Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 16
7. sæti Skagamenn mæta til leiks með nýjan þjálfara en í upphafi árs ákvað Jóhannes Karl Guðjónsson að hætta og gerast aðstoðarþjálf- ari landsliðsins. Jón Þór Hauksson var kallaður til en hann gerði vel með Vestra í Lengjudeildinni á síðasta ári, Jón Þór þekkir hverja þúfu á Akranesi og kemur með ferskan andvara inn í starfið. Liðið hefur styrkt sig með þremur leikmönnum frá Val og þá kemur Aron Bjarki Jósepsson með mikla reynslu inn í varnarlínuna. ▲ Komnir/farnir ▼ ▲ Aron Bjarki Jósepsson ▲ Christian Köhler ▲ Johannes Vall ▲ Kaj Leo í Bartalsstovu ▲ Oliver Stefánsson Á láni frá Svíþjóð ▼ Ísak Snær Þorvaldsson ▼ Óttar Bjarni Guðmundsson ▼ Sindri Snær Magnússon ▼ Aron Kristófer Lárusson ▼ Elias Tamburini ▼ Hákon Ingi Jónsson ▼ Ólafur Valur Valdimarsson ▼ Dino Hodzic Lykilmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu 8. sæti Sigurður Heiðar Höskuldsson virðist ætla að halda áfram að vinna gott starf í Efra-Breiðholti. Eftir að Sævar Atli Magnússon fór á síðasta tímabili var sóknarleikur liðsins lamaður. Þrír erlendir leik- menn eiga að fylla í það skarð og Daníel Finns hefur bætt leik sinn mikið. Stærsta spurningarmerkið er í markinu en Guy Smit fór í Val og öll pressan er á hinum unga Viktori Frey Sigurðssyni, hann á aðeins tvo leiki að baki í tveimur efstu deildunum. ▲ Komnir/farnir ▼ ▲ Óttar Bjarni Guðmundsson ▲ Sindri Björnsson ▲ Maciej Makuszewski ▲ Mikkel Dahl ▲ Mikkel Jakobsen ▲ Róbert Hauksson ▲ Birgir Baldvinsson Lán frá KA ▼ Guy Smit ▼ Manga Escobar ▼ Octavio Paez ▼ Ernir Bjarnason ▼ Máni Austmann Hilmarsson ▼ Sólon Breki Leifsson Lykilmaðurinn Daníel Finns Matthíasson 9. sæti Arnar Grétarsson fer inn í sitt annað heila tímabil sem þjálfari KA með mikið af spurningarmerkjum. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn á undirbúningstímabil- inu. Liðið hefur aðeins bætt við sig Bryan Van Den Bogaert frá Belgíu en hann er nú meiddur. Hallgrímur Mar Steingrímsson sem er besti leikmaður liðsins hefur glímt við meiðsli og Haukur Heiðar Hauks- son er hættur vegna meiðsla. Allt þarf að smella saman svo KA nái að koma sér í efri hlutann. ▲ Komnir/farnir ▼ ▲ Bryan Van Den Bogaert ▼ Haukur Heiðar Hauksson ▼ Mark Gundelach ▼ Mikkel Qvist Lykilmaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson 10. sæti Hermann Hreiðarsson er mættur heim til Vestmannaeyja og fær það verkefni að halda liðinu uppi í efstu deild. ÍBV hefur mikla reynslu í sínum herbúðum en hópurinn er þunnskipaður og má illa við skakkaföllum. Lið sem hefur Eið Aron Sigurbjörnsson, Guðjón Pétur Lýðsson og Andra Rúnar Bjarnason á hins vegar ekki að falla úr deild- inni. Takist Hermanni að skapa stemmingu og samstöðu innan sem utan hópsins geta Eyjamenn látið sig dreyma um að enda ofar. ▲ Komnir/farnir ▼ ▲ Alex Freyr Hilmarsson ▲ Andri Rúnar Bjarnason ▲ Guðjón Orri Sigurjónsson ▲ Halldór Jón Sigurður Þórðarson ▼ Gonzalo Zamorano ▼ Breki Ómarsson ▼ Seku Conneh Lykilmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson 11. sæti Valdabarátta utan vallar eftir síðasta tímabil endaði með því að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrir liðinu einn í sumar. Patrik