Morgunblaðið - 04.02.2022, Síða 17

Morgunblaðið - 04.02.2022, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022 ✝ Guðrún fædd- ist á Akureyri 20. júlí 1938. Hún lést 20. janúar 2022 í faðmi fjölskyld- unnar, eftir stutt veikindi. Hún var einkadóttir hjónanna Ingileifar Ágústu Jóhann- esdóttur og Hjalta Sigurðssonar hús- gagnasmiðs. Hálf- systkini Guðrúnar, börn Hjalta, eru í aldursröð; Karl, Rósa, Reynir, Anna og Hjalti, sem er eftirlifandi. Guðrún ólst upp í miðbænum, í Hafnarstræti 85. Hún gekk í Barnaskóla Akureyrar og síðan í Gagnfræðaskólann. Eftir gagnfræðapróf gekk hún í Hús- eiga þau þrjú börn; Friðrik, Al- dísi Völu og Ásdísi Ósk. 3) Inga Margrét, f. 1964, gift Þórhalli Jónssyni og eiga þau einnig þrjú börn; Axel Darra, Andra Má og Rebekku Rut. Guðrún og Friðrik eiga átta barnabörn og fjögur barna- barnabörn, þar af tvö fædd nú í janúar. Árið 1965 stofnuðu þau hjón- in Pedromyndir, fyrsta fram- köllunarfyrirtæki landsbyggð- arinnar. Þar stóðu þau vaktina hlið við hlið alla tíð eða í alls 36 ár. Eftir að þau stigu til hliðar frá rekstrinum eyddu þau næstu átján vetrum í veðurblíðunni á Spáni en voru alkomin aftur til Íslands frá árinu 2019. Útför Guðrúnar fer fram í Akureyrarkirkju í dag, 4. febr- úar 2022, klukkan 10. Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju; beinar út- sendingar. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat mæðraskólann á Ísafirði. Eftir skólagöngu var Guðrún ráðin til vinnu við bók- band í Prentsmiðju Odds Björnssonar (POB), þar sem hún kynntist verðandi lífsförunaut sínum, Friðriki Vestmann, en hann var þar lærlingur í prent- iðn. Þau trúlofuðu sig 17. júní 1958 og gengu í hjónaband 28. mars 1959. Börn Guðrúnar og Friðriks eru: 1) Rúnar, f. 1959, giftur Hönnu Karlsdóttur og eiga þau þrjú börn; Katrínu, Evu Guð- rúnu og Rúnar. 2) Ragnhildur, f. 1961, gift Gísla Kristinssyni og Það er svo sárt að kveðja þig elsku amma Dúna; söknuðurinn er svo mikill og skarðið er svo stórt. En minningarnar eru mér dýrmætar perlur … Hvernig þú hafðir gælunöfn fyrir alla og viðurnefni yfir allt. Hvernig þú snaraðir upp ný- yrðum og varst svo endemis hnyttin og skjót í tilsvörum. Ég leit alltaf upp til þín. Þú varst svo dugleg og drífandi, kvartaðir aldrei. Þú varst alltaf svo fín og flott, vel til höfð og elsk- aðir að punta þig. Við unnum saman á hverjum degi hátt í 10 ár. Það að vinna með ykkur afa var mér mjög dýrmæt reynsla sem undirbjó mig fyrir líf- ið. Þú kenndir mér að fara með peninga, að pakka inn í gjafapapp- ír, að strauja skyrtur og að baka bestu súkkulaðibita sem til eru. Ég reyndi að skreppa á hverju ári til Spánar til ykkar afa og á ég dásamlegar minningar þaðan, við vorum dugleg að þvælast um og leita að ævintýrum saman. Við vorum svo miklir vinir, jafn- ingjar. Það var aldrei leiðinlegt í kringum þig. Við höfðum alveg sama húmorinn og gátum alltaf hækkað í sömu Queen-lögunum. Þið afi sýnduð mér og manninum mínum svo mikla ást og hlýju þeg- ar hann kom inn í fjölskylduna að hann kallar ykkur líka ömmu og afa. Þegar við vorum hvort í sínu landinu þá skrifuðumst við á. Rit- höndin þín var svo falleg, alltaf pottþétt, en svo tók tölvupóstur- inn við. Það var svo gaman að fá bréf frá þér með sögum um dag- inn og veginn, eins og afi segir allt- af „á Spáni er brjálað að gera, að gera ekki neitt“. Ég fann hvað þú varst stolt af mér og þið afi hvöttuð mig svo áfram þegar ég fór í nám