Morgunblaðið - 04.02.2022, Side 19
Á sínum tíma var oft um það
rætt í hópi íslenskra meinafræð-
inga hvort ekki væri athugandi að
stofna til sjálfstæðs reksturs í
meinafræði hér á landi, svipað og
tíðkaðist meðal annarra sér-
greina læknisfræðinnar. Það
varð þó ekki að veruleika fyrr en
Gunnlaugur Geirsson tók af skar-
ið og varð aðalhvatamaður að
stofnun Vefjarannsóknastofunn-
ar, sem sett var á stofn 1991, og
var fyrstu árin í Glæsibæ. Það
voru þrír meinafræðingar, þeirra
á meðal sá sem þessa grein skrif-
ar, og einn lífeindafræðingur auk
Gunnlaugs sem stóðu að stofnun
stofunnar, en tilgangur hennar
var að greina vefjasýni sem tekin
voru á læknastofum í Reykjavík.
Stofan var ekki stór í byrjun en
starfsemin hefur stöðugt orðið
umfangsmeiri og er nú svo komið
að á stofunni starfar fjöldi meina-
fræðinga og lífeindafræðinga í
rúmgóðu húsnæði og sýnafjöldi
aukist ár frá ári. Við stofnun stof-
unnar lögðu allir sitt af mörkum,
innrétta þurfti húsnæði, kaupa
tæki og semja við Trygginga-
stofnun og kom þá berlega í ljós
að Gunnlaugur var maður fram-
kvæmda, en hann hafði áður
reynslu af sjálfstæðum rekstri í
frumumeinafræði. Þetta var
skemmtilegur tími og ég sé enn
Gunnlaug fyrir mér þar sem hann
var mættur með sín smíðatól er
við vorum að innrétta fyrsta hús-
næðið. Óhætt er að segja að
stofnun stofunnar hafi orðið lyfti-
stöng fyrir meinafræðina á Ís-
landi og aukið á fjölbreytileika
hennar, en eins og fyrr segir má
líta á Gunnlaug sem „guðföður“
hennar.
Auk starfa við Vefjarann-
sóknastofuna sinnti Gunnlaugur
öðrum ábyrgðarmiklum störfum
um ævina, var m.a. prófessor í
réttarlæknisfræði við læknadeild
Háskólans og meinafræðideild
Landspítala um árabil. Það var
alltaf gagnlegt sem og ánægju-
legt að eiga samtal við Gunnlaug
um hin ýmsu mál, hann var marg-
fróður og víðlesinn, var það sem
kalla mætti hugsandi maður, og
brautryðjandi á ýmsum sviðum
meinafræðinnar.
Við samstarfsfólk Gunnlaugs á
Vefjarannsóknastofunni minn-
umst hans með virðingu og þakk-
læti og sendum Malín sem og allri
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. Vefjarannsóknastofunn-
ar,
Bjarni A. Agnarsson.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022
Mozart og Beethoven. Ófáar
stundir áttum við saman fyrir
framan sjónvarpið að horfa á bíó-
myndir. Hasarmyndir voru í
uppáhaldi og helst þurfti að vera
sem mest af sprengingum. Sjúk-
dómurinn setti smá svip á áhorfið
þegar þú dottaðir í miðri mynd en
þá var nóg að pikka í þig og rétta
þér poppskálina.
Ein minning að lokum er þegar
við fórum á rúntinn. Við tókum þá
allnokkra í seinni tíð og þá aðal-
lega til að sjá hvað bíllinn, sem við
vorum á hverju sinni, væri kraft-
mikill. Ein ferð situr ofarlega í
mínu minni en þá var konan mín
með í för. Rúnturinn var tekinn
upp á Nafir á Króknum og botn-
uðum við lagið Life in Technicol-
our með Coldplay. Á þessum tíma
var Coldplay uppáhaldshljóm-
sveitin mín en það sem ég vissi
ekki þá var að þetta tiltekna lag
væri orðið eitt af þínum uppá-
halds. Mér þykir ótrúlega vænt
um að hafa átt þetta með þér, þú
hefur haft svo mikil áhrif á mig í
mínu lífi og það hlýjar um hjarta-
rætur að sjá dæmi um að því hafi
einnig verið öfugt farið.
