Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Eggert Þingvallavatn Leitin hafði í gærkvöldi verið afmörkuð við syðsta hluta Þingvallavatns, Lyngdalsheiði og svæðið vestur af Úlfljótsvatni. Fjórir voru um borð í vélinni, að meðtöldum flugmanni. Skúli Halldórsson Ari Páll Karlsson Umfangsmesta leit síðari ára hófst í gær eftir að ljóst varð að lítillar flug- vélar var saknað. Fjórir voru um borð, flugmaður vélarinnar auk þriggja farþega, sem samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru erlendir ferðamenn sem komu hingað til lands á laugardag í vinnuferð. Síðast sást til vélarinnar vestur af Úlfljótsvatni klukkan 11.45 fyrir há- degi í gær. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði leitarsvæðið verið afmarkað við syðsta hluta Þingvalla- vatns, Lyngdalsheiði og svæðið vest- ur af Úlfljótsvatni. „Þar er mestur þunginn miðað við þær upplýsingar sem við höfum,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Nota átti þyrlu Gæslunnar við leitina til miðnættis, vegna hvíldarákvæða. Í framhaldinu myndi ein þyrla ásamt áhöfn vera til taks, ef þörf þætti á. Mikill kraftur settur í leitina Allar björgunarsveitir landsins hafa verið kallaðar út og um sjö hundruð manns voru við leit þegar mest lét í gærkvöldi. „Þetta er með fjölmennari leitum hin síðari ár, ef lit- ið er til þess fjölda björgunarsveit- arfólks sem tekur þátt í leitinni og þeirra sem að henni koma. Þannig að það er mikill kraftur settur í leitina.“ Halda átti leitinni áfram af fullum þunga inn í nóttina, að því er Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, tjáði Morgunblaðinu. „Það er von á versn- andi veðri á næsta sólarhringnum og við erum náttúrlega í kappi við tím- ann,“ sagði Davíð á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Menn eru algjörlega með augað á verkefninu og vilja bara halda áfram af fullum þunga.“ Vélin er fjögurra sæta og af gerð- inni Cessna C172. Hefur flugmaður- inn nýtt hana til útsýnisflugs með ferðamenn, eins og raunin var í gær. Var í flugplani hennar gert ráð fyrir tveggja tíma flugi. Umfangsmesta leit síðari ára - Fjögurra manna saknað eftir að flugvél týndist um hádegi í gær Um borð í vélinni er íslenskur flugmaður og þrír erlendir ferðamenn Flugplan vélarinn- ar gerði ráð fyrir tveggja tíma flugi Leit að lítilliflugvél sunnan við Þingvallavatn Vélin lagði af stað frá Reykjavíkurflug- velli kl. 10.30 í gær Kl. 11.45 sást til vélarinnar vestur af Úlfljótsvatni Vélin er Fjögurra sæta og af gerðinni Cessna C172 Lo ft m yn d ir eh f. Björgunarsveitarbíll Um sjö hundruð manns tóku þátt í leitinni í gær. - Versnandi veður á svæðinu og leitarfólk í kapphlaupi við tímann - Allar björgunarsveitir landsins boðaðar út í allsherjarútkalli F Ö S T U D A G U R 4. F E B R Ú A R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 29. tölublað . 110. árgangur . KRISTRÚN VERÐ- UR FÁNABERI Í PEKING HORTENSÍUR OG FLEIRA SEM YLJAR ÞARF AÐ LÆRA AÐ VERA LÖT DÆTUR FRIÐRIKS 28 MARGRÉT HÆTTIR 4FIMM KEPPA Á ÓL 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.