Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 14
Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð ve rð ge tu r b re ys t á n fyr irv ar a. Costa del Sol 20. apríl í 10 nætur Bajondillo Apartments 595 1000 www.heimsferdir.is Flug & hótel frá 97.675 10 nætur Verð frá kr. 99.200 aaaa Ég varð fimmtugur hinn 8. janúar síðastliðinn. Þannig er ég orðinn miðaldra karl, gagnkynhneigður, miðaldra karl. Ég hef aldrei efast um kynhneigð mína, en ég er hugsi. Ég er hugsi yfir þeim óskráðu samfélags- reglum, sem mér ber að hlíta. Ein af þeim óskráðu reglum hljóðar þannig að ég eigi ekki að setja á mig bleikt naglalakk. Fyrir nokkrum árum valdi ég að brjóta þá reglu og geng því um með bleikt naglalakk, þegar mér sýnist. Ég er að vinna á leikskóla og mér finnst mikilvægt að börnin sjái að miðaldra karl eins og ég hafi þetta val um að setja á sig bleikt naglalakk. Og óskráðu samfélagsreglurnar, sem mér ber að hlýða, eru f leiri. Þegar ég var lítill drengur horfði ég með mikilli aðdáun á snyrtidótið hennar mömmu. Mér fannst eitt- hvað svo heillandi að sjá ilmvötnin hennar og allar snyrtivörurnar. Það heillaði mig sérstakega að sjá varalit- ina. Ég man hvað mig langaði mikið til að reyna þessar snyrtivörur, en ég vissi að það var alveg forboðið. Ég var meðvitaður um að litlar stúlkur áttu ekki að setja á sig varalit og aðrar snyrtivörur, einungis eldri stúlkur, en fyrir drengi var það algjörlega bannað. Það sögðu samfélagsregl- urnar og ég átti að gera eins og þær sögðu. Það var síðan á unglingsárunum, sem mig langaði oft til að setja á mig snyrtivörur eins og jafnaldra stúlkur. Og þrátt fyrir að löngunin væri sterk, lét ég ekki verða af því. Samfélagsreglurnar sögðu mér að það væri útilokað. Þetta var eitthvað, sem unglingsstrákar gerðu aldrei og í raun máttu ekki gera. Mér er í fersku minni hvað ég öfundaði stúlkurnar af að mega setja á sig varalit, púður, naglalakk, augnskugga og f leira. Þetta var allt svo litríkt og þetta var allt svo spennandi. Og fyrir mig var þetta óheimilt. Ég velti fyrir mér öllu aðkastinu, sem ég yrði fyrir ef ég reyndi til að mynda að varalita mig. Þetta voru samfélagsreglurnar. Og núna er ég orðinn miðaldra karl. Og ég spyr mig að því af hverju gagnkynhneigður, miðaldra karl eins og ég megi ekki setja á sig vara- lit, naglalakk, maskara, augnskugga og fleira. Ég fæ ekkert svar. Það er vegna þess að það er ekkert svar. Þetta er vitleysa. Ég segi að gagn- kynhneigður, miðaldra karl eins og ég megi setja á sig naglalakk og vara- lit. Ég segi að hann megi setja á sig maskara, augnskugga og púður. Ég set á mig bleikt naglalakk. Og fyrir nokkru síðan fór ég í verslunina Stellu í Bankastræti og keypti mér varalit, hárauðan varalit. Ég valdi þann lit af því að ég vil segja: „Ég má þetta.“ Og ég er farinn að ganga um með rauðan varalit; bleikt naglalakk og rauðan varalit. Og ég keypti mér maskara og augnabrúnablýant. Ég á eftir að kaupa mér fleiri gerðir af lit- ríkum varalit, ég á eftir að kaupa mér augnskugga og púður. Já, sem gagn- kynhneigður, miðaldra karl á ég eftir að gera margt fleira skemmtilegt. En hvað með samfélagsreglurnar? Ég hugsa til litla drengsins Eiðs og unglingsins Eiðs þegar ég reyni að leggja mitt af mörkum til að breyta þeim. ■ Karlmaður með varalit Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson starfsmaður á leikskóla Sögulega réttlætingu á ofríki Rússa gagnvart Úkraínu má rekja til hug- myndarinnar um hið mikla Rúss- land sem mótaðist í Moskvuríki á 14.