Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 40
Leikritið er mjög fyndið en líka djúpt, krefjandi og drama- tískt. 24 Menning 31. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Nýtt íslenskt leikrit, Sjö ævin­ týri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 1. apríl. Leikstjóri er Stefán Jónsson og Ilmur Kristjáns­ dóttir fer með aðalhlutverkið, leikur Öglu sem leitar ráða hjá geðlækni. kolbrunb@frettabladid.is Agla ryðst inn á stofu geðlæknis og krefst þess að hann skrifi upp á lyf sem nái að svæfa hana strax. Geð­ læknirinn vill ekki verða við þessari ósk Öglu en segir henni hins vegar frá kenningu sinni um að sjö ævin­ týri um skömm liggi að baki allri geðveiki. Agla neyðist til að rekja sig í gegnum þessi ævintýri sem stjórna lífi hennar ef hún vill eiga einhvern möguleika á bata. „Agla kom mjög auðveldlega til mín, strax á fyrsta samlestri,“ segir Ilmur. Hún er lögga, töffari sem er með brynju og sýnir af sér stæla en er brotin undir niðri. Áhorfandinn kynnst báðum þessum hliðum á henni. Mér finnst gaman að leika konur eins og hana, sem eru marg­ laga.“ Gert grín að alvörunni Spurð hvort leikrit Tyrfings sé dramatísk eða fyndið eða kannski bæði segir hún: „Leikritið er mjög fyndið en líka djúpt, krefjandi og dramatískt. Tyrfingur opinberar í verkinu að fólk getur orðið mjög hlægilegt í allri sinni miklu drama­ tík en líka eðlilegt. Stefán Jónsson leikstjóri er líka mjög góður í að draga fram akkúrat þessi sam­ mannlegu kómísku element og gera hressilegt grín að alvörunni.“ Sjö ævintýri um skömm er sjö­ unda verk Tyrfings sem er sviðsett í íslensku leikhúsi og það fyrsta sem hann skrifar fyrir Þjóðleikhúsið. „Mér finnst skemmtilegast að leika í nýjum íslenskum leikritum og tengi langsterkast við þau,“ segir Ilmur. „Persónurnar eru nær manni en persónur sem eru skrifaðar í útlöndum fyrir áratugum eða jafn­ vel einhverjum öldum. Auðvitað er eitthvað sammannlegt í f lestöllum leikverkum sem maður getur gert að sínu en það er auðveldara ef verkið talar beint inn í samtímann.“ Aldrei eins Ilmur segir að samvinna hópsins á æfingatímanum hafi verið frábær. Auk hennar leika í verkinu Hilmir Snær Guðnason, Ólafía Hrönn Jóns­ dóttir, Eggert Þorleifsson, Kristbjörg Kjeld, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir og Vincent Kári van der Valk. „Þetta er sterkur hópur, það er búið að vera gaman og verður örugglega áfram,“ segir Ilmur. Spurð hvernig tilfinning það sé að frumsýna í vikunni segir hún: „Ég er nýbúin að kynnast íþrótta­ hliðinni á mér, tók í fyrsta skipti þátt í nokkrum íþróttakeppnum í fyrra og fattaði að frumsýningar­ vika er eins og vikan fyrir keppni. Ég er bara með einn fókus sem er að klára frumsýninguna og hámarka hæfni mína fram að því. Þetta er síðasta vikan sem maður fær til að prófa eitthvað nýtt og ganga eins langt og maður getur, en svo mun sýningin halda áfram að þróast án þess að breytast. Það er leikhúsið – aldrei eins.“ n Leikrit um marglaga konu Ilmur leikur lögreglukonuna Öglu sem ryðst inn á stofu geðlæknis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kolbrunb@frettabladid.is Laugardaginn 2. apríl klukkan 16 verður opnuð sýning Eyglóar Harðardóttur, Hleðsla – Draumur I í Gallerí Undirgöngum við Hverfis­ götu 76 í Reykjavík. Sýningin samanstendur af röð málverka sem mynda eina innsetn­ ingu sem unnin er sérstaklega fyrir sýningarrýmið. Litir verksins sem birtast í þremur sextettum voru valdir á grundvelli sambands þeirra hvers við annan og út frá staðsetningu verksins og umhverfi þess. Litirnir kallast á í uppstillingunni og brjóta upp eins­ leitni umhverfisins. Verkin búa yfir krafti og ákefð og lýsa upp af innri bjarma þetta almenningsrými götunnar. Í inn­ setningunni í undirgöngunum, í stanslausum klið bæði bíla og gang­ andi vegfarenda, gefa verkin vegfar­ endum möguleika á að sjá rýmið í nýju ljósi og vekja á táknrænan hátt meiri athygli á því sem fyrir augu ber hinum megin við bílrúðuna. Eygló Harðardóttir er fædd í Reykjavík. Hún hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin 2019 fyrir einkasýninguna Annað rými, sem haldin var í Nýlistasafninu 2018. Hún  hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk hennar eru í eigu opinberra safna. n Hleðsla Eyglóar í Undirgöngum Eygló Harðardóttir sýnir málverk við Hverfisgötu. MYND/AÐSEND ALLT ÞETTA EXTRA Í PÁSKAEGGINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.