erlendis. Mér leiddist sko ekki að heyra sögurnar af ykkur afa þegar þið voruð ungt par í Danmörku og þið skilduð svo vel þessa útþrá sem ég hafði. Ég er svo heppin að hafa haft þig í mínu lífi svona lengi og hvað við vorum nánar. Elsku amma takk fyrir allt, ég ber nafnið þitt með stolti. Eva Guðrún Vestmann. Guðrún Hjaltadóttir ✝ Skúli Jónasson fæddist á Þur- íðarstöðum í Fljóts- dal 21. júní 1936. Hann lést á sjúkra- húsinu í Neskaup- stað 21. janúar 2022. Foreldrar hans voru Soffía Ágústs- dóttir frá Lang- húsum í Fljótsdal og Jónas Þor- steinsson frá Bessastöðum í sömu sveit. Skúli var sjöundi í tólf systkina hópi. Þau eru í ald- ursröð: Ágústa Vilhelmína, f. 9. apríl 1927, d. 31. jan. 1999, María, f. 18. apríl 1929, d. 30. nóv. 2019, Þórhildur Kristbjörg, f. 18. sept. 1930, Þorsteinn, f. 11. apríl 1932, d. 18. okt. 2009, Hjalti, f. 12. des. 1933, d. 18. okt. börn Hjörtur, Guðbjörg og Skúli. 4) Pálína Fanney, sambýlismaður Hörður Gunnarsson, áður gift Einari Georg Einarssyni, börn Bergþóra og Ásgeir Trausti. 5) Brynjar, kvæntur Sigríði Bjarna- dóttur, börn Freyr, Fjölnir, Krist- ín og Kolbrá. Afkomendur Skúla og Jónínu ásamt tengdabörnum og stjúpbörnum eru í dag 63. Skúli ólst upp á Þuríðarstöðum í Fljótsdal. Hann naut stuttrar skólagöngu og byrjaði snemma í vinnumennsku hér og þar. Skúli og Jónína stofnuðu nýbýlið Lyng- hól út úr jörðinni Geirólfsstöðum í Skriðdal og byggðu hana upp frá grunni. Þar stunduðu þau bú- skap frá 1958 til 1997, en fluttu þá í Egilsstaði. Þar starfaði Skúli hjá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs og Malarvinnslunni. Útför Skúla fer fram frá Egils- staðakirkju í dag, 4. febrúar 2022, klukkan 14. Hann verður jarðsettur í Egilsstaða- kirkjugarði. 2011, Jón Þór, f. 5. maí 1935, Bergljót, f. 24. sept. 1937, d. 12. apríl 1999, Bene- dikt, f. 7. ágúst 1939, d. 14. apríl 2021, Ás- geir, f. 29. ágúst 1941, Unnur Guð- ríður, f. 24. mars 1943, og Soffía, f. 21. júní 1944. Skúli var kvæntur Jónínu Salnýju Guð- mundsdóttur, f. 18. maí 1937, frá Geirólfsstöðum í Skriðdal. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Jónas, kvæntur Helgu Fanneyju Sveins- dóttur, börn Jónína Salný, Finnur Örn og Pálína Fanney. 2) Einþór, kvæntur Ólínu Sófusdóttur, börn Ingvar Stefán, Ágúst Fannar og Dagbjört Diljá. 3) Vilhjálmur, kvæntur Arndísi Hjartardóttur, Elsku afi okkar er fallinn frá eftir stutt veikindi og legu á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Afi var einstaklega yfirvegaður mað- ur og vildi láta hafa sem minnst fyrir sér og alls ekki trufla fólk í sínu. Hann var þó afar hjálpsam- ur og vildi reyna að hjálpa öllum ef á þurfti á að halda. Ég fékk þann heiður að vera með annan fótinn inni á heimili þeirra afa og ömmu eftir að þau fluttu á Egils- staði. Það var afar dýrmætur tími sem mótaði mig sem einstakling. Flesta daga alla mína grunnskóla- göngu kom ég hjólandi til ömmu og afa eftir skóla og átti góða sam- verustund með þeim. Eftir að þau fluttu í Miðvang var ég einnig tíð- ur gestur á heimili þeirra. Mér leið einstaklega vel hjá þeim og gátum við afi og amma spjallað mikið saman um hið dagalega líf. Ég minnist sértaklega góðu stundanna þegar við amma sátum saman í stofunni og prjónuðum og afi sat í sínum húsbóndastól og spjallaði við okkur um daginn og veginn. Við tókum stundum í spil öll saman á kvöldin fyrir hátta- tíma. Afi hafði alltaf gaman af að fylgjast með öllu sem maður