Fréttablaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 108
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Maður er bara stúmm. Í afneitun á köflum. n Frétt vikunnar Arnar Eggert Thoroddsen arnartomas@frettabladid.is Endalausar stríðsfréttir hafa eðli­ lega átt hug manns allan, því miður. Maður er bara stúmm. Í afneitun á köflum. Og velur að lesa ekki fréttir en endar samt alltaf á því. Sorglegast er þó að þetta eru engar „fréttir“, þetta er sami viðbjóðurinn og við sem mannkyn höfum stundað alla tíð. Ég man ekki í hvaða viku fréttin var sem gaf mér smá vonarglætu, knúði fram smá bros. Ótrúleg frétt af bjarnabófanum „Hank the Tank“ sem herjaði á saklausa sumarbústaðaeigendur í Ameríkunni. Fréttamaður sýndi mikil stílþrif í skrifunum, reit þetta sæmilega alvarlega, getum við sagt, og passaði vel upp á kerskna myndatexta. Þetta er svona frétt sem maður skrifar klukkan 17.00 á föstudegi þegar kvöldúlfurinn eða vikuúlfurinn er mættur inn í örþreyttan blaðamanninn. Sé síðan rétt í þessu, mér til furðu, að annað brjóst söngkonunnar Camillu Cabello hafi poppað út í beinni á BBC. SKýringin ku vera laus hneppt skyrta. Þannig að vikan hefur að sönnu einkennst af stóru málunum mætti segja, mannkyn allt bókstaf­ lega með allt niðrum sig á öllum sviðum. Dýraríkinu farnast betur. n Dýraríkinu farnast betur Arnar Eggert Thoroddsen tónlistargagnrýnandi. C M Y CM MY CY CMY K Dorma_AD_Blad_v01.pdf 1 15.2.2022 09:17:46 www.DORMA.is Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Sealy PORTLAND heilsurúm með classic botni Gæði á góðu verði. Portland er með góðum og sterkum poka gormum og kantstyrkingum. Dýnan er millistíf og með pillow top úr mismunandi stífum svamplögum og trefja lagi. Mýkt á móti stífum og góðum gormum. Fæst í: 120/140/160/200 x 200 cm. Verðdæmi 120 x 200 cm m/Classic botni og löppum Fullt verð: 160.900 kr. Tilboð: 128.720 kr. LÝKUR MÁNUDAGINN 14. MARS Sealy SEATTLE heilsurúm með classic botni Verðdæmi 180 x 200 cm m/Classic botni og löppum Fullt verð: 194.900 kr. Tilboð: 155.920 kr. Virkilega vönduð dýna. Millistíf heilsudýna með pokagormum sem gefa fullkominn stuðning. Henni er skipt upp eftir svæðum þannig að það er meiri stuðningur þar sem við erum þyngri eins og öxlum og mjöðmum. Náttúrulegt Talalay latex í bland við mismunandi svamptegundir gefa henni gott loftflæði. Virkilega vönduð dýna sem hentar fólki á öllum aldri. Fæst í 120/140/160/200 x 200 cm. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Anna Dymaretska heldur úti styrktarsíðu ásamt móður sinni til stuðnings stríðs­ hrjáðum Úkraínumönnum. Anna segir meira máli skipta hversu mörgum sé hægt að bjarga frá hörmungum stríðs­ ins heldur en hver stendur uppi sem sigurvegari. tsh@frettabladid.is Úkraínsku mæðgurnar Anna Dyma­ retska og Olena Zablocka hafa búið á Íslandi um árabil. Þær hafa miklar áhyggjur af ástandinu í heimaland­ inu í kjölfar innrásar Rússa enda fjölmargir ættingjar og vinir þeirra enn staddir í Úkraínu. Til að leggja sitt af mörkum hafa þær því stofnað sérstaka Facebook­síðu í þeim til­ gangi að aðstoða einstaklinga með beinum framlögum hvað varðar mat, lyf og fargjald yfir landamærin. „Á hverjum morgni sendum við skilaboð og athugum hvort fólkið okkar sé á lífi, hvort þau séu örugg, hvort þau hafi nógan mat og vatn, hvort þau vanti peninga og hvort við getum hjálpað þeim. Sum þeirra búa í bæjum þar sem enn er hægt að verða sér úti um vistir en sum þeirra í