Takk fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman. Takk fyrir
að miðla þinni þekkingu til mín
sem ég mun nýta á lífsleiðinni. Ég
mun hugsa til þín og geyma allar
þessar stundir í hjarta mér. Eitt
að lokum:
Sögu vil ég segja stutta, nú er
sagan öll bomm bomm! Góður!
Albert Sölvi Óskarsson.
✝
Steingrímur
Sigurður Jóns-
son var fæddur á
fæðingarheimilinu
við Eiríksgötu í
Reykjavík 19. febr-
úar 1970. Steini lést
á líknardeild LSH
12. janúar 2022 eft-
ir snarpa en erfiða
baráttu.
Heima í fjöl-
skylduhúsinu við
Nesveg á Seltjarnarnesi biðu
pabbi hans, tveir ungir bræður,
föðurforeldrar og tvær föð-
ursystur. Foreldrarnir voru og
eru Jón Hilmar Stefánsson og
Elísabet Bjarnadóttir, bræð-
urnir Bjarni Hilmar og Stefán
Hrafn, afinn Stefán M.Þ. Jóns-
son, amman Gyða Stefanía
Grímsdóttir og föðursysturnar
Stefanía (Dista) og Erla. Móð-
urforeldrarnir í Reykjavík voru
Bjarni Vilhjálmsson og Kristín
Eiríksdóttir og móðursystkinin
Kristín, Eiríkur og Vilhjálmur.
Steini var eftirlæti þeirra allra.
Steini var einhleypur og
barnlaus. Auk foreldra sinna og
bræðra lætur hann eftir sig
bræðrabörnin Elísabetu Mar-
gréti, Birgittu Gyðu, Halldóru
Sumarið 1995 ákváðu þau
Steini og fyrrverandi sambýlis-
kona hans að undirbúa frekara
nám í Danmörku. Steini starfaði
í verksmiðju Danfoss í Nord-
borg á eyjunni Als úti fyrir
strönd Jótlands um tíma og hóf
svo nám við DTU, Danmarks
Tekniske University, í Lyngby
og lauk þaðan meistaraprófi
sumarið 1999. Hann hafði komið
heim á sumrin og starfað hjá
ýmsum raforkufyrirtækjum.
Eftir námið hóf hann störf hjá
RARIK í Reykjavík og síðustu
sjö árin á Akureyri. Stærsta og
eflaust erfiðasta verk hans var
þegar óveðrið mikla gekk yfir
Norðurland í desember 2019,
staurar brotnuðu og margar
sveitir og bæir urðu rafmagns-
laus í skemmri og lengri tíma.
Steini var á skrifstofu sinni dög-
um saman og hélt utan um að-
gerðastjórnun og starfsmenn
sína. Steini komst í hnattferð
um og eftir fimmtugsafmælið
sitt. Löndin sem hann hafði
heimsótt voru þá orðin yfir eitt
hundrað.
Síðastliðið vor greindist
Steini með illvígan sjúkdóm.
Hann vissi í hvað stefndi en var
ekki tilbúinn að láta undan.
Hann fór í harðar lyfja-
meðferðir en samt vann hann
fram á síðasta dag.
Síðasta ferðin er hafin.
Útför Steingríms fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 4.
febrúar 2022, klukkan 13.
Veru, Írisi og og
Vilhjálm Hrafn.
Steini ólst upp
við Nesveginn
fyrstu níu árin og
síðan við Sefgarða,
innfæddur og upp-
alinn Seltirningur.
