Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Page 5
Sögur og skrítlur
69
»En hann datt barasta, af þvf hann var svo skakkur*,
segir Hans litli, sem er yngstur allra.
Tollerup snýst að drengnum bálreiður, en frúin þrlf-
ur í handlegginn á honum. Ég sá það sjálf, Tollerup.
Drengurinn segir satt«, segir hún einarðlega.
»Nei, nú er mér meira en nóg boðið, Júlía«,
hrópar Tollerup æstur, Mikið get ég látið mér bjóða,
en þetta tekur þó út fyrir allan þjófabálk.«.
Svo stekkur hann út og skellir hurðinni harkalega á
eftir sér. En þumalfingurinn verður á milli, og Tollerup
rekur upp hátt öskur.
Túlía dregur hann með sér inn f húsið, þvær fingur-
inn úr köldu vatni og ber á hann joð. Tollerup hríð-
verkjar f fingurinn, og hann ber sig óskaplega og
barmar sér, eins og um lífið væri að tefla,
»Látt’ ekki svona, maður*, segir frúin aðvarandi,
meðan bún er að fetla fingurinn. Hún var orðin reið,
og var því all barðhent.
»Láta svona! segirðu. Éú hefir aldrei á ævi þinni
liðið aðrar eins kvalirc, ségir Tollerup aumingjalega.
»0 — ég hef nu átt fjögur börn« svarar frú Túlía.
»Að þú skulir vera að nefna annað eins«, segir
Tollerup gramur; »eins og það sé nokkuð að liggja í
rúminu þriggja vikna tíma og láta dekra við sig eins
og drottningu! Nei, kvenfólk þekkir ekki mikið inn á,
hvað það er að bera byrðar og líða reglulegar bvalir«.
♦Þú ættir sannarlega að skammast þfn«, svaraði frúin.
Svo fór hún út í eldiviðarklefann með öll börnin og
þlóð viðnum upp á ný. Og nú hrundi ekki viðarhlaðinn.