Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 4
kristinnhaukur@frettabladid.is MENNTAMÁL 81 prósent þjóðarinn- ar hefur grunnþekkingu tölvunotk- unar eða meira, samkvæmt nýjum tölum frá tölfræðistofnun Evrópu- sambandsins. Þetta er hæsta hlutfall í álfunni og Ísland eina landið með 80 prósent eða meira. Þar á eftir koma Finnar, Norðmenn og Hol- lendingar sem oft hafa verið nefndir sem tæknivæddasta þjóð heims. Meðaltal Evrópusambandsins er rétt rúmlega helmingur, 54 pró- sent, og í Búlgaríu og Rúmeníu hefur minna en þriðjungur grunnþekk- ingu á tölvum. Tölvuþekking er töluvert meiri á höfuðborgarsvæðinu en lands- byggðinni, 84 prósent á móti 73. Munur milli innfæddra Íslendinga og innflytjenda er hins vegar aðeins 1 prósent. Kynjamunurinn er aðeins 2 prósent körlum í vil. Yngra fólk hefur hins vegar umtalsvert meiri tölvuþekkingu en það eldra. 91 prósent 16 til 24 ára hefur að minnsta kosti grunn- þekkingu en í aldurshópnum 65 til 74 hafa hins vegar aðeins 57 prósent hana. n Tölvuþekking er lakari á landsbyggðinni ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 VERIÐ VELKOMIN Í SÝNINGARSAL OKKAR LAUGARDAGINN 2. APRÍL KL. 12–16. ISBAND.IS GLÆSILEG BÍLASÝNING Á LAUGARDAGINN JEEP WRANGLER PLUG-IN HYBRID FIAT 500e | 100% RAFMAGN JEEP COMPASS PLUG-IN HYBRID RAM 3500 | 37” - 40” BREYTINGAPAKKAR PLUG-IN HYBRID PLUG-IN HYBRID Munurinn er mikill eftir aldri en lítill eftir kynjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þar sem skrifstofufólk starfaði áður hjá borginni er nú hver einasta vistarvera undirlögð fyrir flóttafólk. Vondar fréttir af vígstöðvunum eru daglegt brauð en örlæti heimafólks slær á kvalirnar. bth@frettabladid.is ÚKRAÍNA Magdalena Kulik, félags- ráðgjafi sem starfar hjá Miðstöð félagslegs stuðnings í Gorskiego í Varsjá, segir að um 60-70 f lótta- börn frá Úkraínu séu vistuð daglega í miðstöðinni. Hún nefnir dæmi um að einstaklingar hafi fórnað öllu sem þeir gátu til að hjálpa f lótta- fólkinu. Stundum dugi það varla til. Þegar f lóttamannabylgjan til Varsjár reis sem hæst eftir innrás- ina segir Magdalena að hið opin- bera, Varsjárborg, ríkið en ekki síst einstaklingar, hafi sýnt slíka sam- stöðu að kalla megi útkomuna full- kominn samhug. Eitt dæmi er að einkarekin veitingahús í hverfinu hættu að hugsa um hefðbundna starfsemi þegar straumurinn hófst. Stöðunum var lokað fyrir gestum og eigendurnir létu hagnað af starf- semi sig engu varða. Veitingafólkið eldaði fyrir f lóttafólkið þess í stað og fékk ekki krónu fyrir. Flóttabörnin sem Magdalena vinnur við að skjóta skjólshúsi yfir glíma mörg við alvarleg áföll, ekki síður en mæður þeirra. Hún lýsir hvernig sumar f lóttakonur koma fullar af skömm yfir að hafa ekki í önnur hús að venda. Sumar komi skítugar og hungraðar og börnin í sama ástandi eftir að hafa verið vikum saman undir árásum. Stundum hefur öllu verið fórnað til að bjarga lífinu. En það að þurfa að reiða sig á aðra sé mörgum erfitt. „Eftir slíka reynslu eru sumar konurnar brotnar,“ segir Magda- lena. Þegar Fréttablaðið fékk að heim- sækja miðstöðina í Varsjá í gær bjuggu 125 f lóttamenn í húsinu. Þar sem áður sátu borgarstarfs- menn við skrifstofustörf hafði húsnæðinu verið umturnað og í stað skrif borða áður eru nú svefn- beddar. Miðstöðin er eitt f jöl- margra dæma í Varsjá um breytt hlutverk opinberra bygginga, sala og íþróttahúsa sem nú eru full af f lóttafólki. Um 415 f lóttamenn hafa gist hjá Magdalenu síðan miðstöðin var opnuð í byrjun mars. Rekstrar- formið er blanda af einstaklings- framtaki og opinberum rekstri. Þegar Fréttablaðið spurði Magda- lenu hvort