Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 6
Við eigum að vera með eins stuttan biðtíma að viðhaldsmeðferð eins og hægt er. Svala Ragnheiðar Jóhannesdóttir Bráðaþjónustan geng- ur alltaf fyrir en það þarf að grípa til aðgerða vegna skorts á ljósmæðrum. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands Sekt upp á 130 þúsund krónur er meira en helmingur ráðstöf- unarfjár láglaunafólks. Aðalfundur KEA verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:00 Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðal- fundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Tillögur sem óskað er eftir að verði teknar fyrir á fundinum skulu berast stjórn skriflega eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá og ársreikningur verða aðgengileg á heimsíðu félagsins www.kea.is viku fyrir aðalfund. kristinnhaukur@frettabladid.is UMFERÐARMÁL Sjö þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingar vilja að umferðarsektir verði tekju­ tengdar og hafa lagt fram þings­ ályktunartillögu þess efnis. Það er að dómsmálaráðherra verði falið að skipa starfshóp til að endurskoða umferðarlög og tilheyrandi reglu­ gerðir. Í greinargerð með tillögunni segir að fyrirkomulag staðlaðra sekta þjóni ekki tilgangi sínum gagnvart hátekjufólki í sama mæli og gagn­ vart fólki með meðaltekjur eða lægri. Sekt upp á 130 þúsund krónur sé meira en helmingur af mánaðar­ legum ráðstöfunartekjum þeirra sem hafa lægstu launin en lítið brot af mánaðartekjum þeirra sem hafa milljónir á mánuði. Í Finnlandi eru umferðarsektir tekjutengdar og litið er til tekna í f leiri löndum, svo sem Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð. Sem dæmi var finnski viðskiptajöfurinn And­ ers Wiklöf sektaður um 95 þúsund evrur árið 2013 fyrir að keyra á 77 kílómetra hraða þar sem hámarks­ hraðinn var 50. Hér á Íslandi hefur í nokkur skipti verið reynt að koma á tekju­ tengingu, einkum fyrir um áratug. Meðal þeirra sem lögðust gegn hug­ myndinni var Ólafur Helgi Kjart­ ansson, þáverandi sýslumaður á Suðurlandi. Við gerð núverandi umferðarlaga taldi samgönguráð­ herra tekjutengingu auka á flækju­ stigið og geta orðið erfiða í fram­ kvæmd. ■ Umferðarsektir bíti ekki á buddu hálaunafólks helenaros@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljós­ mæðrafélags Íslands, segir félagið reiðubúið til stofnanasamninga strax og að það hefði helst þurft að gerast í fyrr. Mikill skortur er á ljósmæðrum og er staðan hræðileg að sögn Unnar sem bendir á að ekki megi bíða með aðgerðir þar til kjarasamningar renna út 2023. Willum Þór Þórsson heilbrigðis­ ráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV fyrr í vikunni að treysta yrði á góða kjarasamninga. Heilbrigðisstéttir innan BHM sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins í fyrradag þar sem kallað var eftir aðkomu ríkisins að stofn­ anasamningum strax. Nauðsynlegt væri að koma með mótvægisað­ gerðir við langvarandi mönnunar­ vanda og álagi sem hefði aukist til muna síðustu tvö ár. Unnur hræðist tilhugsunina um að ljósmæður verði ekki til taks fyrir konur í fæðingu. „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda, ég vona svo innilega, að það verði ekki staðan. Bráðaþjónustan gengur alltaf fyrir en það þarf að grípa til aðgerða vegna skorts á ljós­ mæðrum. Það eru f leiri ljósmæður þarna úti og við þurfum bara að fá þær inn í starfið og aukið starfs­ hlutfall.“ Aðspurð segir Unnur átta ljós­ mæður, í mismiklu starfshlutfalli, hafa sagt upp á sængurkvennagangi Landspítalans frá áramótum. „Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands var með neyðarfund á mánudaginn vegna þessa.“ Í dag eru 283 ljósmæður starf­ andi hér á landi, að sögn Unnar, en stórir árgangar hafi verið að fara á eftirlaun og ekki hafi tekist að ráða í þær stöður. „Þetta var orðið fyrir­ séð vandamál, að það yrði skortur á ljósmæðrum.