Fréttablaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 30
Þeir sem tala mest um þessar tómu kirkjur – ég efast um að þeir hafi rekið nefið inn í kirkju sjálfir, nokkurn tímann. Þú þarft beinlínis að standa upp af rass- inum, fara þarna út og gera eitthvað gott. Séra Davíð Þór Jónsson, sókn­ arprestur í Laugarneskirkju, segir hlutverk kirkjunnar að þjóna öllum óháð lífsskoðun­ um eða trúfélagsaðild. Hann segir kirkjuna gegna mikil­ vægu hlutverki í málefnum flóttafólks. Séra Davíð Þór Jónsson á að baki ævintýralegri feril en margir prestar. Hann varð landsþekktur grínisti undir lok síðustu aldar í Radíus­ bræðrum með Steini Ármanni Magnússyni og brá sér einnig í hlutverk ritstjóra, þýðanda og ljóðskálds. Davíð Þór hefur gegnt embætti sóknarprests í Laugarnes­ kirkju frá árinu 2016 og situr hvergi á skoðunum sínum. „Meginútgangur kirkjunnar og tilgangur er að vera vettvangur fyrir kærleika Guðs að störfum meðal manna,“ segir Davíð Þór. „Hún er beinlínis stofnuð utan um kærleika Guðs. Bæði að lofsyngja hann og þakka en líka að praktí­ sera það sem Jesús boðaði okkur.“ Að hans sögn er grundvallarregla kristinnar trúar hin svokallaða Gullna regla, að það sem þér viljið að aðrir gjöri yður skulið þið og þeim gjöra. „Það hefur verið bent á að Jesús hafi svo sem ekki fundið upp þessa reglu. En það sem hann gerir er að hann breytir henni í verknaðarskyldu. Hún er upphaf­ lega sett fram sem taumhalds­ skylda,“ segir Davíð Þór. „Ekki koma fram við aðra eins og þú vilt ekki að aðrir komi fram við þig. Ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að þér sé gert. Með öðrum orðum að ef þú situr á rassinum og gerir ekki neitt ertu að uppfylla þessa kröfu. En Jesús gengur skref­ inu lengra og gerir þetta að verkn­ aðarskyldu. Þú þarft beinlínis að standa upp af rassinum, fara þarna út og gera eitthvað gott.“ Kristni ekki eina leiðin Davíð Þór fann trúna á fullorðins­ árum en hann heldur því þó ekki fram að kristnin sé merkilegri en önnur trúarbrögð. „Ég ætla ekkert að hefja kristindóminn á einhvern stall og segja að hann sé merkilegri en önnur trúarbrögð. Það var ekki þess vegna sem ég tók þá ákvörðun að verða kristinn.“ Hann segist hafa tekið ákvörð­ unina vegna knýjandi þarfar til að velja einhverja leið fyrir sitt and­ lega líf. „Ég valdi þessa leið af því að hún lá beint við mér. Með fullri virðingu fyrir íslenskum búdd­ istum þá sá ég ekki ástæðu fyrir mig til að fara til Indlands. Til að finna eitthvað sem hugsanlega er í boði í kirkjunni hinum megin við götuna.“ Hann bætir því við að kristin­ dómur sé hvorki eina leiðin né endilega sú besta. „En ég hef ekkert fyrir mér í því að hún sé eitthvað verri en aðrar leiðir heldur. Hér eru kirkjur á öðru hverju götuhorni. Það er kross í fánanum okkar. Nafnið mitt er úr Biblíunni. Þann­ ig að ég upplifi að rætur mínar séu þar og þess vegna er ég þar. Ekki af einhverju yfirlæti.“ Davíð Þór segir að helsta hlut­ verk þjóðkirkjunnar sé að hún eigi að þjóna öllum óháð búsetu. „Það hefur verið misskilningur að Þjóðkirkjan sé þjóðkirkja af því að hún sé ríkisrekin, svona eins og Þjóðleikhúsið eða Þjóðarbókhlað­ an. En Þjóðkirkjan er þjóðkirkja af því að hún lítur á það sem sitt hlut­ verk að þjóna íslensku þjóðinni óháð búsetu. Og er sennilega eina trúfélagið á Íslandi sem hefur burði til þess.“ Allir geta leitað til kirkjunnar Að sögn Davíðs eiga allir að geta leitað til þjóðkirkjunnar óháð kyni, kynferði, kynhneigð, aldri, fötlun og trúfélagsaðild. Það sé ekki kirkj­ unnar að fara í manngreinarálit. „Fólk kemur stundum hingað og afsakar sig: ég er ekki í þjóð­ Ekki hægt að kalla sig kristinn og vera á móti flóttafólki Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, telur kirkjuna bera mikla ábyrgð í málefnum flóttafólks. