Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 42
Einleiksverkið Síldarstúlkur, um konur á síldarárunum, er frumsýnt á sunnudaginn í Síldarminjasafninu á Siglu- firði. Þrjár konur standa að verkinu sem unnið er í sam- starfi við safnið. ninarichter@frettabladid.is „Þetta er frumraun mín á sviði á Íslandi,“ segir Halldóra Guðjóns- dóttir leikkona. „Ég lærði leiklist í Los Angeles og útskrifaðist árið 2013 og hef aðallega verið í veit- inga- og hótelgeiranum síðan,“ segir hún. Halldóra rekur tvo veitinga- staði á Siglufirði og annar þeirra er Rauðka. Fræddist um síld eftir flutninga „Ég f lutti á Siglufjörð fyrir fimm árum síðan. Mér fannst mjög merki- legt þegar ég kom fyrst í bæinn hvað sagan hér er rík. Það er Síldarminja- safnið og ummerki um þessa miklu menningu sem var í bænum, og fór að fræðast um síldarárin,“ segir hún. Halldóra kveðst hafa fengið hug- myndina að verkinu út frá efri hæð veitingastaðarins Rauðku. „Þar er fullkomið leikhús, sem er svona söguloft,“ segir hún. „Þannig byrjaði þessi hugmynd að myndast sem til- raunaverkefni, eitt skref í einu og ég hugsaði: Hvað gerist ef ég gefst ekki upp?“ Hún segir Hlín Agnarsdóttur leik- skáld hafa tengt þær Andreu saman. „Þá vissi ég ekki að Andrea væri ættuð frá Siglufirði,“ segir Halldóra og gefur Andreu Elínu Vilhjálms- dóttur, dramatúrg og leikstjóra verksins, orðið. Alin upp við sögur úr síldinni „Upp frá því ákváðum við Hall- dóra að sækja um listamannalaun. Við fengum út úr Covid-aukaút- hlutuninni til að skrifa handrit sem var einleikur. Þá fórum við í rann- sóknarvinnu í samstarfi við Síldar- minjasafnið,“ segir hún. „Mamma mín er fædd og uppalin á Siglufirði og var tólf ára gömul í Síldinni. Ég er þannig alin upp við kvöldsögur frá mömmu úr síldinni.“ Andrea Elín minnist sögu sem hún heyrði af ömmu sinni frá síld- arárunum. „Þegar það var ræst út einn daginn, þá var kallað ræs. Hún kallar til baka út um gluggann: Ég kemst ekki, ég var að fæða,“ segir hún. „En örfáum dögum síðar var amma mætt á síldarplanið að salta með ungbarn framan á sér. Þetta var svo mikið gullæði, fólk mætti bara og hélt áfram að vinna. Þetta er í mínu blóði og ég er alin upp við þessar sögur.“ Söfnuðu sér fyrir þvottavél Síldarminjasafnið tók viðtöl við ömmu Andreu á sínum tíma, sem varðveitt eru á safninu. „Verkið er innblásið af sögum þessara ólíku kvenna. Þrjár persónur urðu til í þessu handriti sem tekst á við hvernig lífið gat verið fyrir konur af mismunandi stéttum og fyrir hverju konur voru að safna,“ segir Andrea. „Þegar síldin kom sköpuðust f leiri tækifæri fyrir konur til að afla sér tekna.“ Hún segir sumar konur þannig hafa safnað sér til að ganga mennta- veginn eða til að djamma alla daga. „Eða keyptu þvottavél fyrir heimilið eins og amma Halldóru gerði til að geta staðið sig betur sem húsmæður á þessum tíma.“ Sér Siglufjörð öðrum augum Margrét Arnardóttir harmónikku- leikari hefur tekið þátt í fjölda stórra verkefna í íslenskri leik- listar- og tónlistarsenu. Hún segir mjög ólíka reynslu að koma til Siglu- fjarðar, núna eftir að hún kynnti sér Síldarárin. „Og líka verandi harm- ónikkuleikari. Ég sá þetta ekki. Þegar þú þekkir ekki söguna er þetta ekki eins áþreifanlegt. Ég sé Siglufjörð allt öðrum augum eftir að þær tvær kynntu söguna fyrir mér. