búin að tvöfalda það í 120 kg. Það gagnast mér ekkert að bera mig saman við aðra, en það getur verið ótrúlega skemmtilegt að bera mig saman við sjálfa mig. Núna er mitt helsta áherslu- atriði að huga að liðleika og reyna að setja mér markmið um að teygja reglulega, þó svo að það séu ekki nema fimm mínútur í hádeginu. Annars langar mig líka ótrúlega að læra að ganga á höndum. Ég held að ég muni setja mér markmið um að læra nýja hluti ævilangt, því maður er aldrei of gamall til að prufa nýja hluti.“ Ég mæli eindregið með fyrir alla að skrifa niður árangur- inn sinn, sama hver hann er, því það er svo ótrú- lega gaman að sjá muninn svart á hvítu. Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Hollt að leyfa keppnisskapinu að njóta sín Dögg æfir hjá Granda101. Hér tekur hún snörun, sem er undir ólympísk- um lyftingum. Þegar stöng er lyft með útrétta arma frá gólfi og upp fyrir höfuð í einni samfelldri hreyfingu með því að toga í stöngina og beygja sig undir hana á réttu augnabliki. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Næringin er lykillinn Dögg segist hugsa hæfilega um það hvað hún borðar eða borðar ekki fyrir æfingar. „Langoftast mæti ég klukkan 6 á morgnana. Það er vanalega sami kjarnahópurinn sem er tilbúinn að vakna á þessum tíma sólarhringsins til að hreyfa sig og það er geggjað að byrja daginn með þessu frábæra fólki. Þegar ég mæti 6 vakna ég hálftíma á undan en borða ekkert fyrir æfingu. En eftir svona morgunæfingar fæ ég mér góðan kaffibolla og stóran og góðan morgunmat, oftast þykka smoothieskál með All-Bran, smá dökku súkkulaði og döðlum. Stundum lauma ég hádegisæfingu inn og þá reyni ég að borða góðan og mettandi morgunmat um 8 leytið, eins og góðan hafragraut með döðlum, hnetum og ávöxtum og svo fæ ég mér eitthvað gott snarl upp úr 10, til dæmis All-Bran með skornum banana og próteinbættri Alpro sojamjólk. Mér finnst best að borða ekki tveimur klukku- tímum fyrir æfingu því það hentar mér bara illa persónulega. Mér finnst óþægilegt að vera bumbult á æfingu. En þetta er eitthvað sem hver og einn verður að finna hjá sér sjálfum.“ Mælir með að njóta Dögg er að læra næringarfræði í háskólanum og nýtir hún margt þaðan þegar kemur að hennar eigin mataræði. „Námið er ótrú- lega fjölbreytt og skemmtilegt og sjálf nýti ég mér ýmislegt þaðan, hvort sem það er meðvitað eða ekki. Maður verður helst vakandi fyrir því gríðarlega magni upp- lýsinga sem er í gangi og lærir að vera gagnrýnni á þær. Það helsta er þó klárlega að ég er meðvitaðri um nýtni líkamans á næringunni og hef því lagt meira í að borða meira frekar en minna. Ég held samt að mín uppáhaldsbreyting og það sem ég myndi mæla með fyrir alla að gera, er að gefa mat meiri tíma í mínu lífi, og vera ekki alltaf að spá í hvað er fljótlegt, að borða á ferðinni og svoleiðis. Ég mæli með því að setjast niður og njóta þess að borða. Það er líka gríðarlega mikilvægt að borða fyrir sálina.“ Ekki allar mýtur réttar Dögg segir ýmsar mýtur ganga um næringarfræði og heilsurækt sem hún segir ekki alltaf vera réttar. „Ætli stærsta mýtan sé ekki sú, ver- andi grænmetisæta, að þú þurfir að borða kjöt til þess að verða sterkur. Prótein er vissulega nauð- synlegt en ráðlagður dagskammtur þar er 10-20% af heildarorku. Það eru til margar aðrar prótínupp- sprettur fyrir fólk sem getur ekki eða kýs að borða ekki ákveðin matvæli, líkt og dýraafurðir. Annað sem fólk virðist halda líka er að þú þurfir að vera með allt upp á tíu. Þú þarft ekki að umturna mataræðinu og borða eins og afreksíþróttamaður þegar þú mætir í ræktina fjórum sinnum í viku. Það eru reyndar allar líkur á því að mataræðið hjá þér sé alls ekki svo slæmt og það þurfi bara smá fínpússun. Þú þarft ekki öll heimsins fæðubótarefni og próteinstangir til að endur- hugsa matar- og lífsstílsvenjurnar þínar. Þú þarft bara að byrja á að finna líkamsrækt sem þér finnst skemmtileg og byrja rólega. Lítil skref í einu í mataræðinu geta komið þér langt. Eitt skref getur til dæmis verið að gefa sér tíma til að borða. Næsta gæti verið að bæta inn meira grænmeti og trefjum. Og ég mæli eindregið með því fyrir alla að skoða grænmetis og ávaxtaneysluna sína og trefjainn- töku. Niðurstöður úr landskönnun á mataræði Íslendinga 18-80 ára, sem var gerð 2019-2021, sýna fram á að Íslendingar eru almennt að borða undir ráðlögðum dag- skammti af grænmeti og ávöxtum. Ég skora á alla að reyna að finna skemmtilegar leiðir til að bæta inn meira grænmeti og ávöxtum í mataræðið.“ n 6 kynningarblað 12. mars 2022 LAUGARDAGURHeilsur ækt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.