full sátt væri meðal Pól- verja um að opinberu fé væri veitt til mannúðarmála í slíkum mæli sem raun ber vitni, sagði hún að fram til þessa hefðu Pólverjar nán- ast staðið saman sem einn maður, en einhver umræða hefði skapast um leiðir til að tryggja öllum bjarg- ir í framtíðinni. Talið er að íbúum í Varsjá hafi fjölgað um 18 til 20 prósent síðan holskef lan hófst. Pawel Siedecki, talsmaður svæðisstöðvanna í Varsjá, segir að um 300.000 f lótta- menn dvelji nú í borginni. Bara í því hverfi sem Fréttablaðið heimsótti hafa 1.000 nýir nemendur byrjað í pólska skólakerfinu. Börnin og mæður þeirra fá þrjár máltíðir á dag. Þau fá mikla sál- fræðilega aðstoð og leyfðu sum sér að brosa framan í blaðamenn Fréttablaðsins þótt oft sé stutt í sársaukann. Sum börnin koma frá borginni Maríupol, sem hefur að hluta verið jöfnuð við jörðu. Magda lena sagði sumar konurnar hafa misst eiginmenn sína í stríðinu eftir að þær fluttu yfir landamærin með börnin. Áætlað er að um 5-7 prósent fjöl- skyldna sem hafi f lúið til Varsjár hafi snúið aftur til Úkraínu. Spurð hve hátt hlutfall f lóttafólksins óski sér að snúa aftur segist Madgalena áætla að það séu um 60 prósent. Ekki séu allir svo heppnir að bíða eftir því einu að stríðinu ljúki. Marg- ir hafi misst allt, heimili, vinnu, fjölskyldu og vini. Þeir hafi ekki að neinu að hverfa og margir þurfi að leita að nýju landi til búsetu. n Sumar brotnar og fullar af skömm Börnin glíma við áföll en bera sig vel eftir föngum. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Eftir slíka reynslu eru sumar konurnar brotnar. Magdalena Kulik, félagsráð- gjafi í Varsjá olafur@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Vilhjálmur Birgis- son, nýkjörinn formaður Starfs- g reinasambandsins, og Hall- dór B enja m í n Þorber g s son , f r a m k væmd a st jór i S a mt a k a atvinnulífsins, eru á einu máli um að verðbólgutölur séu uggvænlegar og kalli á að fleiri en aðilar vinnu- markaðarins verði að koma að borð- inu til að kveða verðbólgu í kútinn. Vilhjálmur telur stríðið í Úkra- ínu og afleiðingar þess sem birtast í vöruskorti og miklum og vaxandi verðhækkunum nokkuð sem eng- inn gat séð fyrir. Þetta ástand kalli á neyðaraðgerðir stjórnvalda. Hann segir launafólk og neyt- endur ekki bera ábyrgð á innfluttri verðbólgu og því þurfi að tryggja að hún skelli ekki á af tvöföldum þunga, fyrst með hvers kyns verð- hækkunum á vöru og þjónustu og í kjölfarið með stökkbreytingu verð- tryggðra lána. Verðtryggð lán heimilanna eru um 1.500 milljarðar og síðustu tólf mánuði hafa þau hækkað um 100 milljarða vegna hækkunar vísitölu neysluverðs. Vilhjálmur telur að setja eigi þak á hækkun vísitölunnar til að verja heimili og fyrirtæki í landinu. Halldór Benjamín segir verð- bólguna rót vandans og að það leysi engan vanda að breyta mælingunni á henni. Ná þurfi tökum á henni en verið sé að stinga höfðinu í sandinn með því að breyta mælieiningunni. Báðir eru þeir einhuga um að ásamt aðilum vinnumarkaðarins þurfi bæði stjórnvöld og Seðlabank- inn að koma að borðinu og víðtæk sátt að nást. Vilhjálmur segir það kalla á átök ef velta eigi öllum kostnaðarauka vegna hárrar verðbólgu á heimilin í landinu. Launafólk og neytendur beri ekki ábyrgð á innfluttri verð- bólgu. Halldór Benjamín segir alla ábyrgðaraðila hagstjórnar þurfa að koma að borðinu; aðila vinnu- markaðarins, stjórnvöld og Seðla- bankann. n Gera þurfi þjóðarsátt til að kveða verðbólguna í kútinn Halldór Benjamín og Vilhjálmur vilja alla að borðinu til að ráða niður- lögum verðbólgunnar. 4 Fréttir 31. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.