Hann gekk í Mýr-
arhúsa- og Valhúsa-
skóla og tómstund-
unum varði hann
með vinum sínum
Jökli og síðar Ellerti. Hann átti
margar góðar stundir á Bóka-
safni Seltjarnarness og drakk
þar í sig fróðleik. Þeir Ellert inn-
rituðust í Verzlunarskóla Ís-
lands og luku þaðan stúdents-
prófi vorið 1990. Þá þegar hafði
fræinu fyrir ferðaþrá verið sáð.
Fyrstu ferðirnar um Evrópu fór
hann með foreldrum sínum og
bræðrum 5, 6, 7 og 10 ára gam-
all. Á verslunarskólaárum sínum
átti hann kost á að sækja nám-
skeið við University of Delaware
og dvelja hjá fjölskyldu á vest-
urströnd Bandaríkjanna. Skóla-
ferðalagið eftir Verzló var til
Jamaíku. Steini hóf nám í raf-
magnsverkfræði við HÍ.
Ferðalag með samnemendum
þar var til Japans.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast Steingríms Jónsson-
ar, vinar míns og frænda. Við
Steini vorum systrabörn og skildu
okkur aðeins 13 mánuðir að. Allt
frá því að ég man fyrst eftir mér
lék ég mér við frændur mína þá
Steina, Stefán og Bjarna. Stund-
um leið langur tími án þess að við
hittumst þar sem mín fjölskylda
bjó úti á landi, en það var alltaf
jafn gaman.
Seinna þegar við Steini vorum
bæði komin í Háskóla Íslands
hittumst við á ný og endurnýjuð-
um kynnin. Svo skemmtilega vildi
til að við fluttum samtímis til
Kaupmannahafnar og bjuggum á
sömu stúdentagörðunum. Steini
tók mig inn á sitt heimili á meðan
ég beið eftir íbúð okkar hjóna og
bar mig á höndum sér. Í fram-
haldinu vorum við í miklum sam-
skiptum og skutumst oft á milli
íbúða í smá kaffisopa og spjall.
Það var alltaf hægt að treysta á að
Steini ætti kaffi og hefði tíma fyr-
ir frænku sína, bara ef ég lofaði að
horfa fram hjá óreiðunni.
Seinna fluttum við hjónin til
Norður-Jótlands, en við fylgd-
umst grannt hvort með öðru. Svo
kom loksins að því að við fluttum
aftur heim til Íslands og þá var
Steini búinn að koma sér fyrir í
fínu íbúðinni sinni á Lokastígn-
um. Þar var gott að koma í heima-
gert chili eða lasagna, sem Steini
var þekktur fyrir.
Ekki minnkaði gestrisnin þeg-
ar Steini var fluttur til Akureyrar
því fljótlega kom hann sér upp
gestaherbergi og væri hann ekki
sjálfur á staðnum þá bauð hann
bara alla íbúðina. Við hjónin
dvöldum hjá Steina í 5 daga sum-
arið 2019 á meðan yngsta barnið
var á fótboltamóti. Alltaf voru
dyrnar opnar og við máttum valsa
út og inn eins og okkur lysti. Í lok
dvalarinnar spurði hann hvort við
vildum ekki bara taka lykil til að
hafa þegar við kæmum næst.
En nú verður ekkert næst því
Steini okkar er horfinn fyrir aldur
fram. Þegar hann greindist með
krabbamein í fyrravor og ég
hringdi í hann sagðist hann ekki
hafa viljað trufla mig og eyði-
leggja páskana fyrir mér og ætl-
aði því að hinkra með að færa mér
þessi válegu tíðindi. Þannig var
Steini: alltaf vakinn og sofinn yfir
hag annarra. Hann var alltaf boð-
inn og búinn að hjálpa öðrum, en
bað aldrei um neitt sjálfur. Steini
var vinur vina sinna. Hann valdi
vini sína vel, en við sem vorum svo
heppin að geta kallað okkur vini
hans máttum hrósa happi því
traustari vin er erfitt að finna.
