Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 04.02.2022, Page 24

Morgunblaðið - 04.02.2022, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 18. febrúar Börn& uppeldi SÉRBLAÐ AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! 30 ÁRA Melanie Ubaldo fæddist á Filippseyjum 4. febrúar 1992 og flutti hingað árið 2005 með systkinum sín- um. Hún fór í Menntaskólann við Hamrahlíð og síðan og í Fjölbraut í Breiðholti þar sem hún gerði sér lítið fyrir og dúxaði. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og er núna að ljúka við meistaragráðu í myndlist það- an í vor. „Síðastliðin tvö ár hefur verið mjög mikið að gera hjá mér í sýningarhaldi. Strax eftir útskriftina úr BA- náminu var ég með fyrstu sýninguna mína hjá Kling og Bang og eftir það fór boltinn að rúlla og ég hef tekið þátt í mörgum samsýningum, bæði heima og erlendis, og sýnt t.d. bæði í Berlín og Argentínu.“ Melanie var valin vinalista- maður Nýlistasafnsins fyrir árið 2022 og núna í nóvember sl. hlaut hún styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur, sem er veittur efnilegum ungum listamönnum. „Ég er mest að vinna með textaverk sem birtast í alls konar myndum og oft í samansaumuðum risastórum málverkum og það er til dæmis eitt stórt þannig verk eftir mig í Hafnarhúsinu núna á samsýningu. Svo er ég líka að vinna með alls konar innsetningar með rými og form og tengja það við texta. Ég er mjög pólitísk og hef mína sérstöku rödd í listinni.“ Melanie segist stefna að því að gera ennþá stærri verk í framtíðinni og stefnir hátt. Samhliða sinni eigin listsköpun er hún hluti af listahópnum Lucky 3, en það er hópur íslenskra listamanna af filippseyskum uppruna. „Okkur hefur verið vel tekið og að mínu mati erum við eitt af áhugaverðustu teymunum í listahópi ungra listamanna hérlendis í dag.“ Melanie Ubaldo Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Láttu það eiga sig að gefa þeim ráð varðandi fjármálin sem ekki vilja hlusta. Gefðu þér tíma til þess að sinna vinunum. 20. apríl - 20. maí + Naut Nú eru vitsmunalegir kraftar málið og þú slærð í gegn hvar sem þú keppir á því sviði. Vertu öðruvísi og spilaðu málin eftir eyranu. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Oft rísa deilur vegna þess að ein- staklingar skilja ekki gildismat annarra. Einhver sem þér þykir innilega vænt um þarf á þér að halda núna. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hefur lagt þig fram um að starf þitt spilli í engu heildarárangrinum. Líttu í kringum þig og sjáðu að margur er verr staddur en þú. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú færð mikið út úr því að vera með öðrum í dag. Sæktu styrk í það nú þegar erfiðleikar steðja að. Öll él birtir upp um síðir. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Notaðu daginn til þess að gera lang- tímaáætlanir í fjármálum. Reyndu að ná heildarsýn til þess að vega og meta að- stæður. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þér tekst einhvern veginn ekki að ná til þeirra, sem þú vilt að kynnist málstað þín- um. Hugur þinn er kvikur og þú getur ekki búist við hinu ómögulega af öðrum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú getur komist að óvæntum leyndarmálum í dag. Þú þarft að létta á hjarta þínu og skalt gera það við einhvern þér nákominn. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Fæst orð hafa minnsta ábyrgð og þú mundir seint fyrirgefa sjálfum þér ef þú yrðir til þess að ljóstra upp viðkvæmu leyndarmáli. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Gættu þín á hleypidómum varð- andi þá sem eru öðruvísi en þú. Ef þér finnst brotið á þér áttu ekki að hika við að láta til þín heyra. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú stendur á tímamótum og ættir ekki að líta um öxl. Forðastu rifrildi við ástvini. Að gera sitt besta er allt sem beðið er um. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Ráð frá einhverjum þér eldri og reyndari munu reynast vel í dag. Nú er áríðandi að þú farir þér hægt í fjármálum. stjórn Nordic Chefs og hefur þjálfað og dæmt í matreiðslukeppnum, bæði hér heima og erlendis. Fjölskyldan hefur verið með ferðaþjónustuna Ögurferðir í sumar- rekstri í Ögri frá árinu 2011 með kaj- akferðir og kaffihús, en kajakróður frá grunni í þessum eldhúsum og gæðin mjög mikil.