-16. öld. Kenning þessi á sér nokkrar meginstoðir. Hin fyrsta kveður á um að Moskvuríki eigi til- kall til þeirra landa sem áður heyrðu undir Kænugarð og Rús. Útþenslu Moskvuríkis voru engin takmörk sett – ekki frekar en útþenslu rúss- neska heimsveldisins eða Sovétríkj- anna síðar meir. Þessi gegndarlausa útþensla var afsprengi tatarskrar eða mongólskrar stjórnsýslu sem byggði á lóðréttum valdastrúktúr: aðal khaninn var sá sem allir greiddu skatt, á hann reiddi fólk sig í skilyrðislausri undirgefni. Stjórn- sýsla Rússlands hefur í aðalatriðum verið rekin með sama hætti fram á þennan dag. Önnur meginforsenda hins mikla Rússlands grundvallast á trú. Kristnitakan átti sér stað á jöðrum Rússlands, í Kænugarði. Trúin varð í auknum mæli að valdatæki á 17. öld, samfara útþenslu Moskvuríkis til vesturs. Á þessu skeiði glötuðu úkra- ínsk svæði sínum höfuðstað og lönd í Hvíta-Rús, að megninu til grísk- kaþólsk, voru þvinguð undir vald- svið rétttrúnaðarins með höfuð- stöðvar sínar í Moskvu. Í hönd fóru aldir þar sem trúarstofnanir urðu boðberar kenningarinnar um hið mikla Rússland, hina þríeinu þjóð [þ.e. Rússland, Hvít-Rús og Úkraínu – aths. þýð.], krýningu nýrra keisara og innlimun landsvæða sem áður tilheyrðu Hvíta-Rús og Úkraínu. Þá voru flestallir klerkar og meðlimir sveitarstjórna (zemstvo) rússnesku- mælandi. Þriðja meginstoðin undir hið mikla Rússland fólst í krýningu keis- arans. Á 14.-18. öld mótaðist sú hug- mynd að rekja mætti keisaraveldið aftur til rómversks ellegar býsansks uppruna. Sú hugmynd umbreyttist í kenninguna um hina þriðju Róm sem bæri að endurreisa – frá mærum Kænugarðs til hinnar mikilfenglegu „rússnesku“ þjóðar. Eins þótt þessi hugmynd hafi tekið breytingum í aldanna rás hefur hún eigi að síður lifað af hrun Sovétríkjanna og þjón- ar enn í dag sem vegvísir að hinni útvöldu braut Rússlands – hinnar þríeinu þjóðar, sameiginlegrar sögu hennar og sameiginlegrar kirkju. Hugmyndin um þriðju Róm teng- ist með beinum hætti úkraínsku svæðunum. Kristnitakan í Kænu- garði, helgir gripir og Rús – þetta er allt saman langt í burtu frá Moskvu, eða við bakka Dnípro-fljótsins. Þrátt fyrir langvarandi tilburði rússneskra stjórnvalda til innlim- unar og brenglunar á sögulegum staðreyndum hafa úkraínsk þjóð- arbrot ítrekað lýst yfir sjálfstæði. Í sögulegum heimildum, einkum vestrænum, er „Rús“ og „Rússland“ iðulega lagt að jöfnu. Vert er að staldra við þetta atriði: Rússar eru ekki með beinum hætti skyldir íbúum Kænugarðs eða Rús. Það er þetta sem veldur forseta Rússlands áhyggjum – í þessu sögulega sam- hengi kristallast áskorunin gagn- vart Úkraínu, að hans mati. Vladímír Pútín lítur ekki á Úkra- ínu sem sjálfstætt ríki. Þetta hefur ítrekað komið fram opinberlega hjá rússneskum stjórnvöldum, og eins á leiðtogafundi NATO í Búkarest árið 2008. Rússar verja söguskoðun sína með kjafti og klóm. Samkvæmt Kreml er Úkraína sýsla sem gert hefur uppreisn gegn valdamiðjunni, og nú ríður á að lægja öldurnar. Opinber niðurlæging og valdbeiting hefur löngum verið beitt gagnvart fyrrum Sovétlýðveldum og hér- uðum rússneska keisaradæmisins. Lýðfræðilegi þátturinn og