var gera. Á barnaskólagöngu minni var ég mikið í hestamennsku. Afi hafði gaman af að heyra sögur úr hesthúsahverfinu og kom ein- stöku sinnum með mér til að hirða hestana. Hann treysti sér lítið að koma með á hestbak í seinni tíð. Við afi höfðum sameiginlegt áhugamál og var það lífið í sveit- inni. Við gátum rætt mikið um alls konar málefni tengt sveitinni. Ég fór stundum í bíltúr með þeim bæði upp í Fljótsdal á hans æsku- slóðir og í Skriðdalinn þar sem þau voru bændur stærstan hluta ævi sinnar. Þessir bíltúrar voru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Einnig voru þau með hjólhýsi staðsett í landi Höfða á Völlum sem þau eyddu miklum tíma í. Ég fékk sjálf að vera mikið hjá þeim þar og voru það afar góðar stund- ir. Afi hafði gaman að berjatínslu og fórum við oft saman og tíndum mikið af berjum. Seinna meir þeg- ar ég gerðist bóndi á Urriðaá í Miðfirði, fann ég hversu stoltur hann og þau bæði voru af þessari ákvörðun minni. Amma og afi reyndu alltaf að koma til okkar í heimsókn a.m.k. einu sinni á ári meðan þau höfðu heilsu til. Þess á milli fékk ég símtöl frá ömmu með afa í bakgrunninum, þar sem hann bað hana að spyrja ýmissa frétta úr sveitinni. Afi var ekki mikið fyrir að tala í síma sjálfur, en vildi gjarnan fylgjast vel með öllu. Ég er mjög þakklát fyrir að börnin fengu að kynnast afa, þótt við hefðum viljað vera nær þeim. Hvíldu í friði elsku afi og takk fyr- ir allt. Dagbjört Diljá Einþórsdóttir. Skúli Jónasson ✝ Lilja Hulda Auð- unsdóttir var fædd í Neskaupstað, nánar tiltekið á Framnesi, 27. maí 1944. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 15. janúar 2022. Foreldrar hennar voru Pálína Ásgeirs- dóttir, f. 17. júlí 1914, d. 4. maí 1998 og Auðunn Jóhannes Þórð- bet Sigríður, f. 6. júní 1959. Lilja Hulda giftist hinn 11. október 1962 Kristni Sigurðs- syni, f. 25. des. 1935, d. 25. des. 2000. Þau bjuggu alla tíð í Nes- kaupstað. Börn þeirra eru: 1) Auður Helga, f. 8. mars 1963. 2) Kristín, f. 12. júlí 1964, synir hennar eru Egill og Kristinn. Faðir þeirra er Karl Egilsson. 3) Sigurjón, f. 27. mars 1970, er kvæntur Svanlaugu Aðalsteins- dóttur, f. 29. júní 1972, þau eiga dæturnar Katrínu Lilju, Evu Björgu og Bryndísi. Katrín Lilja og sambýlismaður hennar Sindri Alfreðsson eiga soninn Victor Högna. 4) Rán, f. 26. apríl 1976, er gift Fannari Bald- urssyni, f. 25. sept. 1974, börnin þeirra eru Eir, Snær og Ísey. Árið 1986 hóf Lilja Hulda störf hjá Matís í Neskaupstað og starfaði þar til ársins 2014 eða þegar hún náði sjötugs- aldri, en einnig hafði hún starfað m.a hjá Síldarvinnsl- unni um árabil. Hún var virk í Alþýðubandalaginu um tíma, var í stjórn íþróttafélagsins Þróttar og í varastjórn sókn- arnefndar Norðfjarðarkirkju frá 2009 og í aðalstjórn á sein- asta tímabili. Lilja Hulda verður jarð- sungin frá Norðfjarðarkirkju í dag, 4. febrúar, klukkan 13. Útförinni verður streymt á: https://www.facebook.com/ nordfjardarkirkja Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat arson, f. 26. sept. 1909, d. 25. júní 1965. Lilja Hulda var næstelst af fjórum systk- inum: Konráð Sverrir, f. 11. júlí 1941, d. 21. júlí 2001, Dreng- ur, f. 5. okt. 1942, d. 2. maí 1943, Sæmundur Jóhann, f. 30. apríl 1946, Elísa- Í dag kveðjum við elsku Huldu í síðasta sinn. Við höfum verið eins og systur og bestu vinkonur frá barnæsku. Eftir að ég flutti að austan héldum við sambandi gegnum síma og börnin mín lærðu fljótlega að ef