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kirkjunni. En það er á milli þín og þjóðskrár hvernig þú vilt haga því hvernig þú ert skráður í trúfélag. Ég sendi fólk þá kannski heim með spurningar: Af hverju viltu ekki til­ heyra trúfélagi sem þú ert tilbúinn að þiggja þjónustu hjá?“ Davíð segir kirkjuna jafnvel taka á móti fólki af öðrum trúar­ brögðum en kristni enda hafi þau verið með starfandi bænahópa fyrir hælisleitendur og f lóttafólk. Það geti þó verið aðeins snúnara að veita þeim hópum viðeigandi þjónustu. „Eðli málsins samkvæmt eigum við erfitt með að sinna trúarþörf­ um íslamskra hælisleitenda ein­ faldlega vegna þess að við erum ekki íslamskt trúfélag. En við greiðum götu þeirra ef þeir leita til okkar og veitum þeim alla þá þjónustu sem þeir óska. Ég veit að Félag múslíma á Íslandi hefur verið mjög duglegt að taka á móti þessu fólki og sinna andlegu og trúarlegu þörfum þess.“ Eigum að taka á móti fólki Davíð Þór telur presta landsins tala einum rómi varðandi skyldu Íslend­ inga til að taka á móti flóttamönn­ um. Í því samhengi vísar hann til Matteusarguðspjalls þar sem segir meðal annars: „gestur var ég, og þér hýstuð mig“. Davíð segir þessa þýð­ ingu vera varhugaverða enda standi ekki gestur á frummálinu heldur xenos, sem þýðir útlendingur eða aðkomumaður. „Hvaða útlendingar voru að þvælast þarna fyrir botni Mið­ jarðarhafs sem þurftu aðstoð? Það voru ekki túristar. Það var ekki búið að finna upp túrismann á þessum tíma. Þetta var flóttafólk sem var að flýja hungursneyðir eða vopnaskak í heimalandinu.“ Davíð Þór segir nauðsynlegt að taka á móti flóttafólki án nokkurra skilyrða um að það breyti trú sinni eða lífsskoðunum. Skilyrðið sé bara að fólk sé tilbúið að virða samfélags­ sáttmálann. „Það getur verið að af því að þetta heitir kirkja þá hiki fólk við að leita aðstoðar ef það hugsar ekki um sig sem kristið. En við hjálpum ekki fólki af því að það er kristið, heldur af því að við erum það.“ Kirkjurnar eru ekki tómar Nok kuð hefur verið rætt um kirkjur sem standi tómar víða um land og sú hugmynd komið upp að endurnýta mætti þær í húsnæði fyrir f lóttafólk. Davíð segir að Laugarneskirkja myndi auðvitað gera slíkt í neyðarástandi en það bryti þó í bága við brunavarna­ reglur að fylla safnaðarheimilið af sængum og dýnum og breyta því í gististað. „Mér þætti ágætt að fá lista yfir þessar tómu kirkjur. Laugarnes­ kirkja er svo sannarlega ekki ein af þeim, hér er dagskrá hvern einasta dag. Þeir sem tala mest um þessar tómu kirkjur – ég efast um að þeir hafi rekið nefið inn í kirkju sjálfir, nokkurn tímann. Þetta er bara eitt­ hvað sem þeir eru búnir að ákveða að sé veruleikinn. En við sem erum í kirkjunni, vinnum í henni 40 klukkustunda vinnuviku, vitum að svo er ekki.“ Davíð Þór segir að í neyð sé auðvitað engin spurning hvort sé mikilvægara. „Þegar lög guðs og lög manna greinir á, þá munu lög guðs ráða. Auðvitað myndum við gera það. Ég held að það sé ekki sú kirkja á Íslandi sem ekki myndi gera það. En við erum ekki komin þangað og ég held að við ættum að hafa manndóm í okkur að bjóða fólki, sem ekki á í nein hús að venda, upp á betri lausnir en þær að þurfa að kúldrast á dýnum í safnaðar­ heimili.“ Spurður um hvort kirkjan mætti vera pólitískari segir Davíð Þór þjóðkirkjuna hafa mjög eindregna afstöðu í málefnum flóttafólks. „Kirkjan, þar sem hún horfir á neyðarástand, hefur burði til að bregðast við. Ef hingað kæmu þús­ undir Úkraínumanna á f lótta veit ég að við myndum leggja allt okkar daglega starf til hliðar og gera allt sem í okkar valdi stendur til að taka á móti þessu fólki. En núna er lítið sem við getum gert annað en að segja: Þú getur ekki verið á móti komu f lóttamanna og kallað þig kristna manneskju í sömu setn­ ingu.“ n Nína Richter ninarichter @frettabladid.is 30 Helgin 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.