lang- varandi hnignun rússneska þjóðar- brotsins innan sjálfs Rússlands tengjast með beinum hætti: Í Kákas- us hefur orðið sprenging í fæðingar- tíðni, sem og í vestanverðri Síb- iríu. Þorp í nágrenni Moskvu týna tölunni en ekki í Úkraínu. Á ríður að viðhalda velmegun í Rússlandi með því að grípa til innlimunar. Þá rennir her og iðnaður hýru auga til svæða á borð við Lúgansk, Khar- kív, Dnípro, Saporísjía og Kænu- garðs. Í Odesu er lykilhöfn að Svarta- hafi. Rússar hafa ekki yfir stöndugri höfn að ráða á þessum slóðum: Höfnin í Novorossísk er klemmd á milli sjávar og lægri fjallshryggja Kákasuss; umferð um hafnarsvæðið er takmörkuð á haustin og veturna sakir sterkra vinda frá skógunum. Hvers vegna er Pútín jafn hel- tekinn af sögunni og raun ber vitni? Án efa er það vegna þess að þannig getur hann skýrt fyrir mér, þér og Rússum að ofríki Rússa eigi sér sögulega réttlætingu. Lýsingar Pútíns á klofinni þjóð sem beri að sameina skilgreinir Úkraínumenn sem tala rússnesku – í krafti þeirrar Rússa-væðingar sem átt hefur sér stað – sem Rússa. Þessi aðferð gerir honum kleift að viðhalda málstað hinnar þríeinu þjóðar sem tilheyri einu og sama ríkinu. Á fundi örygg- isráðsins í Rússlandi varð enn eina ferðina ljóst að rússneska elítan lítur ekki á Úkraínu sem sjálfstætt ríki. Undir því falska flaggi að Lenín hafi búið til Úkraínu leitast Pútín við að réttlæta fyrir forréttindastéttum og Rússum almennt að Úkraína sé gerviríki sem hafi engan tilverurétt. Staðan sem verið hefur uppi á teningnum frá árinu 2014 er liður í sögu sem rekja má aftur til hruns rússneska keisaraveldisins og valdatöku bolsévika. Í þeim hildar- leik naut Úkraína ekki stuðnings Vesturlanda; hún var berskjölduð gagnvart nágranna sínum í austri. Í hönd fóru tímar þar sem þjóðin stóð af sér þrjár hungursneyðir, hund- ruð þúsunda urðu landflótta, vett- vangi menntamanna var sundrað og úkraínsk tunga var enn eina ferðina bönnuð. Hið tvísýna stríð sem Rússar heyja gegn Úkraínu hófst 24. febrúar 2022. Enda þótt stríðið kunni að dragast á langinn má ljóst heita að breyting hefur orðið á úkraínsku samfélagi. Meira að segja í rússneskumæl- andi héruðum mætir árásarliðið mótstöðu og mótmælum þar sem úkraínski fáninn er reiddur á loft. Rússland hefur beðið ósigur í upp- lýsingastríðinu en ekki er útséð um hernaðarlega eða pólitíska útkomu stríðsins. Ef veldi Pútíns fellur mun það hafa dómínóáhrif á geópólit- ískar umbreytingar í fyrrum Sovét- lýðveldum. Þess vegna reynir Rúss- land með öllum tiltækum ráðum að snúa gangi stríðsins sér í hag, en hefur ekki unnið neina skjótfengna sigra. ■ Af hverju ræðst Rússland á Úkraínu? Er Kreml flækt í hjól sögunnar? Sergii Iaromenko dósent við Hag- fræðiháskóla Odesu í Úkraínu Geta sveitarfélaga til að ráðast í framkvæmdir og bæta þjónustu ræðst af stöðu bæjar- eða borgar- sjóðs. Ef sveitarfélög standa sterk, geta þau staðið fyrir kraftmiklum fjárfestingum þegar á þarf að halda. Reykjavík, sem langstærsta og langöflugasta sveitarfélag lands- ins, hefur á undanförnum árum gefið kröftuglega í hvað varðar framkvæmdir, því við höfum haft möguleikana til þess. Fjölskyldur, atvinnulífið og hagkerfið allt hefur þurft á innspýtingu og stuðningi að halda og við því var brugðist. Hægt er að sjá, af hve mikilli festu var brugðist í