Steini nýtti tímann vel á sinni
alltof stuttu ævi til að ferðast og
það gerði hann með stæl. Hann
ferðaðist um allan heim, ýmist
einn á ferð eða með ferðafélaga/
ferðafélögum. Það var einstak-
lega gaman að fylgjast með ferða-
undirbúningi, sjá myndir og frá-
sagnir meðan á ferðunum stóð og
fá svo ferðasöguna í lokin. Hann
náði að heimsækja allar heimsálf-
ur, flestar oft og fara til vel yfir
100 landa.
Ég er þakklát fyrir allar þær
stundir sem við áttum saman,
spjallið, kaffisopana og hláturinn.
Minningarnar um einlæga vin-
áttu, einstaka gestrisni, hjálpsemi
og hlýju munu ylja okkur um
ókomna tíð.
Móðursystur minni Elísabetu,
Jóni, Stefáni og Bjarna færi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Minning Steina mun lifa.
Valgerður Halldórsdóttir.
Það er með miklum söknuði að
við kveðjum Steingrím Sigurð í
dag.
Steini var fimm ára þegar ég
flutti til Danmerkur, en margar
heimsóknir fjölskyldu minnar til
heimalandsins og ferðir hans út í
heim gerði að við hittumst oft.
Ferðalöngunina hafði hann ekki
langt að sækja, Nonni bróðir og
Elísabet voru dugleg að fara með
synina þrjá í ferðir til Evrópu, oft
með viðkomu í Kaupmannahöfn.
Síðar var þörfin hjá Steina að
fara á enn meira framandi slóðir
og mörg eru þau lönd sem hann
hefur heimsótt. Lönd sem margir
hafa ekki farið til, svo sem Íran
Norður-Kórea, Suðurskautið, já
víðsvegar um heiminn lágu ferðir
hans.
Steini var við nám við DTU
Danmarks Tekniske Universitet í
þrjú ár og þekkti því vel til lands-
ins. Hann kom oft við í Kaup-
mannahöfn á ferðum sínum, ann-
að hvort vinnunnar vegna, eða í
leit að ævintýrum til framandi
landa. Þá hringdi hann í okkur ef
stoppið var stutt eða hann heim-
sótti okkur hingað til Hróars-
keldu ef tími gafst til. Alltaf með
bros á vör og glettni í fallegu
brúnu augunum. Alltaf jákvæður
og með góða kímnigáfu.
Skemmtilegar heimsóknir sem
við minnumst með gleði. Ógleym-
anleg eru póstkortin sem að hann
sendi víðsvegar frá. Steini notaði
ekki mörg orð sem kveðjur en
nægilega mörg til að við vissum
að nú væri hann á spennandi stað.
T.d. á korti frá Mónakó stóð að-
eins WROOOOOM, sagði allt um
áhuga hans á Formúla 1-kapp-
akstrinum.
Já, Steina verður sárt saknað.
Við sendum foreldrum hans,
Jóni og Elísabetu og bræðrum
hans Bjarna Hilmari og Stefáni
Hrafni, okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Stefanía (Dista), Steen,
Stefán Kristian og
Anders Jón.
Það var skemmtileg áskorun
að vera yfirmaður Steina. Hann
var í stöðu deildarstjóra Net-
reksturs á Norðurlandi þegar ég
hóf störf hjá RARIK árið 2017.
Við könnuðumst hvort við annað
úr bransanum og verksvið okkar
höfðu eitthvað skarast svo það var
auðvelt að ná góðum tengslum í
þessum nýju hlutverkum sem við
vorum komin í. Fyrstu dagarnir
fóru í að lenda grundvallarmálum
eins og hvort ég ætti að ávarpa
hann sem Steingrím eða Steina,
hvort rétt væri að nota upphróp-
unarmerki í ávarpi í tölvupósti og
að ræða norskar málfræðivillur
sem höfðu slæðst inn í íslenskuna
hjá mér og ég var orðin staurblind
á. Svo fóru faglegu verkefnin að
taka yfir. Hann var með sterkar
skoðanir, tók upp mál sem hann
taldi að mættu betur fara, tók um-
ræðuna og stakk upp á lausnum.