ég var lengi í símanum var ég að tala við Huldu frænku. Við reyndum líka að heimsækja hvor aðra og hittast þegar færi gafst og þá urðu alltaf fagn- aðarfundir. Alltaf tóku hún og Kiddi vel á móti okkur Einari þegar við komum austur. Hulda gladdi mig oft með símtölum, gjöfum og gleðistundum og hennar er sárt saknað. Ég sendi Elsu og Jóa, Krist- ínu, Auði Helgu, Sigurjóni og Rán og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Elsku Hulda, ég er þakklát fyrir samverustundirnar okkar fyrir austan í sumar. Ég er líka þakklát fyrir að við náðum að kveðjast í síma fáeinum dögum áður en þú fórst. Takk fyrir allt og guð geymi þig. Þín Auður Sigurrós. Lilja Hulda Auðunsdóttir Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA ÞORVALDSDÓTTIR, Eskivöllum 1, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 20. janúar. Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. febrúar klukkan 13. Athöfninni verður einnig streymt https://www.youtube.com/watch?v=ZM-gyFAPRHg Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Kristján Ágúst Baldursson Þorvaldur Jónsson Jórunn Fregn Víglundsdóttir Árni Ingi Steinsson Hilda Bára Víglundsdóttir Sigurður G. Gunnarsson Baldur Kristjánsson Brynja Þórsdóttir Finnur Kristjánsson Anna Kara Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bóðir okkar, mágur og frændi, STEFÁN ÁGÚSTSSON, verkamaður frá Flatey á Breiðafirði, til heimilis að Skólastíg 14a, Stykkishólmi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi mánudaginn 31. janúar. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 8. febrúar og hefst klukkan 14. Ekki er gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í kirkjunni. Útförinni verður einnig streymt á youtube/stykkishólmskirkja. Þeim sem vilja minnast Stefáns er bent á Dvalarheimili aldraða í Stykkishólmi. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlát. Dagbjört Höskuldsdóttir Pétur H. Ágústsson Svanborg Siggeirsdóttir Snorri Örn Ágústsson Guðrún H. Steingrímsdóttir Valdimar B. Ágústsson Guðlaug Jónína Ágústsdóttir Guðmundur K. Björnsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður og fósturfaðir, INGÓLFUR TRYGGVASON framkvæmdastjóri, Holtagerði 33, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðvikudaginn 2. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Ágústa Waage Arnbjörg Kristín Magnúsdóttir Elsku maðurinn minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR B. GEIRSSON, læknir og prófessor, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 4. febrúar, klukkan 13. Minningarorðin, texti og hljóðupptaka, verða birt á vefsíðunni: ornbardur.com. Malín Örlygsdóttir Geir Gunnlaugsson Linda Stafbom Björn Gunnlaugsson Bríet Birgisdóttir Magnús Gunnlaugsson Íris Másdóttir Aðalsteinn Gunnlaugsson Vilborg Kristjánsdóttir Örlygur J. Smári Guðrún V. Þórisdóttir Bergþór J. Smári Unnur J. Smári Friðrik Magnus barnabörn og barnabarnabörn Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og sambýlismaður, VILHELM BERNHÖFT ADOLFSSON, Dalsási 12b, Hafnarfirði, lést á heimili sínu mánudaginn 24. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigrún Vilhelmsdóttir Vignir Þorláksson Grímur Thorkelín Vilhelms. Anita Vilhelmsson Gottskálk Vilhelmsson Ásta Valsdóttir Nína B. Bernhöft Salvarard. Reynir Sigurbjörn Hreinsson Adolf Gunnar Vilhelmsson María Kristborg Magnúsdóttir Hildur Björk Sigurgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.