Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Blaðsíða 11
Sögur og skrítlur
75
»Þú ert mesti grasasni! sagði hun. »Hvenær hel ég
skrökvað ?<
»En þú ert bara 12 ára. en þú sagðist vera 14«.
»Þarna geturðu sé, hvað þú ert heimskur, Strákar
og karlmenn eru alltaf jafn gamlir og þeir eru, en
telpar og konur eru eins gamlar, og þeim sýnist*.
»Er það satt, pabbi?* spurði ég pabba seinna og
sagði honum alla söguna.
»Svo er að sjá drengur minn. En þú mátt umfram
allt ekki nefna þetta við mömmu þína«.
»Veit hún það þá ekki, sagði ég?<
>Ja, jú jú, en hún vill bara ekki tala um það«.
»En hvernig stendur á því, pabbi, að telpur geta
verið eins gamlar, og þeim sýnist?<
Pabbi skimaði hálf smeikur í kringum sig og svo
sagði hann:
»Þú skilur þetta ekki ennþá, drengur minn, en þær
era nú svona gerðar«.
Þegar ég varð 14 ára, var systir mín 16, og þegar
ég var 16 ára, var hún 17, en þegar ég varð 17, 18,
19 og 20 ára, var hún enn aðeins 17 ára. Svo fór
ég aö heiman og var 3 ár í burtu. Og er ég kom
heim aftur hafði systir mín elzt um eitt ár.
»Hvað er hún systir þín gömul?< spurði ungur mað-
ur mig éinu sinni.
»Viö erum tvfburar<, sagði ég. Ég ér 23 ára, en
hún er 18«.
Hann ieit fyrst á mig hfssa, en svo hló hann.
En er systir mín frétti þetta, varð hún svo reið, að