Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Og þar fann ríkið veikleik- ann. Engin ástæða var til að meta hæfileika mannsins og styrk- leika. Tölva ríkisins sagði ein- faldlega nei við Þóri haustið 2020. Okkar mark- mið er að tryggja stöðu barnafjöl- skyldna og aðgengi að góðri þjónustu. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Það er í samræmi við aðra misskipt­ ingu í íslensku samfélagi að ekki er gert ráð fyrir öllum ungmennum í framhaldsnámi hér á landi. Skólakerfið er öðru fremur sniðið að þeim sem eiga auðveldast með lestur og reikning – og í ljósi þessa ríkisskilnings á gáfum er einum hópi, öðrum fremur, ætlað að njóta sín í framhaldsnámi og háskólum landsins, en öðrum ekki. Enn erum við sem samfélag talsmenn eins­ leitninnar í stað þess að veðja á fjölbreytilega fegurð breiddarinnar. Enn erum við að úti­ loka fólk frá tækifærunum í lífinu í stað þess að bjóða það velkomið í starfi og leik. Enn kjósum við að elta uppi veikleika fólks í stað þess að hampa styrkleikum þess. Myndlistarmaðurinn Þórir Gunnarsson, sem er kunnur undir listamannsheitinu Listapúkinn – og hefur meðal annars hlotið nafnbótina bæjarlistamaður Mosfellsbæjar, fær ekki inni í opinberum listaskólum á Íslandi af því að hann fellur ekki að skil­ greiningum embættismanna á námsmanni á háskólastigi. Hann er þroskahamlaður og treystir sér ekki til að skila inn ritgerðinni sem Listaháskóli Íslands krafði hann um í skiptum fyrir stúdentsprófið, af því að ritgerðarsmíð er ekki hans sterkasta hlið í lífinu. Og þar fann ríkið veikleikann. Engin ástæða var til að meta hæfileika mannsins og styrkleika. Tölva ríkisins sagði einfaldlega nei við Þóri haustið 2020. Í Fréttablaðinu í gær sagði Þórir sögu sína ásamt Önnu Rósu Þrastardóttur sem einnig býr við þroskahömlun, en hana dreymir um háskólanám í ljósi feikilegs lestraráhuga sem hún hefur fengið á seinni árum, en „ég heyri fólk tala um að ég hafi ekki tækifæri og að eftir framhaldsskóla sé ekkert meira og mér finnst það ósanngjarnt,“ segir hún í blaðinu. Lengi vel hefur fólk með þroskahömlun ekki verið öruggt með inngöngu í framhalds­ skóla landsins, en þar hefur jafnvel verið gert upp á milli tveggja vina úr grunnskóla um hvor fái inni á næsta skólastigi. Athuga­ semdirnar voru enda allar á þann veg að þessi hópur hefði ekkert að gera í framhaldsskóla. En starfsbrautirnar voru þó að lokum festar í sessi eftir baráttu við seinfær skriffinnsku­ öflin hjá hinu opinbera. Nú eru sömu brösur við kerfið – og tónninn er þessi; hvað þarf þetta lið eiginlega upp á pall í háskóla? Það þarf að kveða fordóma fólks niður með öllum ráðum. Ekki síst fordóma ríkisins. n Fordómar Ný­framkomin fjármálaáætlun styður við þá velsæld sem byggst hefur upp hér á síðustu árum þrátt fyrir heimsfaraldurinn og þær efnahagslegu ráðstafanir sem þurft hefur að ráðast í. Það er þó óhjákvæmilegt að umræðan hverfist um óvissuþætti. Bent hefur verið á skort á fjármagni til húsnæðismála, þrátt fyrir að 500 milljónum verði ráðstafað í þágu húsnæðisbóta til handa þeim sem verst standa á húsnæðismarkaði. Þá er vert að halda því til haga að ekki gengu öll framlög ríkisins til uppbyggingar til byggingar félagslegs hús­ næðis út meðal annars vegna lóðaskorts, þrátt fyrir það voru það 7.000 fjölskyldur sem eignuðust sitt fyrsta heimili á liðnu ári og 22.000 á kjörtímabilinu. Eðlilega er rætt um þá óvissu sem er uppi vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. En það er eins með stríðið og heimsfaraldurinn, ástandið er óhjákvæmilegt og við verðum einfaldlega að sníða okkur stakk eftir vexti. Í heimsfaraldrinum einsettum við okkur að milda efnahagsleg áhrif kreppunnar og minnka samdrátt í hagkerfinu og það höfum við gert. Það hefur ekki orðið nein stefnubreyting þar og því ekkert tilefni til að ætla að svo verði ekki áfram. Okkar markmið er að tryggja stöðu barnafjöl­ skyldna og aðgengi að góðri þjónustu. Í áætluninni er gert ráð fyrir eins milljarðs króna tímabundnu framlagi á ári í þrjú ár sem veitt verður til félagslegra úrræða í kjölfar faraldursins. Við höldum áfram að styrkja geðheilbrigðisþjónustu, ekki síst til að vinna gegn félagslegum og heilsufarslegum langtímaafleið­ ingum Covid­19. Á áætlunartímabilinu er sömuleiðis gert ráð fyrir auknum framlögum til endurskoðunar á örorkuhluta almannatrygginga þar sem áhersla verður lögð á starfsendurhæfingu og ýmis vinnu­ markaðsúrræði. Að lokum er það hið ærna verkefni sem fram undan er, að semja við launafólk um kaup og kjör. Það verður á næstu mánuðum okkar helsta við­ fang. Við munum nálgast það verkefni eins og önnur undanfarin ár í góðu samtali við þá aðila. n Fjármálaáætlun á óvissutímum Bjarkey Olsen þingmaður Vinstri grænna ser@frettabladid.is Faðmlagið Faðmlagið er komið aftur, en oft og tíðum með svo vandræða­ legum hætti að ógaman er að horfa á aðfarir fólks. Það er eins og mannskapurinn sé kominn úr æfingu, finni sig ekki lengur í faðmlaginu, áþekkt því að ósjálf­ ráða hreyfingin frá því á árum áður þegar faðmurinn opnaðist og hrammarnir ófu sig um axlir náungans sé öll úr lagi gengin. Og svo er hitt, sem er jafnvel enn þá vandræðalegra, en það er þegar annar faðmarinn faðmar hinn og finnur að sá síðarnefndi hefði fremur viljað afþakka faðmlagið, ekki bara af æfinga­ leysi heldur líka af uppsafnaðri smitsjúkdómaklígju. Húið En svo er hitt að tapast, en það er húið, þetta séríslenska víkinga­ klapp sem verið hefur á mörkum sérviskufullrar sveitaróman­ tíkur og þjóstugrar þjóðernis­ rembu. Gengi íslenska karla­ landsliðsins hefur fallið eins og rússneska rúblan á undan­ förnum misserum og tap þess gegn C­landsliði Spánverja í gær er nokkurn veginn í samræmi við væntingarnar sem gerðar eru til liðsins þessa dagana, en það fær núna aldrei færri en tvö mörk á sig í leik á góðum degi. Fyrir vikið er húið okkar orðið lasið og lúið, næstum vandræða­ lega veikt. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 31. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.