“ Þegar Hafliði kom heim frá Dan- mörku fór hann að líta í kringum sig að störfum með fjölskylduvænan vinnutíma, enda með tvö lítil börn og tvö eldri. Hann fór að vinna hjá Garra, sem sölumaður matvæla fyrir veitingageirann. „Þar er ég í rúm 10 ár. Í starfinu nýttist allur þessi bak- grunnur, bæði tengslanetið úr veit- ingageiranum og þekkingin á mat- vælum. Maður var oft í hlutverki ráðgjafa um notkun á vörum og jafn- vel að búa til heilu matseðlana fyrir fólk. Síðustu 4 árin var ég sölustjóri hjá fyrirtækinu og kom einnig að markaðsmálum.“ Árið 2016 hætti hann hjá Garra og rak eitt sumar veiðihúsin í Selá og Hofsá í Vopna- firði, var síðan í nokkra mánuði hjá Matfangi. Í byrjun árs 2017 hóf hann störf hjá markaðsstofunni Icelandic Lamb, fyrst sem verkefnastjóri. „Ég stýrði m.a. átaki um að stofna til samstarfs við veitingastaði og hótel og að nota merkið Icelandic Lamb sem upprunamerki á vörunni og segja söguna af hráefninu. Hér er verndað sauðfjárkyn, einangrað í 1100 ár og er alveg einstakt.“ Haust- ið 2018 varð Hafliði framkvæmda- stjóri fyrir þetta verkefni, en er í dag líka verkefnastjóri á markaðssviði Bændasamtakanna. „Við erum þátt- takendur í þremur útflutnings- verkefnum erlendis, í Danmörku, Þýskalandi og Japan og síðan erum við að markaðssetja til ferðamanna og íslenskra neytenda. Lambakjöt er vinsælasta íslenska hráefnið á borð- um ferðamanna og t.d. borðuðu 70% þeirra lamb í fyrra, næst koma þorskur, lax og skyr með um 60%. Hingað til hafa auglýsingar til ferða- manna um íslenskar búvörur ein- göngu verið um lamb og skyr, sem skilar marktækum árangri.“ Hafliði hefur verið mjög virkur í félagsstarfi matreiðslunnar á Íslandi og hefur verið í Klúbbi matreiðslu- meistara, sem rekur Kokkalandsliðið og keppnina um kokk ársins. „Ég var í stjórn í 7 ár, þar af forseti stjórnar í 5 ár og liðsstjóri Kokkalandsliðsins og síðar viðskiptaframkvæmdastjóri fyrir liðið.“ Hann sat einnig 5 ár í H afliði Halldórsson fæddist 4. febrúar 1972 á Ísafirði og ólst upp í Ögri í Ísafjarð- ardjúpi. „Þar var hefðbundinn búskapur, en Djúpið þótti tiltölulega afskekkt á þessum tíma vegna lélegra samgangna. Það spyrja mig sumir hvort ég sé ekki örugglega fæddur 1872, því maður fór með bát í heimavistarskólann í Reykjanesi, en á þessum tíma var farið með Djúpbátnum sem fór frá Ísafirði með fólk og varning um Djúpið, því samgöngur á landi voru svo bágbornar að ekki var á þær að treysta. Í dag er hins vegar hægt að keyra þetta á korteri.“ Hafliði ólst upp á stóru heimili. „Við erum sex alsystkinin og svo eig- um við einn eldri hálfbróður sam- feðra. Auk þess var mikill gesta- gangur og oftast krakkar hjá okkur í sveit. Við tókum þátt í vinnunni við búreksturinn frá unga aldri og það var mikil heimavinnsla á matvælum á heimilinu.“ Hafliði hefur alla tíð tengst mat í sínum störfum, fyrir utan eitt ár þegar hann fór til Svíþjóðar og vann hjá Volvo-verksmiðjunum um tví- tugt og lærði þar sænskuna sem hann býr að enn. „Ég var að vinna í fiski á unglingsárunum og fór svo á sjó í nokkur ár. Áhuginn á mat- reiðslu kviknaði heima í eldhúsinu hjá mömmu. Hún var afar flink í eld- húsinu með sína húsmæðraskóla- menntun og sá um stórt heimili af miklum myndarskap.“ Hafliði fór í matreiðslunám og útskrifaðist sem matreiðslumeistari frá Grillinu á Hótel Sögu, vann þar í ár eftir út- skriftina. Þá var hann kominn með fjölskyldu og vann næstu árin á Café Bleu og síðar Kaffi Óperu. „Svo fór ég að starfa hjá finnska sendi- herrabústaðnum og starfaði þar í nokkur ár. Á sama tíma var ég að taka verkefni fyrir önnur sendiráð í Reykjavík, fyrir Þjóðverja, Dani, Kanadamenn og Norðmenn.“ Síðan var ferðinni heitið til Danmerkur í eitt ár og þar vann Hafliði m.a. hjá Cheval Blanc Service Restauranter sem er háendamatstofuþjónusta í Kaupmannahöfn. „Það er allt búið til er mikið áhugamál Hafliða. „Síðan hef ég gaman af allri veiði, stang- veiði, skotveiði og allri útivist eins og t.d. fjallgöngum. Fjölskyldan er svo auðvitað aðalatriðið, en ég er svo lán- samur að eiga mikið kvenveldi af- komenda. Á fjögur börn og fimm Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb– 50 ára Matur er mannsins megin Landsliðið Hluti kokkalandsliðsins 2018 með Elizu Reid. F.v.: Georg Hall- dórsson, Snædís Jónsdóttir, Eliza Reid, Kara Guðmundsdóttir og Hafliði. Fjölskyldan F.v. Guðrún Helga, Hafliði, Halldór, Thelma Rut, Heiða og Steinunn Tinna. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.