samantektum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Á vef Sambandsins sést að sveitarfélögin öll og fyrirtæki þeirra stefna að því að fjárfesta fyrir tæpa 92 milljarða á þessu ári, umfram það sem þau ætla að selja af eignum. Reykjavík stendur fyrir helmingi fjárfestinga Fjárfesting Reykjavíkur og fyrir- tækja hennar 2022 verður, sam- kvæmt þessu, 49% af heildarfjárfest- ingum sveitarfélaga. Á sama tíma eru öll önnur sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu með 15% hlut. Þar er stærst Kópavogur með 7% fjár- festinga og Garðabær með um 5%, aðeins minna en framlag Árborgar til heildarfjárfestinga sveitarfélaga. Þetta er ekki einsdæmi. Í fyrra voru fjárfestingar Reykja- víkur og fyrirtækja hennar um 57% af heildarfjárfestingum sveitar- félaga. Samanlagt framlag sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu til fjár- festinga, utan Reykjavíkur, var 12%. Fjármálaráðherra óskaði eftir því að sveitarfélögin myndu taka þátt í að halda uppi atvinnulífi og fjölskyldum landsins, með því að auka við fjárfestingar. Svo virðist sem Reykjavík ein hafi hlustað hér á höfuðborgarsvæðinu og nýtt stærð sína og krafta til að styðja við aðgerðir ríkisins til að ýta efna- hag Íslands upp úr efnahagslegum öldudal. Á sama tíma virðist sem ákall Bjarna hafi verið sett fram fyrir daufum eyrum bæjarstjórna hér í kring, sem öllum er stjórnað af Sjálfstæðisflokknum. Með lægsta skuldahlutfallið Þegar horft er á skuldahlutfall borgar- og bæjarsjóða á höfuð- borgarsvæðinu í fjárhagsáætlunum 2022, er augljóst af hverju það stafar. Skuldahlutfall borgarsjóðs er mun lægra en annarra og hefur því meira rými til fjárfestinga. Hæst verður hlutfallið á Seltjarnarnesi, 142%. Í Hafnarfirði verður hlutfallið 135%. Í Mosfellsbæ verður hlutfallið 124%. Í Kópavogi verður hlutfallið 122%. Í Garðabæ verður hlutfallið 120%. Reykjavík rekur svo hér lestina með lægsta skuldahlutfall borgar- og bæjarsjóða, sem verður 114%. Vegna stöðu sinnar hefur Reykja- vík haft mikið rými til að fara í skyn- samar fjárfestingar sem mun bæta þjónustu og einfalda lífið í borginni. Við höfum haft rými til að stórauka framlög til skóla og leikskóla og fara í stórátak í viðhaldsmálum skóla. Til að fjárfesta í stafrænni þjónustu sem mun umbylta allri þjónustu borg- innar og vísa veginn fyrir önnur sveitarfélög. Við höfum haft rými til að fjárfesta með íþróttafélögum í íþróttamannvirkjum, byggja nýja sundlaug í Úlfarsárdal, endurhanna borgarrými og gera umhverfið okkar allt meira aðlaðandi. Verkefni á komandi kjörtímabili Það verða fjölmörg verkefni á næstu fjórum árum sem þarf að taka föstum tökum. Við höfum verið í stórátaki í fjárfestingum. Það átak á ekki að vara langt inn í verð- bólgutíma og ef skortur verður hér á starfsfólki. Við hófum undirbúning á sölu á Malbikunarstöðinni Höfða, sem þarf að klára. Þá er vert að skoða hvort betra sé að kaupa þjónustu einkaaðila til að sinna sumum öðrum verkefnum borgarinnar. Það á að vera forgangsatriði að þjónustan sem borgin veitir sé góð og sinnt af virðingu við borgarbúa. Það á að skipta minna hver greiðir þeim starfsmönnum laun og launa- tengd gjöld. ■ Sterkt sveitarfélag fjárfestir í þágu íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík og for- maður borgarráðs 14 Skoðun 31. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.