“ ■ Formaðurinn hræðist tilhugsunina um fæðingar án aðkomu ljósmæðra Baráttufundur ljósmæðra árið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nauðsynlegt er að koma á göngudeildarúrræði fyrir fólk sem ánetjast hefur ópíóíðum að mati sérfræðings í skaða­ minnkun. Of ströng skilyrði eru fyrir viðhaldsmeðferð. benediktarnar@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Skilyrði til að komast í viðhalds­ og lyfjameð­ ferðir vegna ópíóíðafíknar eru of ströng hér á landi að mati Svölu Ragnheiðar Jóhannesardóttur, sem starfar sem sérfræðingur í skaða­ minnkun hjá Heilshugar. Hún segir of háan þröskuld settan fyrir aðgengi að lyfjum sem notuð eru til viðhaldsmeðferðar og vandamálið sé í raun tvíþætt. Til þess að komast í viðhaldsmeð­ ferð þarf fólk að leggjast fyrst inn á sjúkrahús. „Eins og staðan er núna þá er langur biðlisti inn á Vog, þann­ ig að fólk þarf að bíða mjög lengi til að fá mikilvæg lyf eins og suboxone við sínum ópíóíðavanda og komast í viðhaldsmeðferð. Einnig er ríkið bara að greiða fyrir ákveðið marga einstaklinga,“ segir Svala. En auk þess sem fólk þurfi að bíða lengi eftir að komast í innlögn séu alls ekki allir sem vilja fara þá leið. „Þetta gerir aðgengið að lyfjum eins og suboxone eða methadone mjög takmarkað vegna þess að það er alltaf ákveðinn hópur af fólki sem glímir við þungan ópíóíðavanda sem treystir sér ekki að fara í inn­ lögn, eða hefur hreinlega ekki áhuga á því að leggjast inn,“ segir hún. Aðspurð segist Svala vilja sjá viðhaldsmeðferðarstöð á Íslandi þar sem fólk geti fengið lyfja­ og viðhaldsmeðferð á göngudeild, án þess að þurfa að leggjast fyrst inn á sjúkrahús. Þarfir fólks séu ólíkar og því þurfum við ólíkar og ein­ staklingsmiðaðar meðferðir. Vilji fólk inniliggjandi meðferð eigi það að vera í boði en það á ekki að vera forsendan fyrir því að fólk fái lífs­ nauðsynlegt lyf eins og suboxone og komist í viðhaldsmeðferð. „Við eigum að vera með eins stutt­ an biðtíma að viðhaldsmeðferð eins og hægt er, af því við vitum að þetta er mjög mikilvæg meðferð fyrir fólk með þungan ópíóíðavanda og einn­ ig dregur það úr líkunum á dauðs­ föllum af völdum ofskömmtunar.“ Sigfús Már Dagbjartarson sem hefur átt við ópíóíðafíkn að stríða í nokkur ár lýsti því í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn laugardag að hann þurfi að kaupa suboxone á svörtum markaði en það sé bæði dýrt og auk þess erfiðara að nálgast það en önnur og skaðlegri efni. „Það er nóg til af oxy, fentanyl og svipuðu dópi. Þú ert enga stund að fá þessa ópíóíða, færð þá um leið,“ sagði Sig­ fús í viðtalinu. Svala tekur undir þetta með Sigfúsi og segir mjög áhættusamt fyrir fólk að þurfa að leita á svarta markaðinn eftir lyfjum. „Það er náttúrulega mjög áhættusamt fyrir fólk sem er að reyna að draga úr ópíóíða­notkun sinni eða halda sér edrú, að þurfa að leita inn á ólög­ legan vímuefnamarkað til að verða sér úti um lyf eins og suboxone.“ Aðspurð um afglæpavæðinguna sem hefur verið í deiglunni undan­ farin misseri segir Svala andstætt hugmyndinni um skaðaminnkun og mannúð að taka neysluskammta af fólki. „Það gerir stöðuna hjá ein­ staklingnum með vímuefnavanda mun verri, fólk leitar örþrifaráða og verður að redda sér lyfi til að fyrirbyggja fráhvarfseinkenni og veikindi,“ segir hún. Með því að taka neysluskammta af fólki sé verið að ýta undir veikindi fólks og styrkja ólöglega starfsemi. ■ Það sé áhættusamt að þurfa að leita á svarta markaðinn eftir ópíóíðum Svala segir ákveðinn hóp ekki treysta sér í innlögn eða ekki hafa áhuga á því að leggjast inn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 Fréttir 31. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.