Hann vildi alltaf gera betur og
færa vinnuferla og aðferðir til enn
betra horfs. Svoleiðis var hann frá
því á fyrsta vinnudegi mínum
fram á hans síðasta rétt fyrir jólin
síðustu. Ég er með alls konar
minnislista með atriðum sem
Steini tók upp og ég næ vonandi
með hjálp góðs fólks að klára.
Andi Steina mun því svífa áfram
yfir vötnunum hjá RARIK. Steini
var vinnusamur og sinnti verkefn-
um sínum af samviskusemi. Hann
var oft með marga bolta á lofti í
einu og stressstigið ansi hátt hjá
honum. Á tímabili var hann með
úr sem mældi púlsinn og þegar
fór að pípa í úrinu þá var stutt í
brosið hjá okkur og við sáum að
það var tímabært að róa niður.
Ætli vinnuálagið hafi ekki toppað
sig hjá honum í miklu óveðri sem
gekk yfir landið í desember 2019
og olli miklum og erfiðum rekstr-
artruflunum í raforkukerfinu í
marga daga. Álagið var mikið og
Steini og hans góða samstarfsfólk
kláruðu þetta mál og sáu til þess
að viðskiptavinir RARIK fóru inn
í jólin með jólaljósin á. Steini gaf
allt sitt í þetta verkefni og þau
sem fylgdu í kjölfarið, því við tók
eitt stærsta framkvæmdaár hjá
RARIK í lagningu jarðstrengja
frá upphafi, ekki síst á Norður-
landi og því mikið sem bættist of-
an á dagleg verkefni. Þetta tók á
bæði andlega og líkamlega og í
byrjun árs 2021 flutti Steini sig
yfir í starf þar sem hans áhugi á
faginu fékk að blómstra í rekstri
og viðhaldi aðveitustöðva. Heils-
an var ekki nógu góð og í lok maí á
síðasta ári sagði Steini okkur að
hann hefði greinst með krabba-
mein í brisi. Hann tók þessu af
mikilli yfirvegun og mín upplifun
var að hann vildi eins og hægt var
halda áfram að lifa lífinu eins og
ekkert hefði í skorist. Vinnan var
góð til að dreifa huganum og hann
sinnti sínum verkefnum á sama
tíma og hann kom málum sem
hann hafði sinnt í öruggan farveg
hjá öðrum. Síðasti fundurinn okk-
ar var 20. desember og þó að
Steini væri greinilega slappur þá
var hugurinn nógu skýr til að
bæta nokkrum atriðum við minn-
islistann minn. Að hafa svona
áhugasaman og fróðan samstarfs-
mann voru forréttindi og ég er
þakklát fyrir að hafa kynnst
Steina og að hafa fengið að njóta
starfskrafta hans. Ég votta fjöl-
skyldu Steina og vinum hans
mína dýpstu samúð.
Helga Jóhannsdóttir.
Með sorg í hjarta kveðjum við í
dag góðan vin og samstarfsmann,
Steingrím Jónsson rafmagns-
verkfræðing, sem látinn er langt
fyrir aldur fram. Steingrímur, eða
Steini eins og hann var alltaf kall-
aður, byrjaði fyrst að vinna hjá
RARIK í sumarvinnu á rafeinda-
deild sumarið 1995 og aftur sumr-
in 1997 og á tæknideild 1998.
Hann var verktaki hjá RARIK í
eitt ár að námi loknu, en frá árinu
2000 var hann í föstu starfi hjá
RARIK og gegndi ýmsum verk-
efnum hjá fyrirtækinu allt til
dauðadags. Fyrstu sjö árin var
hann verkfræðingur á tæknisviði
og síðar veitusviði, en 2007 tók
hann við starfi verkefnisstjóra
liðaverndar og sá þá m.a. um út-
reikninga, uppsetningar og próf-
un liðabúnaðar og tengingar við
fjargæslukerfi RARIK. Jafn-
framt kom hann að hönnun og
teiknivinnu vegna nýrra aðveitu-
stöðva, bilanagreiningum o.fl.
