Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022
Jón Magnússon fyrrverandi al-
þingismaður segir: „Í frétt
RÚV í kvöld sagði, að Akureyri
vildi fá fleiri flóttamenn til sín og
um leið endurskoðun
og hækkun á
greiðslum ríkisins til
bæjarins fyrir við-
vikið. Ekki kom fram
hvaða samþykkt eða
ályktun bæjarins var
verið að vísa til.
- - -
Talskona Akureyrarbæjar í frétt-
inni sagði að skv. rannsóknum
erlendis færðu flóttamenn meira í
þjóðarbúið en sem svaraði kostn-
aðinum við þá.
- - -
Sé svo, þá þarf Akureyrarbær
engan stuðning skattgreiðenda
vegna móttöku flóttafólks, því það
er þá fjárfesting til framtíðar.
- - -
Talskonan gerði enga grein fyrir
hvaða kannana hún er að vísa
til og þessi fullyrðing rímar illa við
þær himinháu fjárhæðir, sem ná-
grannalönd okkar þurfa árlega að
leggja til þessara mála og raunar
við líka.
- - -
Douglas Murray rekur þessi at-
riði í bók sinni „Dauði Evr-
ópu“. Þar blasir heldur betur við
önnur mynd.
- - -
Af hverju er ekki gerð töluleg út-
tekt á þessum atriðum hér, svo
að talað verði út frá staðreyndum?
- - -
Hræddur er ég um, að þá komi
upp önnur hlið á peningnum
en talskonan heldur fram.“
- - -
Það má vitna í „rannsóknir erlend-
is“ sem eru fleiri en krækiber í víð-
feðmum berjalöndum, en það bætir
engu við málið.
Jón Magnússon
„Rannsóknir
erlendis“
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Íbúar í sveitarfélaginu Árborg hafa
verið hvattir til þess að huga að sín-
um enda hitaveitunnar og fara spar-
lega með vatn. Auk þess hefur sund-
lauginni á Stokkseyri verið lokað og
verður hún lokuð fram yfir helgi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Selfossveitum en hlutverk þeirra er
að tryggja afhendingaröryggi á
heitu vatni í Árborg.
Sigurður Þór Haraldsson veitu-
stjóri segir þó að ekki sé um eigin-
legan vatnsskort að ræða heldur séu
þetta fyrirbyggjandi aðgerðir vegna
yfirvofandi kuldatíðar.
„Þetta eru vægustu aðgerðirnar í
viðbragðsáætluninni að biðla til íbúa
að hafa þetta í huga og við finnum
strax töluverðan mun.“
Ef á þyrfti að halda mætti síðan
loka sundlauginni á Selfossi til að
tryggja íbúum heitt vatn.
Ástæðan fyrir lokun sundlaugar-
innar á Stokkseyri er sú að flutn-
ingsgeta lagnar sem liggur niður á
Eyrarbakka og Stokkseyri er stund-
um komin að þolmörkum. „Í gegnum
þessa kuldatíð ákváðum við að loka
sundlauginni til þess að minnka álag-
ið á kerfið í heild sinni. En þetta
stendur til bóta strax næsta sumar,
við erum að fara að byggja nýja
dælustöð fyrir ströndina og endur-
nýja lögnina í áföngum.“
Hvött til að spara vatn vegna kulda
- Fyrsta skrefið í viðbragðsáætlun
Selfossveitna hefur verið virkjað
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vatnsfrek Enn er hægt að skella
sér í heitan pott í Selfosslaug.
Kirkjugarðasamband Íslands leggst
alfarið gegn því að varðveisla og
dreifing á ösku látinna einstaklinga
verði gefin frjáls og að felldar verði
niður núgildandi takmarkanir og
skilyrði um varðveislu og dreifingu
slíkrar ösku. Þetta kemur fram í um-
sögn sambandsins við frumvarp
Bryndísar Haraldsdóttur og fjög-
urra annarra þingmanna sem leggja
til að dreifing jarðneskra leifa verði
gefin frjáls.
Öskudreifing 0,37% af heild
Fram kemur í umsögninni að á 17
ára tímabili frá því að dreifing ösku
látinna á sjó eða í óbyggðum var
heimiluð árið 2002 hafi borist sam-
tals 133 skráningar um öskudreif-
ingu á gardur.is, vefsíðu Kirkju-
garðasambandsins, og það jafngildi
7,4 beiðnum á ári að jafnaði.
„Á þessu tímabili létust 35.956 hér
á landi og er öskudreifing aðeins
0,37% af heild.
Frá síðustu aldamótum hefur
hlutfall bálfara á Íslandi aukist mik-
ið og voru þær um 43,7% allra útfara
árið 2019 á sama tíma og hefð-
bundnum greftrunum fækkaði,“ seg-
ir í umsögninni.
Bendir sambandið einnig á að ekki
verði annað séð af þeim breytingum
sem lagðar eru til í frumvarpinu en
að hægt verði að geyma eða dreifa
ösku látinna hvar sem er. Þannig
geti askan t.d. hafnað á arinhillu eða
í geymslu aðstandenda um ókomna
tíð.
Leitaði sambandið til systurstofn-
ana á Norðurlöndum og kom í ljós að
í Danmörku má einungis dreifa ösku
yfir opið haf. Í Svíþjóð má dreifa
ösku yfir óbyggðir, haf, stór vötn og
stærri vatnsföll. Í Noregi má dreifa
ösku yfir óbyggðir, haf og firði og í
Finnlandi má dreifa ösku í skógum,
yfir haf, vötn og á eigin landareign.
Endurnýjun bálstofu brýn en
gæti kostað rúmlega milljarð
Í umsögninni til Alþingis bendir
Kirkjugarðasambandið einnig á að
önnur brýn mál bíði úrlausnar. Að-
eins ein bálstofa sé nú í landinu í
Fossvogskirkju og er búnaður henn-
ar sagður vera gamall og þarfnast
endurnýjunar, sem kalli á mikla fjár-
festingu. Varlega sé áætlað að
kostnaður við slíka fjárfestingu geti
numið rúmlega milljarði króna.
omfr@mbl.is
133 skráðar dreifing-
ar á ösku á 17 árum
- Kirkjugarðasambandið andvígt því að
dreifing á ösku látinna verði gefin frjáls