Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 38
Flateyjardalur gengur inn Flateyjarskaga sem afmark- ast af Eyjafirði og Skjálfandaflóa, en þar liggur hann vestan Víknafjalla og Kinnafjalla sem daglega gleðja Húsvíkinga. Dalurinn, sem sunnar kallast Flateyjar- dalsheiði og nær 220 metra hæð, er 33 kílómetra langur og eftir honum liggur jeppavegur úr Fnjóskadal. Vegna snjóa er hann aðeins fær á sumrin og snemma á haust- in, enda Flateyjardalur steinsnar frá heimskautsbaug og því vetrarríki mikið. Lífsbarátta fólks sem þarna bjó á fimm býlum var því afar erfið, en 1953 lögðust Brett- ingsstaðir síðastir í eyði. Sumrin í Flateyjardal geta þó verið hlý og þurr og nyrst er ágætt undirlendi með gróskumiklum gróðri og frábæru berjalandi. Fjall- garðar beggja vegna dalsins magna síðan upp tignar- legt landslagið, líkt og veiðiáin Dalsá sem rennur eftir botni hans. Í Flateyjardal fæddist Finnbogi rammi sem sam- nefnd Íslendingasaga er kennd við. Nýfæddur var hann borinn út en hjón á nálægum bæ fundu hann reifaðan í urð og fóstruðu til fullorðinsára. Í fyrstu var hann kallaður Urðarköttur en var síðan gefið nafnið Finnbogi eftir að hafa bjargað samnefndum manni úr sjávarháska. Finnbogi rammi var, eins og nafnið gefur til kynna, mikill vígamaður og drap fjölmarga menn á ævi sinni. Þannig á hann einsamall að hafa vegið 12 af 15 óvinum sem sátu fyrir honum á kambi í dalnum sem kallast Finnbogakambur en þrír náðu að f lýja. Í Flateyjardal bjóðast fjölmargar spennandi göngu- leiðir sem henta jafnt ungum sem öldnum. Gaman er að rölta á milli gamalla eyðibýla en til að komast að Knarrareyri, þar sem Finnbogi rammi fæddist, þarf að aka austur yfir vatnsmikla Dalsána. Þar eru fallegar rústir og strandlengja Eyrarvíkur er mikið fyrir augað, eins og reyndar aðrar strandir Flateyjardals vestan ósa Dalsár. Með því að ganga á Víkurhöfða eða fjöll í nágrenninu sést vel til Flateyjar á Skjálfandaflóa sem dalurinn dregur nafn sitt af. Á góðum degi grillir einn- ig í Grímsey. Mun erfiðari gönguleið liggur um lausar skriður og torfæra stíga yfir í Hvalvatnsfjörð, ganga sem ekki er fyrir lofthrædda og tekur daginn. Einnig má á tveimur dögum ganga Flateyjardalsheiði suður í Fnjóskadal, og er tilvalið að gista á miðri leið í vistlegu sæluhúsi, Heiðarhúsi. Þaðan getur sprækt göngufólk tekið aukadag og vaðið Dalsá til austurs, haldið yfir Kinnafjöll og ofan í stórbrotnar Náttfaravíkur. n Í Flateyjardal Finnboga ramma Horft til austurs yfir Flateyjardal. Handan hans er fjallið Hágöng ytri. MYNDIR/ÓMB Miðnætursólin er óvíða fallegri en í Flateyjardal með útsýni til Flateyjar og jafnvel Grímseyjar. Í vestanverðum Flateyjardal eru víða stórbrotin björg og ofan þeirra skemmti- legar göngu- leiðir. FÓKUS Á HJARTA LANDSINS 31. mars 2022 FIMMTUDAGUR Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Tómas Guðbjartsson hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.