Árið 2014 ákvað hann að
breyta til og var ráðinn í starf
deildarstjóra rekstrarsviðs á
Norðurlandi með aðsetur á Akur-
eyri. Auk þess að stýra deildinni
bar hann ábyrgð á rekstri dreifi-
kerfis RARIK á Norðurlandi,
var fulltrúi ábyrgðarmanns, yf-
irmaður svæðisvaktar, stýrði
áætlanagerð og sá um samskipti
við viðskiptavini, verktaka og
opinbera aðila. Hann kom því að
fjölmörgum verkefnum hjá fyrir-
tækinu, bæði í sérhæfðum
tæknimálum, áætlanagerð og
uppbyggingu, en einnig í rekstri,
erfiðum bilunum og viðbrögðum
við tjónum á dreifikerfinu. Síð-
asta stóra verkefnið á því sviði
var í desember 2019 þegar veru-
legt tjón varð á dreifikerfinu á
Norðurlandi. Steini var mikill fé-
lagsmálamaður, hafði áður en
hann kom til RARIK m.a. verið í
stjórn SÍNE, sambands ís-
lenskra námsmanna erlendis.
Hjá RARIK var hann virkur í
starfi meðal starfsmanna, var
m.a. formaður starfsmanna-
félagsins í Reykjavík 2001-2003
og síðar sameiginlegs félags allra
rekstrarsvæða 2007-2009. Einn-
ig formaður starfsmannaráðs
RARIK um tíma, sat í samninga-
nefnd stéttarfélags verkfræð-
inga og var fulltrúi verkfræðinga
í samninganefnd háskólamanna
við RARIK. Þá sat hann í stjórn
RVFÍ og var m.a. formaður
2004-2005.
Steini var mjög áhugasamur
tæknimaður og gat sökkt sér
djúpt í tæknilegar pælingar og
gat þá gleymt bæði stund og
stað. Fyrir honum var vinnutími
teygjanlegt hugtak og upphaf
hans og endir ekki alltaf fastmót-
að. Áhuginn á verkefnunum var í
fyrirrúmi.
Stuttu áður en Steini greindist
með illvígan sjúkdóm ákvað
hann að skipta um starfsvett-
vang hjá RARIK og hætta sem
deildarstjóri með mannaforráð.
Hann vildi komast nær tækninni
og kerfisútreikningum og tók að
sér að sinna sérhæfðum verkefn-
um sem tengjast búnaði aðveitu-
stöðva sem var hans áhugasvið.
Sjúkdómurinn tók hins vegar
fljótt völdin og ekkert fékkst við
ráðið. Á ótrúlega stuttum tíma
var hann borinn ofurliði.
Nú þegar við kveðjum Steina
félaga okkar og vin hinstu kveðju
vil ég fyrir hönd fyrirtækisins
þakka honum fyrir áralangt og
óeigingjarnt starf fyrir RARIK
og góða vináttu. Minningin um
góðan dreng mun lifa lengi. Fjöl-
skyldu hans allri sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Steingríms
Jónssonar.
Tryggvi Þór Haraldsson.
Steingrímur
Jónsson
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
STEINÞÓR INGVARSSON,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn
25. janúar. Sendum okkar bestu þakkir til
starfsfólks Droplaugarstaða fyrir frábæra
umönnun síðastliðin ár.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 11. febrúar
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hans er bent á Alzheimersamtökin,
kt. 580690-2389, banki 0515-26-24303.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sigurður I. Steinþórsson
Gunnar Steinþórsson Ágústa Valdimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ARI ARTHURSSON
tæknifræðingur,
lést á Landspítalanum að morgni
föstudagsins 28. janúar.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. febrúar
klukkan 11. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða aðeins
nánasta fjölskylda og vinir viðstödd.
Guðrún Birna Guðmundsdóttir
Vigdís Klara Aradóttir Guido Bäumer
Halldóra Æsa Aradóttir Geir Thorsteinsson
og barnabörn