Morgunblaðið - 04.02.2022, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022
Flugtak Gæsir taka á loft vængjum þöndum frá Korpúlfsstaðavelli. Kylfingar keppast jafnan við að ná „fugli“ í golfinu, einu höggi undir pari, en í þessum kulda er ekki öfundsvert að vera fugl.
Unnur Karen
Fyrir rúmum
tveimur árum und-
irrituðu sveitarfélög
höfuðborgarsvæðisins
og ríkið svokallaðan
sáttmála um sam-
göngur á höfuðborg-
arsvæðinu. Sáttmál-
inn inniheldur fögur
fyrirheit um „um-
fangsmestu sam-
gönguframkvæmdir
sögunnar til að flýta
úrbótum á höfuðborgarsvæðinu“.
Í samgönguáttmálanum skuld-
binda aðilar samkomulagsins sig
til að flýta tilteknum fram-
kvæmdum í Reykjavík. Þar eru
fyrst nefndar markvissar aðgerðir
til að nýta nýjar tæknilausnir og
bæta umferðarljósakerfi á höfuð-
borgarsvæðinu í takt við markmið
samkomulagsins. Í tilkynningu um
sáttmálann á heimasíðu innvið-
aráðuneytisins segir að „þegar í
stað“ verði ráðist í að innleiða
stafræna umferðarstýringu á höf-
uðborgarsvæðinu. Þetta kemur
sömuleiðis fram í útgefnu kynn-
ingarefni um samgöngusáttmál-
ann.
Gatnamót við Bústaðaveg eru
sömuleiðis á lista yfir flýtifram-
kvæmdir og samkvæmt fram-
kvæmdaáætlun átti þeim að ljúka
á árinu 2021. Þá má einnig nefna
lagningu Arnarnesvegar og gatna-
móta við Breiðholtsbraut en sam-
kvæmt framkvæmdaáætlun átti
þeim framkvæmdum að ljúka á
árinu 2021. Þetta eru gatnamót
sem voru sömuleiðis í forgangi í
umferðaröryggisáætlun Reykjavík-
ur enda slysatíðni þar mjög há.
Samkvæmt samgöngusáttmálanum
er uppbygging
Keldnalands mik-
ilvæg til að vinna enn
frekar að samnings-
markmiðum og er
hún því á lista yfir
flýtiframkvæmdir.
Markmið sáttmál-
ans er að auka ör-
yggi, bæta sam-
göngur, minnka tafir
og draga úr mengun
og er samkomulagið
fjármagnað að
stærstum hluta með
framlagi ríkisins. Það er því gríð-
arlega mikilvægt að ríkið hafi
virkt og öflugt eftirlit með því að
staðið sé við ákvæði sáttmálans,
m.a. um þær framkvæmdir sem
eru í forgangi samkvæmt efni
hans.
Sem þingmaður Reykvíkinga
hef ég því lagt fram fyrirspurn á
Alþingi til innviðaráðherra um
stöðu tiltekinna framkvæmda í
Reykjavík. Það kemur ekki síst til
af því að okkur sem hér búum
dylst ekki að framkvæmdirnar eru
ýmist ekki hafnar eða komnar
mjög skammt á veg þrátt fyrir að
þeim hafi átt að vera lokið á síð-
asta ári.
Eftir Diljá Mist
Einarsdóttur
» Það er því gríð-
arlega mikilvægt
að ríkið hafi virkt og
öflugt eftirlit með
því að staðið sé við
ákvæði sáttmálans.
Diljá Mist
Einarsdóttir
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
dilja.mist.einarsdottir@althingi.is
Hver er staða
samgöngusátt-
málans í Reykjavík?
Alvarleg staða íbúða-
markaðarins hefur mik-
ið verið til umræðu und-
anfarið og ekki að
ástæðulausu. Staðan á
þeim markaði hefur
haft mikil áhrif á verð-
bólgu og vexti og þar
með verða áhrifin mikil
á alla landsmenn. Sam-
tök iðnaðarins hafa í
langan tíma varað við
því að þetta gæti orðið raunin. Nú
þegar veruleikinn blasir við er mik-
ilvægt að umræðan byggist á stað-
reyndum. Hér eru sex staðreyndir um
íbúðamarkaðinn:
Íbúðum í byggingu
fækkar mikið
Íbúðum í byggingu hefur fækkað
mikið síðustu ár. Þeim hefur fækkað
samfellt frá mars 2019 samkvæmt
nýjustu talningu Samtaka iðnaðarins
á íbúðum í byggingu. Í september síð-
astliðnum voru 3.387 íbúðir í bygg-
ingu samkvæmt talningunni. Ekki
hafa færri íbúðir verið í byggingu á
höfuðborgarsvæðinu á fimmta ár eða
síðan í mars 2017. Íbúðum á fyrstu
byggingarstigum, þ.e. fram að fok-
heldu, tók að fækka samkvæmt taln-
inguSI á árinu 2018 og voru þær sögu-
lega fáar á árinu 2020. VöruðuSI við
því að þessi þróun myndi leiða til
skorts á íbúðum síðar sem nú er raun-
in.
