Fréttablaðið - 12.03.2022, Side 104

Fréttablaðið - 12.03.2022, Side 104
Ewa Marcinek sendir frá sér sína fyrstu bók, Ísland pólerað. Bókin er að hluta sjálfsævisöguleg og fjallar um upplifun pólsks innflytjanda af Íslandi og tengsl íslensku og pólsku. tsh@frettabladid.is Ewa Marcinek er pólskt skáld sem hefur verið búsett á Íslandi síðan 2013. Hún sendi á dögunum frá sér sína fyrstu bók, ljóða- og smásagna- safn, sem ber titilinn Ísland pólerað og á sér langan aðdraganda. „Ég byrjaði að skrifa bókina árið 2015, tveimur árum eftir að ég kom til Íslands, á vegum námskeiðs í skapandi skrifum. Svo árið 2020 sýndum við leikritið Polishing Ice- land í Tjarnarbíói eftir Pálínu Jóns- dóttur, byggt á bókinni minni,“ segir Ewa. Það heyrir til tíðinda að bækur séu fyrst aðlagaðar leiksviðinu áður en þær eru gefnar út á prenti. Ewa segir það hafa verið mjög áhugaverða upp- lifun fyrir sig sem höfund, en hún beið lengi með að gefa út bókina. „Ég held að ég hafi verið mjög var- kár vegna þess að ég var ekki viss um hver ég var sem höfundur. Ég er Pólverji sem skrifar á ensku en býr á Íslandi. Íslenskan mín er ekki full- komin svo ég vissi ekki alveg hvern- ig ég ætti að koma bókinni út og var pínu feimin. Ég held að leikritið hafi virkilega hjálpað mér að öðlast kjarkinn til að leita til Forlagsins.“ Ísland pólerað fjallar um unga pólska konu sem flyst til Íslands eftir að hafa lent í kynferðisofbeldi í heimalandinu. Ewa segir bókina vera að hluta til sjálfsævisögulega en hún dansi þó á mörkum veruleika og skáldskapar. „Þetta er sjálfsævisöguleg bók en ég er að leika mér með smáatriði og breyta staðreyndum,“ segir Ewa. Hún lýsir bókinni sem „creative non- fiction“, bókmenntagrein sem hefur verið kölluð sannsaga á íslensku. „Það er uppáhaldsleiðin mín til að semja, þegar ég nota lífið mitt en breyti smáatriðunum.“ Mörg pólsk skáld á Íslandi Pólverjar eru langfjölmennasti minnihlutahópurinn á Íslandi en hér búa rúmlega 20.000 manns af pólskum uppruna. Birtingar- myndir Pólverja í íslensku menn- ingarlífi hafa þó ekki endurspeglað þennan fjölda og allt þar til nýlega hefur það heyrt til undantekninga að bækur eftir innf lytjendur séu gefnar út hér á landi. Það virðist þó vera að breytast og segist Ewa finna fyrir töluverðum meðbyr með pólsk-íslenskum skáldum og listamönnum um þessar mundir. „Ég held að bæði íslenskt þjóð- félag og pólska samfélagið hér á landi hafi þurft að koma saman á réttu augnabliki. Rétt eins og hjá mér, þá var bókin mín tilbúin svo lengi en ég var það ekki sjálf. Núna er það að gerast og við erum að sjá mögnuð pólsk skáld koma upp eins og Mao Alheimsdóttur og Jakub Stachowiak,“ segir Ewa. Mundirðu seg ja að það vær i runnið upp pólskt bókmenntavor á Íslandi? „Já, ég elska þessa hugmynd um pólskt vor,“ segir Ewa og hlær. Kona þýðir að deyja á pólsku Í Ísland pólerað leikur Ewa sér á mörkum nokkurra tungumála, en bókin var upprunalega skrifuð á ensku og þýdd yfir á íslensku af Helgu Soffíu Einarsdóttur. „Ég held að fyrir mig og marga aðra innf lytjendur sem eru að reyna að læra tungumálið sé erfitt hvað tungumálin eru ólík. Pólska er mjög fjarlæg íslensku svo ég hef ekki tengingu við orðin og þarf nánast að smíða sögu fyrir hvert orð til að geta munað það,“ segir Ewa. Þótt íslenska og pólska séu ólík tungumál þá má f inna ýmsar áhugaverðar hliðstæður sem Ewa undirstrikar í ljóðum sínum. Þar má til dæmis nefna orðið kona sem þýðir „að deyja“ á pólsku eða pólska orðið miód sem hljómar eins og Mjódd og þýðir hunang. „Annað sem ég geri í bókinni er að ég vildi sýna hvernig pólski minnihlutinn notar íslensku í daglegu tali á pólsku. Það eru sum íslensk orð sem við notum og fall- beygjum á pólsku. Þegar við tölum um að taka sér veikindaleyfi þá segjum við til dæmis: wzięłam veikura.