bæjum þar sem allar hillur í búðum eru tómar og það er ómögulegt að kaupa lyf í apótekum. Að minnsta kosti er gott að vita að þau séu á lífi,“ segir Anna. Grundvallarþarfir í hættu Spurð um hvort það sé ekki erfitt að fylgjast með stríði í heimalandi sínu en vera sjálf mörg þúsund kílómetra í burtu, segir Anna mikið mæða á öllum Úkraínumönnum sem eru búsettir utan heimalandsins. „Hugur okkar, hjörtu okkar og bænir okkar eru hjá fólkinu okkar í Úkraínu. Auðvitað viljum við hjálpa eins mikið og við getum. Akkúrat núna eru allir Úkraínumenn sem eru búsettir erlendis, ekki bara á Íslandi, að safna peningum, lyfjum, fötum, barnahlutum og senda þá yfir til Úkraínu.“ Að sögn Önnu er sífellt erfiðara að nálgast vistir í Úkraínu og mikill skortur hefur myndast á nauðsynja­ vörum eftir rúmlega tveggja vikna stríðsátök. „Margar mæður hafa neyðst til að fæða börn í sprengjuskýlum og hafa ekki aðgang að hreinum bleyjum, fötum eða vatni. Grundvallarþarfir mannlífs eru í hættu, matur, vatn, hreinlæti. Þetta eru erfiðir tímar,“ segir hún. Er enn mögulegt að senda vistir yfir landamærin til Úkraínu? „Það er ekki einfalt en við höfum fundið leið. Við söfnum saman öllum hlutunum sem við fáum og sendum þá út í einum stórum gámi að landamærum Póllands. Þar munu sjálfboðaliðar taka vistirnar sem hafa verið sendar, skipta þeim niður og senda þær áfram.“ Hafðir að fíflum af Pútín Anna er ómyrk í máli spurð um hvort hún sé vongóð um að Úkra­ ínumenn muni koma út úr stríðinu sigursælir. „Þetta snýst ekki um hver muni vinna, þetta snýst um hversu mörg­ um verður bjargað. Það eru svo margir almennir borgarar sem hafa dáið. Við viljum bara stöðva þetta brjálæði. Rússneski herinn skilur ekki hvað hann er að koma sér út í. Þeir hafa verið blekktir og hafðir að fíf lum af Pútín. Þeir halda að þeir séu að koma til Úkraínu til að bjarga okkur, en svo þegar þeir koma inn í landið og sjá það sem raunverulega er að gerast fá þeir áfall og trúa því ekki að þeir séu komnir í stríð. Þess vegna eru þeir að tapa og svo margir ungir menn hafa verið drepnir af því þeir vissu ekki hvað þeir voru að koma sér út í.“ Sú eina sem komst burt Ísland hefur þegar byrjað að taka á móti f lóttamönnum frá Úkraínu og Anna segir úkraínska samfélagið hér á landi gera sitt besta til að bjóða það fólk velkomið. Þeirra á meðal er tengdamóðir Önnu, Svetl­ ana Uzunova, móðir eiginmanns hennar, Vladyslavs. Hún komst yfir landamærin til Ungverjalands og þaðan til Íslands. „Hún var sú eina úr fjölskyldunni okkar sem náði að f lýja frá Úkraínu af því hún var næst landamærun­ um. Allir aðrir eru fastir og komast hvergi,“ segir Anna. Spurð um hvort Ísland sé að gera nóg til að aðstoða úkraínska f lóttamenn segir Anna Íslendinga vera að gera sitt og fyrir það sé hún þakklát. „Það að fólk sé boðið velkomið hingað er þegar mjög mikilvægur hlutur. Ég vona bara að ríkisstjórn­ in muni geta útvegað þeim mat og peninga til að þau geti ekki bara tórað heldur líka lifað aðeins betra lífi,“ segir Anna. Upplýsingar um söfnun Önnu og Olenu má finna á Facebook­síðunni Targeted assistance to Ukrainians. n Vilja bara stöðva brjálæðið Mæðgurnar Olena Zablocka, til hægri, og Anna Dymaretska, í miðju, ásamt eins árs dóttur Önnu, Eleonoru Adelyn Vladyslavsdóttur. Svetlana Uzunova, tengdamóðir Önnu, er til vinstri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Nánar á frettabladid.is 56 Lífið 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.