Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 04.02.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 04.02.2022, Síða 32
FULLKOMIN ÞÆGINDI FALLEG HÖNNUN OG ÞÆGINDI PANDORA HÆGINDASTÓLAR HLEÐSLUSTÓLLMEÐ 3 MÓTORUM STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU – EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI ZERO GRAVITY Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Í dag er öld frá fæðingu hins áhrifamikla mynd- listar- og fræðimanns Harðar Ágústssonar. Af því tilefni verður opnuð á Mokkakaffi í dag sýn- ing á úrvali ljósmynda sem Hörður tók á ár- unum 1964-1965. Myndirnar eru úr safni mynda sem Hörður kallaði Smáheima og eru gerðar eftir litskyggnum sem hann tók af náttúrulegum og manngerðum fyrirbærum eins og frosnu vatni, sand- fjöru eða veggjum. Þær vísa til einhvers konar abstrakt forma, ýmist geómetrískra eða ljóðrænna. Hörður var í framvarðarsveit íslenskrar myndlistar frá því að hann kom heim úr námi í Frakklandi 1952. Hann vann auk þess markvert starf á sviði hönnunar bóka, tímarita og auglýsinga. Hann var skólastjóri MHÍ um tíma og var líka mikilvirkur fræðimaður á sviði íslenskrar húsa- gerðarsögu. Sýning á ljósmyndum Harðar Ágústssonar á aldarafmælinu FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 35. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Grindavík, Valur og Stjarnan báru sigur úr býtum í viðureignum sínum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í gærkvöldi. Grindvíkingar þurftu mest að hafa fyrir sigri sínum gegn Tindastóli en Valur vann auðveldan sigur á nýlið- um Vestra og Stjarnan átti ekki í nokkrum vandræðum með botnlið Þórs frá Akureyri. »26 Snúið hjá Grindavík en auðvelt fyrir Val og Stjörnuna ÍÞRÓTTIR MENNING FNV, vann sér þar með rétt til að syngja í Söng- keppni framhaldsskólanna og sigraði í símakosningunni. Hún byrj- aði að gefa út eigið efni vorið 2020 og viðtökurnar hafa verið góðar. Lagið „Piece of You“ kom út fyrri hluta árs 2021 og komst til dæmis í 4. sæti á vinsældalista Rásar 2 og í 7. sæti á topp 20 lagalista Bylgjunnar auk þess sem það var á Bylgjulista nýlið- ins árs. „Breathe“ komst inn á lista 100 vinsælustu laga Rásar 2. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og ég er rosalega þakklát fyrir viðtökurnar sem lögin mín hafa fengið.“ Eftir að hafa greinst með veiruna var Valdís í þrjár vikur í einangrun. „Ég veiktist mikið á meðan ég var með Covid og eftir að ég losnaði úr einangruninni byrjuðu eftirköstin, mæði, þróttleysi og verkir, sem hafa hamlað mér mjög mikið í daglegu lífi.“ Hún hafi verið óvinnufær frá því hún greindist smituð. Í fyrrasumar hafi staðið til að gefa út plötu en áformin hafi runnið út í sandinn vegna veikindanna. Til þess að byggja upp styrk og þol hefur Valdís verið í markvissri sjúkra- og iðjuþjálfun, vatnsleikfimi og öðru ámóta, á Reykjalundi undan- farna fjóra mánuði. „Auk þess er verið að rannsaka hvers vegna bat- inn sé svona hægur og ég er ótrúlega þakklát þessu frábæra fólki sem vinnur þarna,“ segir hún. „Ég hef lagt áherslu á að vinna í sjálfri mér og aðalatriðið er að ná fullri heilsu,“ heldur Valdís áfram og bætir við að hún sé byrjuð að vinna í nýju lagi en efni hennar er aðgengi- legt á helstu streymisveitum (VAL- DIS og @thisisvaldis). „Ég ætla ekki að láta Covid stoppa mig og held áfram að gefa út tónlist á árinu.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skagfirska söngkonan Valdís Val- björnsdóttir sendir frá sér nýtt lag í dag til að lífga upp á tilveruna og sýna og sanna að hún gefst ekki upp þótt á móti blási. Hún greindist með kórónuveiruna í byrjun maí í fyrra, var mjög veik og hefur glímt við mik- il eftirköst síðan, meðal annars verið í endurhæfingu og rannsóknum á Reykjalundi alla virka daga síðan 4. október. Nýja lagið, „Onto You“, samdi Val- dís með söngkonunni Söru Péturs- dóttur, eða Glowie, og Anton Ísak Óskarsson útsetti lagið. Magnús Jó- hann Ragnarsson leikur á píanó og Reynir Snær Magnússon á gítar. „Textinn fjallar um spennuna sem fylgir því að byrja í nýju sambandi,“ segir Valdís. Tónlist hefur fylgt Valdísi, sem er 22 ára, frá blautu barnsbeini og hún hefur lagt mikið á sig til þess að ná árangri. „Ég hef glímt við kvíða frá unga aldri og tónlistin hefur hjálpað mér mikið, ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og sungið frá því ég man eftir mér,“ segir hún. Þegar hún var níu ára byrjaði hún að æfa söng og var í kórnum Drauma- röddum norðursins undir stjórn Alex- öndru Chernyshovu. Hún var líka í einka- tímum hjá henni til 2012 en síðan í söngnámi hjá Regínu Ósk í Söngskóla Maríu Bjarkar 2012 til 2016. Óku suður í söngtíma „Mamma og pabbi keyrðu mig frá Sauðárkróki í söngtíma í Reykjavík aðra hverja viku. Þegar ég byrjaði í framhaldsskólanum hóf ég söngnám hjá Þórhildi Örvars og keyrði til hennar á Akureyri vikulega. Eftir framhaldsskóla fór ég í söngnám í Complete Vocal Institute í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist þaðan með diplómu í söng.“ Hún flutti svo suður haustið 2020 og byrjaði að kenna í Söngskóla Maríu Bjarkar. Valdís hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum. Árið 2018 sigr- aði hún í Söngkeppni nemendafélags Valdís gefst ekki upp - Er óvinnufær vegna Covid og gefur út lag í endurhæfingunni Söngkona Valdís Valbjörnsdóttir lætur veiruna ekki stöðva sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.