Jo- hannesen framherji frá Færeyjum hefur raðað inn mörkum í vetur, ef hann og Joey Gibbs tengja saman verður sóknarlína Keflavíkur erfið við að eiga. Eru með stærri hóp en á síðustu leiktíð og stefna á allt annað en fall úr Bestu deildinni. Sindri Kristinn Ólafsson var frábær í markinu á síðustu leiktíð og þarf að halda uppteknum hætti. ▲ Komnir/farnir ▼ ▲ Sindri Snær Magnússon ▲ Dani Hatakka ▲ Ásgeir Páll Magnússon ▲ Ernir Bjarnason ▲ Patrik Johannesen ▲ Rúnar Gissurarson ▼ Christian Volesky ▼ Davíð Snær Jóhannsson ▼ Ástbjörn Þórðarson ▼ Oliver Kelaart Lykilmaðurinn Sindri Kristinn Ólafsson 12. sæti Bættu við sig danska framherj- anum Jannik Pohl í vikunni en ólík- legt er að sá maður geti framreitt kraftaverk. Framarar eru mættir aftur í deild þeirra bestu en frammistaðan í vetur innan sem utan vallar hafa valdið vonbrigð- um. Hafa misst tvo lykilmenn frá síðasta ári og óvíst er hversu öflug styrkingin hefur verið. Jón Sveins- son þjálfari Fram þarf að matreiða kjúklingasalat úr kjúklingaskít ef honum á að takast að halda Fram í Bestu deildinni. ▲ Komnir/farnir ▼ ▲ Jannik Pohl ▲ Jesús Yendis ▲ Tiago Fernandes ▼ Danny Guthrie ▼ Haraldur Einar Ásgrímsson ▼ Kyle McLagan Lykilmaðurinn Albert Hafsteinsson Guðjón útskrifaðist af húsa- smíða- braut frá Iðnskól- anum í Reykjavík. n Þeir sem munu skemmta áhorfendum Aðeins 18 dagar í Bestu deildina n Spá Fréttablaðsins 1. sæti ? 2. sæti ? 3. sæti ? 4. sæti ? 5. sæti ? 6. sæti ? 7. sæti ÍA 8. sæti Leiknir R 9. sæti KA 10. sæti ÍBV 11. sæti Keflavík 12. sæti Fram Besta deild karla fer af stað eftir 18 daga. Mikil spenna er fyrir deildinni í ár sem leikin er með nýju fyrirkomulagi, eftir tvær umferðir verður deildinni skipt í tvennt og þar leika liðin fimm leiki. Sex bestu lið deildarinnar mætast þá einu sinni og sex slak- ari liðin mætast einu sinni. Frétta- blaðið hefur stokkað spilin fyrir neðri hlutann og spáir í spilin. Spáin heldur svo áfram í næstu viku þar sem farið verður ítarlega í bestu lið deildarinnar. n Spá Fréttablaðsins fyrir Bestu deildina Besta deildin verður með breyttu sniði í ár en búast má við að spennan á toppi og botni verði gríðarleg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í liðunum sem Fréttablaðið spáir að endi í neðri hlutanum má þó finna marga spennandi leikmenn. Hjá Leikni er Daníel Finns sem hefur þó aldrei sannað sig í efstu deild. Jón Þór, þjálfari ÍA, kann að trekkja framherja í gang og fá þá til að skora mörk. Það eru því meiri líkur en minni að Viktor Jónsson verði í stuði og skori meira en fimm mörk. Hann er líka frábær tónlistarmaður – kannski verður þetta sumarið hans. Þeir eru samt spurningarmerki. Sá sem mun krydda tímabilið með sendingum og fallegum mörkum er Guðjón Pétur Lýðs- son, leikmaður ÍBV. Hann mun lita sumarið fallegum litum. Það má setja (staðfest) fyrir aftan þá setningu. Guðjón er búinn að vera frábær síðan hann kom í ÍBV, byrj- aður að byggja á eyjunni og taka til hendinni. Þannig líður honum best. Hann mun taka þá vellíðan inn í sumarið. n Guðjón Pétur Lýðsson stjarnan 16 Íþróttir 31. mars 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 31. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.