Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 34
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Kristjánsdóttir sem lést á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut, þriðjudaginn 15. mars, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 1. apríl klukkan 15. Starfsfólki Grundar er þakkað fyrir umhyggju og hlýhug. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Ástusjóð (astusjodur.is). Sigríður Einarsdóttir Þorgeir Kristjánsson Stefán Einarsson Inga Þórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðurbróðir okkar og vinur, Otti Pétursson Orrahólum 5, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 24. mars á Hrafnistu Laugarási. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. apríl klukkan 11.00. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Miklatorgi fyrir frábæra umönnun og aðhlynningu. Guðrún Guðbjartsdóttir Guðjón Þ. Sigfússon Kristinn H. Guðbjartsson Laufey Ó. Hilmarsdóttir Álfheiður J. Guðbjartsdóttir Olaf Sveinsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigríður Jóhanna Valdimarsdóttir Austurvegi 5, Grindavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, mánudaginn 28. mars. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Brynjólfur Einarsson Valdimar Einarsson Fanný Þóra Erlingsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi, bróðir og mágur, Ásmundur Karlsson Brekkubyggð 40, lést á blóðlækningadeild Landspítalans mánudaginn 21. mars. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks blóðlækningadeildar 11G og göngudeildar 11B/C fyrir einstaklega hlýja og góða umönnun. Útförinni verður streymt. Hlekkur á streymi: www.netkynning.is/asmundur-karlsson Guðbjörg Alfreðsdóttir Axel Ásmundsson Máni Snær Axelsson Brynja M. Dan Gunnarsdóttir Guðríður Karlsdóttir Guðni R. Eyjólfsson Hólmfríður K. Karlsdóttir Friðrik Sigurgeirsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Lárusson húsasmíðameistari, Smárahvammi 11, Hafnarfirði, lést á Borgarspítala sunnudaginn 20. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 31. mars klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Einstök börn. Unnur Einarsdóttir Jón Ragnar Guðmundss. Hulda Ólafsdóttir Elín Guðmundsdóttir Kristinn Frímann Kristinsson Lárus Jón Guðmundsson Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsd. Hólmfríður Guðmundsd. Einar Bjarki Guðmundss. Amanda Jean Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Kær frændi okkar, Osvald H. Kratsch hárgreiðslumeistari, Hönefoss, Noregi, áður í Stigahlíð 20, Reykjavík, sem lést þann 23. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu, mánudaginn 4. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð skáta, kt. 4401692879, reikningsnr. 528-14-403279. Systkinabörn hins látna. 1889 Eiffelturninn vígður. 1905 Gull finnst við jarðborun við Öskjuhlíð í Reykjavík en magnið er of lítið til að vera vinnanlegt. 1917 Bandaríkin kaupa Dönsku Vest- ur-Indíur af Dönum og borga 25 milljónir dollara fyrir. Síðan hafa eyjarnar heitið Bandarísku Jóm- frúaeyjar. 1943 Bandaríski leikarinn Christopher Walken fæðist. 1955 Togarinn Jón Baldvinsson strandar við Reykjanes. Allri áhöfninni er bjargað, 42 mönnum. 1959 Tenzin Gyatso, fjórtándi Dalaí Lama, fær pólitískt hæli á Ind- landi. 1967 Á Raufarhöfn mælist 205 cm snjódýpt sem þykir með fádæmum í þéttbýli á Íslandi. 1989 Línuhraðall, tæki til geislameðferðar vegna krabba- meina, er tekinn í notkun á Landspítala Íslands. Merkisatburðir Handskrifuð sjálfsævisaga Páls Skúlasonar frá Bræðratungu dúkkaði óvænt upp eftir lát hans. arnartomas@frettabladid.is Bókaútgáfan Sæmundur undirbýr um þessar mundir útgáfu á sjálfsævisögu Páls Skúlasonar frá Bræðratungu. Hand- skrifuð ævisagan fannst óvænt eftir lát Páls en í henni segir hann frá uppvexti, námsárum og störfum á hinum ýmsu sviðum. Páll Skúlason fæddist árið 1940 og var uppalinn í Bræðratungu þar sem foreldrar hans voru bændur. Hann nam síðar lögfræði í Reykjavík sem varð hans iðja ásamt ýmsum menningarstörfum. Tímaritin Bókaormurinn og Skjöldur voru gefin út sem persónuleg málgögn Páls sem var stundum kallaður Júnker- inn af Bræðratungu. „Hann var oft í gamni kallaður þetta því að um sumt voru lifnaðarhættir hans kannski ekki ósvipaðir lífi skáld- sögupersónu eftir Halldór Laxness sem er kallaður þessu nafni,“ segir Bjarni Harðarson, eigandi Bókaútgáfunnar Sæmundar, sem var persónulegur vinur Páls. „Við vissum ekki að hann hefði skrifað ævisögu sína fyrr en bróðurson- ur hans rakst óvænt á snyrtilega og vel frá gengna möppu með ævisögu Páls.“ Bjarni segir ævisöguna vera skemmti- lega gamaldags þar sem hann segir blátt áfram og hreinskilnislega frá samferða- mönnum og lífi sínu. „Hann talar yfir- leitt vel um fólk þótt það sé stundum blæbrigðamunur þar á. Það er ekki mikil bersögli í máli um átök við aðra menn.“ Dyggur hirðmaður Bakkusar Eitt af því sem vakti athygli Bjarna í ævi- sögunni var hispursleysi Páls gagnvart vínhneigð sinni. „Hann var alla tíð heill í því að vera hirðmaður Bakkusar konungs, og í ævi- sögunni örlar hvergi á eftirsjá eða harmi yfir því hlutskipti,“ segir Bjarni. „Lang- flestir í þeirri hirð eiga það sammerkt að á einhverjum tímapunkti formæla þeir Bakkusi. Þessa varð maður aldrei var í lífi Páls, og í ævisögunni sést alveg að hann var heill og lítur ekki svo á að þetta hafi getað eða átt að fara á annan veg. Þetta er athyglisvert sjónarhorn sem mér finnst að megi heyrast, þótt ég taki kannski ekki skilyrðislaust undir það.“ Páll var fagurkeri á íslenskt mál og segir Bjarni að textinn sé skemmtilega skrifaður. „Hann var afskaplega vel lesinn og til- heyrði öllum helstu kreðsum síns tíma, sem fylgir jafnan lífi eins og hans. Hann átti alls staðar heima, eða kannski mætti segja alls staðar og hvergi.“ Þeir sem vilja tryggja sér eintak af bók Páls geta skráð sig í bókakaffisbúðum Sæmundar í Reykjavík og á Selfossi eða á Facebook-síðu útgáfunnar. n Júnkerinn frá Bræðratungu Páll var fagurkeri í máli og gaf út ritin Bókaormurinn og Skjöldur. MYND/AÐSEND Bjarni Harðarson, eigandi Bókaútgáf- unnar Sæmundar. Hann átti alls staðar heima, eða kannski mætti segja alls staðar og hvergi. Bjarni TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 31. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.