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það hafi verið svona rosalega margir hérna. Það voru tvær hattabúðir!“ segir hún. Andrea Elín fær orðið. „Já! Það var sér kvenfataverslun og sér herrafata- verslun. Það er mikilvægt að skilja að kynslóðin sem lifði þetta tímabil er að hverfa. Síldarminjasafnið, sem er hlutaminjasafn, er eitt f lottasta safn á Íslandi. Það er mikilvægt að fara að búa til lifandi viðburði sem gera söguna aðgengilegri á fjöl- breyttari máta,“ segir hún. Verkið er frumsýnt sunnudag- inn 3. apríl klukkan 15.00 á Kaffi Rauðku og fyrst um sinn eru áætl- aðar sýningar fram í byrjun maí. n Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það hafi verið svona rosa- lega margir hérna. Það voru tvær hattabúðir! Margrét Arnardóttir Þannig byrjaði þessi hugmynd að myndast sem tilraunaverkefni, eitt skref í einu og ég hugsaði: Hvað gerist ef ég gefst ekki upp? Halldóra Guðjónsdóttir Sjáumst á fjöllum Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 SUMARLEYFISFERÐIR FÍ www.fi.is ninarichter@frettabladid.is „Við erum að gera grín sem er ótengt umfjöllunarefninu,“ segir Steiney Skúladóttir grínisti, sem tekur þátt í að stýra söfnunarþætti UNICEF sem er í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöldið. Í þættinum verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðarað- gerðir UNICEF á svæðinu. Markmið þáttarins er að fjölga í hópi Heims- foreldra á Íslandi. Kynnar kvöldsins eru Einar Örn Jónsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, sem stýra kvöldinu úr myndveri RÚV, auk Guðmundar Pálssonar og Bjargar Magnúsdóttur sem verða staðsett í símaveri Vodafone. „Við gerðum skets um einhverja rokkara í næntís, og gerðum einn skets um UNICEF í Svíþjóð, það má alltaf gera grín að Svíþjóð, fyrirmæl- in okkar voru bara að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Steiney létt, um dagskrá kvöldsins. Opnunaratriði þáttarins er end- urútgáfa af gömlum smelli, Diskó Friskó. Þar leiða Birgitta Haukdal og Daníel Ágúst hóp flytjenda, en þeirra á meðal eru Páll Óskar, Helga Möller, Elísabet Ormslev, Jón Jóns- son, Friðrik Dór, Þórunn Antonía, Óttarr Proppé og Gunnar Helga- son. Þá taka Ellen Kristjánsdóttir og Stefán S. Stefánsson einnig þátt, en þau eru flytjendur upprunalegu útgáfu lagsins sem Stefán samdi. Aðspurð hvernig uppistand- arar koma undan Covid-inu, svarar Steiney: „Við Kanarí-hópurinn vorum mjög heppin með það að við fórum haustið 2020 að skrifa grín- þættina okkar sem voru á RÚV. Við fórum síðan beint í að gera sketsa- sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum,“ segir hún. n Það má alltaf gera grín að Svíþjóð Steiney Skúla- dóttir grínisti er meðal þeirra grínista sem stíga á stokk í söfnunarþætti UNICEF. MYND/ AÐSEND Við erum að gera grín sem er ótengt umfjöll- unarefninu. Lítur Siglufjörð öðrum augum eftir einleiksverk Halldóra Guðjónsdóttir, Andrea Elín Vilhjálmsdóttir og Margrét Arnardóttir standa að sýningunni. MYND/AÐSEND 26 Lífið 31. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 31. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.