Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Page 9

Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Page 9
Sögur og skrítlur 73 Knútur svaraði með því að taka utan um mittið á henni og fór svo að hoppa með hana ofan eftir skóg- arveginum, sem nú var tekinn að breikka Gréta hoppaði ákaft með honum. f*au voru alveg eins og glöð börn, og er þau loksins námu staðar þreytt og sprengmóð, fóru þau bæði að hlæja. Þau stóðu fast saman, og Knútur hafði tekið Grétu um hálsinn. Allt í einu stóð gamli virðulegi prófessorinn, faðir Grétu, fyrir framan þau. »Hjartanlega til hamingju, börnin góð», sagði hann. »Það var gott, að þið hafið þá loksins áttað ykkur. Mér fínnst annars, að þið hafið verið nokkuð lengi að því. fað gekk töluvert fljótara fyrir okkur mömmu þinni«. Prófessorinn tók af sér gleraugun og brosti glettnislega til þeirra. Svo tók hann fast og hjartanlega í höndina á Knúti og kyssti dóttur sína. »Er það ekki dásamlegt, þegar allt er komið í lag«, sagði hann brosandi og ýtti Grétu yfir til Knúts. »Haldið þið nú bara áfram inn í skóginn, börnin góð, þið hafið eflaust um margt að tala, og svona gamall kurfur eins og ég á ekki að vera að flækjast fyrir«. Prófessorinn kinkaði kolli og veifaði hendi tU þeirra, og svo hélt hann sína leið. E*ú veizt svó vel, að það er satt, Gréta«, sagði hann hátíðlega. »Þú veizt, að ég elska þig og er hamingju- samur, ef þú aðeins — — —«. »Já, þakk, ég veit þetta allt saman«, svaraði Gréta og stöðvaði hann, — Svo tók hún undir handlegginn á honum og gekk með honum inn í skóginn, og allt gaman endurtók sig hérumbil eins og í gamla daga,

x

Sögur og skrítlur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sögur og skrítlur
https://timarit.is/publication/1668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.