“ Ewa segir að þarna sé í raun að verða til ný mállýska pólsku á Íslandi. „Það sýnir bara hvernig þessi tvö tungumál lifa og hrærast saman og jafnvel þótt þau virðist vera aðskilin þá eru í þau í raun mjög náin.“ n Pólska bókmenntavorið runnið upp Ewa Marcinek segir íslensku og pólsku vera náin tungumál þótt þau séu nokkuð ólík. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK lokunarsvæði og kerfisbundinni fækkun bílastæða mun ganga af allri almennri verslun dauðri. Það voru því okkur mikil vonbrigði þegar Hildur Björnsdóttir ein borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með Degi B og meirihlutanum um heilsárs lokun Laugavegar og neðri hluta Skólavörðustígs, ásamt umtalsverðri fækkun bílastæða. Þar var hún ekki að þjóna vilja kjósenda sinna og vilja meirihluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Björgum Laugavegi Aðgerðarhópurinn Björgum Miðbænum Bolli Kristinsson Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Laugavegur og Bankastræti, frá Hlemmi og að Þingholtsstræti, og neðri hluti Skólavörðustígs verði gerður að göngugötu allt árið um kring? Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Laugavegur og Bankastræti, frá Hlemmi og að Þingholtsstræti, og neðri hluti Skólavörðustígs verði gerður að göngugötu allt árið um kring? Værir þú líklegri eða ólíklegri til að heimsækja miðborg Reykjavíkur ef áðurnefndar götur yrðu gerðar að göngugötu allt árið um kring? Afstaða þeirra er kusu Sjálfstæðisflokkinn Íbúar - höfuðborgarsvæðið Íbúar - höfuðborgarsvæðið Hildur Björnsdóttir ein borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með Degi B og meirihlutanum um heilsárs lokun Laugavegar fyrir fjölskyldubílnum. Afgerandi meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjavík er á móti lokun Laugavegar og neðri hluta Skólavörðustígs fyrir bílum samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Miðbæjarfélagið í Reykjavík (mars 2020/sjá skýringarmyndir). Þar kemur einnig fram að meirihluti íbúa sem tóku afstöðu á höfuðborgarsvæðinu er andvígur lokun og enn fleiri telja ólíklegra að þeir heimsæki Verslanir sem enn eru á Laugavegi og hafa líka opnað annarsstaðar svo sem í Kringlu, Smáralind eða öðrum stöðum, upplifa stöðugan samdrátt á Laugavegi og mikla aukningu á hinum stöðunum. Fólkið fer þangað! Í átta ár höfum við barist gegn götulokunum og ekki verið á okkur hlustað hvað þá talað við okkur. Eina sem við upplifum er valdhroki og yfirgangur af hálfu meirihlutans. Nú er komið að ögurstund um framtíð verslunar á Laugavegi og neðri hluta Skólavörðustígs fyrir hinn almenna Íslending. Áframhaldandi heilsárs lokunarstefna með enn stærra miðborgina ef götunum er lokað (þess skal einnig getið að afgerandi meirihluti kjósenda Framsóknar- flokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins eru andvígir heilsársgötulokunum). Þetta eru ekki ný sannindi fyrir okkur. Kaupmenn sjá það á algjöru hruni í sölutölum og ört fækkandi íslenskum viðskiptavinum sem kjósa að fara annað þar sem aðgengi er gott og næg bílastæði. Af þessum sökum hefur mikill fjöldi verslana yfirgefið, má segja flúið, Laugaveg og flutt annað. Við það eitt lifnar búðin við og gömlu góðu viðskiptavinirnir koma til baka. Hlynnt(ur) 41.1% Í meðallagi 14.7% Andvíg(ur) 44.2% Hlynnt(ur) 24.9% Í meðallagi 10.3% Andvíg(ur) 64.8% Líklegri 27% Hvorki né/ myndi engu breyta 37,4% Ólíklegri 35,6% 52 Menning 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.