Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 22
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Það er allt að lifna við þessa dagana í sýningarhaldi hjá Gallerí Fold eftir róleg tvö ár. Maddý Hauth sýningarstjóri og Jóhann Ágúst Hansen framkvæmda- stjóri gallerísins segja spennandi sýningar handan við hornið. „Núna 9. apríl opnar Þorri Hringsson sýningu, en síðasta sýningin hans hjá okkur var fyrir þremur árum. Þorri er vinsæll listamaður en hann málar raun- sæis-landslagsmálverk,“ segir Maddý. „Hann er búinn að vera að undir- búa þessa sýningu í tvö ár svo það verður spennandi að sjá hana loksins,“ skýtur Jóhann inn í. „Síðan í maí verður stór sýning á verkum Errós. Sú sýning er í samstarfi við franskt gallerí í Strassborg en þaðan berast meðal annars olíuverk og djúpþrykkt verk eftir Erró,“ segir Maddý. Sýningin er sölusýning og Jóhann segir það svolítinn viðburð að fá svo mörg olíuverk til sölu hér á landi. „Á sýningunni verða einnig djúpþrykk og önnur þrykk eftir Erró til sölu, í öllum stærðum og gerðum,“ segir hann. „Erró verður 90 ára á árinu. Þetta er ekki beint afmælissýning en hún verður haldin í kjölfarið á stórri afmælissýningu á Listasafni Reykjavíkur.“ Íslendingar vilja kaupa list Jóhann segir að Íslendingar séu áhugasamir um að kaupa list og sala hafi ekki dregist saman í Covid. „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur að selja myndlist síðustu ár. Salan jókst ef eitthvað er. Íslendingar eru almennt áhugasamir um myndlist og við eigum mjög fjölhæfa og frábæra listamenn,“ segir hann. „Við bjóðum fjöl- breytt úrval af listaverk- um, aðallega eftir innlenda listamenn en þó eru alltaf ein- hverjir erlendir sem selja og sýna hjá okkur líka. Það er alltaf hægt að skoða töluverðan fjölda verka hjá okkur þótt það sé ekki sérstök sýning á þeim og svo er líka hægt að skoða flest verkin á vefnum okkar og kynna sér þá listamenn sem við erum í samstarfi við.“ Maddý bætir við að auk upp- runalegra verka sé til breitt úrval prentverka í upplagi hjá Gallerí Fold. „Upplagsverk hafa verið að seljast vel, mér finnst eins og það hafi orðið vakning hjá fólki um að kaupa prentuð verk í upplagi og fjölfeldi af ýmsu tagi. Fólk sækir í þessi verk núna.“ 30 ára afmæli Gallerí Fold verður 30 ára í ágúst en á árinu verða haldnir ýmsir við- burðir í tengslum við það sem ná hápunkti á Menningarnótt. „Menningarnótt hefur yfirleitt verið stór hjá okkur og þá verða ýmsir viðburðir sem verða kynntir betur þegar nær dregur. Þó er ljóst að við verðum með viðburði eins og öruppboð, það verður hægt að fylgjast með listamönnum vinna, þá verða tónlistaratriði og margt fleira. Listamaðurinn Odee mun meðal annars gera sérstakt listaverk í tilefni afmælisins sem verður afhjúpað á Menningarnótt. Þetta er alltaf mjög skemmtilegur dagur hjá okkur,“ segir Maddý. „Afmælissýningin okkar verður sýning á verkum Möggu Rutar Eddudóttur en hún verður opnuð í byrjun ágúst. Magga Rut er afar áhugaverður listamaður en þetta Maddý er spennt fyrir þeim fjölbreyttu sýningum sem eru fram undan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í Gallerí Fold er mikið úrval listaverka til sölu. Þetta olíumálverk eftir Þorstein Helgason er án titils. er önnur sýningin sem hún heldur í Gallerí Fold,“ segir hún. „Magga teiknar og notar flos í verkunum, þetta eru bæði textíl- verk og skúlptúrar. Verkin hennar eru mjúk, hún notar mjúka liti og útkoman er mjög femínísk. Þetta eru hlý verk, maður verður eigin- lega pínu loðin af þeim,“ bætir hún við hlæjandi. „Magga er rosalega skemmti- legur listamaður sem fólk ætti að kynna sér.“ Þátttaka í listamessum í útlöndum Gallerí Fold er í samstarfi við um það bil 30 íslenska listamenn sem selja verk sín í galleríinu árið um kring og halda sýningar þar. Jóhann segir að reglulega taki gall- eríið þátt í kaupstefnum erlendis þar sem verk íslenskra listamanna eru boðin til sölu. „Núna erum við að vinna að því að taka þátt í sýningum á Eng- landi, í Vínarborg og í Danmörku. Þetta eru stórar listamessur og við erum að fara með verk nokkurra af okkar listamönnum út. Það er hluti af okkar samstarfi við lista- mennina að fara á listamessur með verk þeirra sem við vinnum hvað nánast með,“ segir Jóhann, „þótt það hafi legið niðri síðustu tvö ár út af Covid,“ segir hann og hlær. „En nú er allt að lifna við. Þetta verður spennandi sýningarár fram undan. Út þetta ár og byrjun þess næsta. En við endum alltaf árið á stórri jólasýningu og veljum þá einn listamann til að vera með sýningu. Það verður Unnur Ýr Helgadóttir sem lokar sýningum ársins hjá okkur.“ ■ Tank, verk eftir Erró. Opal eftir lista- manninn Odee. Verk eftir Þorra Hringsson en sýning á verkum hans opnar 9. apríl eftir að hafa verið í undirbúiningi í tvö ár. 2 kynningarblað 31. mars 2022 FIMMTUDAGURMYNDLIST Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.