Allar hillur nánast tómar
Í fyrstu vikunni í janúar voru 487
íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu
en bæði fjöldi einbýla og íbúða í fjöl-
býli er í sögulegu lágmarki sam-
kvæmt upplýsingum frá Húsnæðis-
og mannvirkjastofnun (HMS). Fyrir
tæpum tveimur árum var fjöldinn um
2.200. Ekki hafa færri íbúðir verið í
sölu frá því að mælingar hófust. Enn
meiri samdráttur hefur verið í minni
íbúðum en ríflega helmingur af íbúð-
um í sölu er með fjögur herbergi eða
fleiri.
Árlega þarf allt að
4.000 nýjar íbúðir
Íbúðauppbygging snýst um fólk og
þarfir þess. Að mati HMS þarf að
byggja 3.500 íbúðir á ári næstu árin til
að mæta væntri fólksfjölgun. Byggist
matið á fólksfjöldaspá Hagstofunnar.
Hafa þarf í huga að fólksfjölgun hefur
verið umfram spá Hagstofunnar und-
anfarin ár. Ef sú þróun heldur áfram
er ljóst að þörfin fyrir nýjar íbúðir
verður enn meiri. Að óbreyttu er þörf-
in mun meiri en framboð á næstunni.
Skortur á lóðum og skipulagi
Skortur á réttu lóðaframboði og
skipulagi fyrir fleiri íbúðir hefur átt
stóran þátt í þeim vanda sem skapast
hefur á íbúðamarkaði. Strax í byrjun
árs 2019 bentu Samtök iðnaðarins á
að alvarleg staða væri í uppsiglingu á
íbúðamarkaði og sú staðreynd raun-
gerðist þegar samtökin birtu talningu
sína í mars 2019. Þó að staða sveitar-
félaga til að brjóta nýtt land sé misgóð
er ljóst að slíkt land er til. Því er mik-
ilvægt að ávallt sé fyrir hendi fjöl-
breyttara lóðaframboð en hefur verið
undanfarin ár svo að hægt verði að
koma með skilvirkari hætti í veg fyrir
alvarlegt ástand á íbúðamarkaði þeg-
ar slíkt blasir við.
Hagkvæmar íbúðir ekki
byggðar á þéttingarreitum
Rík áhersla hefur verið lögð á upp-
byggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis
en rétt lóðaframboð kemur í veg fyrir
að hægt sé að mæta þeirri þörf. Þetta
sýna m.a. niðurstöður könnunar með-
al félagsmanna SI undir lok árs 2020
þar sem um 80% svarenda eru sam-
mála því að skortur á lóðaframboði
komi í veg fyrir hagkvæma íbúðaupp-
byggingu. Þá svara tæp 80% því að
hagkvæmt húsnæði verði ekki byggt
á þéttingarreitum.
Breytinga er þörf
í umhverfi skipulagsmála
Skipulagsferli íbúðauppbyggingar
er allt of þungt í vöfum hér á landi. Of
mörg mál fara of hægt í gegnum ferl-
ið, skortur er á skýrum tímafrestum
og hvenær von er á niðurstöðum. Taf-
ir og hindranir í ferlinu auka kostnað
við byggingu íbúða svo um munar og
aðkallandi þörf er á innleiðingu frek-
ari rafrænna ferla. Þetta kemur allt
skýrt fram í samkeppnismati OECD á
íslenskri ferðaþjónustu og bygging-
ariðnaði frá lokum árs 2020 þar sem
fram kemur að þörf er á heildarend-
urskoðun á umhverfi skipulagsmála
frá a til ö hvað varðar bæði ríki og
sveitarfélög. Í endurskoðun á um-
hverfi skipulagsmála liggja því mikil
tækifæri til úrbóta fyrir íbúðamark-
aðinn.
Eftir Ingólf Bender
og Jóhönnu Klöru
Stefánsdóttur
»Ekki hafa færri
íbúðir verið í
byggingu á höfuðborg-
arsvæðinu á fimmta ár
eða síðan í mars 2017.
Ingólfur
Bender
Ingólfur er aðalhagfræðingur
Samtaka iðnaðarins og Jóhanna
Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs
Samtaka iðnaðarins.
Sex staðreyndir
um íbúðamarkaðinn
Jóhanna Klara
Stefánsdóttir