Morgunblaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 4
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rauð veðurviðvörun setti mark sitt á gærdaginn og viðbragðsaðilar voru hvarvetna tilbúnir að takast á við hvellinn. Óveðrið kom eins og spáð hafði verið og truflaði víða sam- göngur og skólahald en olli blessun- arlega hvergi manntjóni eða stór- skaða svo vitað sé. Rafmagns- truflanir urðu víða en yfirleitt gekk vel að koma rafmagni aftur á. Veðrið gekk fljótt yfir og lífið komst í eðli- legra horf eftir því sem leið á daginn og áður en næsta veðurgusa kom. Ríkislögreglustjóri aflétti um há- degi í gær hættustigi sem sett hafði verið á um miðnættið. Óvissustigi vegna snjóflóða var aflétt á Mið- Norðurlandi en áfram er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum. Óvenjumikil veðurhæð Veðurhæð varð víða óvenjumikil í í gær. Þetta átti ekki hvað síst við á suðvesturhorninu, að sögn Guðrúnar Nínu Petersen, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Klukkan fimm í gærmorgun var t.d. stormur, rok eða ofsaveður á nær öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. „Ég fylgist með vindinum,“ sagði Guðrún Nína. „Fyrir nokkrum árum reiknaði ég út fyrir margar veður- stöðvar hvað búast mátti við sterkum vindi til dæmis á fimm ára eða tíu ára fresti samkvæmt tölfræðinni.“ Hún sagði að í fyrrinótt hefði mælst meiri vindhraði á töluvert mörgum veður- stöðvum á Suðvesturlandi en gera má ráð fyrir að geti komið á hverjum áratug, samkvæmt tölfræðinni. „Þetta eru sjaldgæfir atburðir,“ sagði Guðrún Nína. Veðurstöðin á Reykjanestá var ekki ein þeirra stöðva sem voru með í fyrrnefndum útreikningum. Þar mældist í gær mestur vindhraði á láglendi eða 39 m/s. Vindhraði merk- ir meðalvindur í tíu mínútur. Vind- hraði á Reykjanesbraut fór í 31,2 m/s og mesta vindhviðan, það er vindur í 1-3 sekúndur, var 43 m/s. Samkvæmt tölfræðinni má búast við slíkum at- burði einu sinni á 9-10 ára fresti á þeim stað. Verður í minnum haft Miklar vindhviður mældust á þekktum hviðustöðum. Á Þyrli í Hvalfirði mældist 58,8 m/s hviða, undir Hafnarfjalli, 59,4 m/s og 65,1 m/s hviða við Tíðaskarð í Hvalfirði. Veðrið gekk austur yfir landið. Á Vatnsskarði eystra mældist 49,7 m/s vindhraði og 60,7 m/s vindhviða kl. 10.40. Eftir það fór veðrið að ganga niður. Guðrún Nína telur að óveðrið í gær verði í minnum haft á meðal veðurfræðinga. Mikil læti voru í óveðurshvellinum - Óvenjumikil veðurhæð mældist víða í gær, ekki síst á suðvesturhorninu - Veðrið kom á heppilegum tíma á höfuðborgarsvæðinu - Fremur óvenjulegt að sjá jafn eldrautt vegakort og gilti í gærmorgun Truflanir í raforkukerfinu Óveður gekk yfir landið 7. febrúar 03:03 Rafmagnslaust í Hafnarfirði og hluta Garðabæjar í 16 mín. eftir að spennustöðin í Hamranesi slær út. Einnig í hluta Reykjavíkur í um 2mín. 06:15 Aftur rafmagns- laust á Vesturlandi og Snæfellsnesi, nú í 9 mín. 07:39 Rafmagnslaust er á Höfn í Hornarfirði og nærsveitum í 9 mín. 07:58 Aftur rafmagnslaust á Höfn í Hornarfirði og nærsveitum. 09:04 Vél 6 í Hellisheiðar- virkjun sló út þegar tíðnin fór í 49,5 Hz. 10:10 Spennir 1 í Vest- mannaeyjum slær út. 04:04 Kísilver Elkem á Grundartanga raf- magnslaust í 27 mín. 04:58 Rafmagnslaust á Snæfellsnesi og Borgarfirði í 26 mín. 05:54 Varaaflsvélar í Bolungarvík ræstar Færð á vegum kl. 08.00 Kort: Vegagerðin Heimild: Landsnet Ófært Allur akstur bannaður Vindhraði, m/s Kort: Guðrún Nína Petersen Mesti vindhraði frá 00.10 til kl. 09.02 „Þetta var mikill hvellur og kom á mjög heppilegum tíma sólarhrings- ins á Suðvesturlandi. Fáir voru á ferli og flestir í fastasvefni. Við get- um verið þakklát fyrir það. Svo dró mjög snögglega úr veðurofsanum þar rétt fyrir fótaferðartíma. Veðrið hefði haft mun meiri áhrif í mesta þéttbýlinu hefði það komið að degi til,“ sagði Guðrún Nína. Hún sagði að hitastigið hefði líka haft áhrif á að minna snjóaði en ef lofthiti hefði ver- ið lægri. „Rauð viðvörun er ekki gef- in út að ástæðulausu og hefur áhrif í þá átt að draga úr tjóni. Það munar miklu ef fólk býr sig undir óveður, ekki síst þegar það er í hámarki um miðja nótt að ekki séu lausamunir að fjúka fyrir utan. Ég er mjög sátt við þessa veðurspá og viðbrögðin við henni,“ sagði Guðrún Nína. Truflun á skólastarfi Óveðrið setti stórt strik í skólahald í gær. Tilkynnt var í fyrradag að reglulegt skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu félli niður vegna veðurspárinnar. Öllu skóla- haldi var aflýst í leik- og grunnskól- um Akureyrarbæjar og víðar. Skóla- hald féll niður að hluta á Austurlandi. Eftir að veðrinu slotaði á höfuð- borgarsvæðinu voru leikskólar og frístundastarf grunnskólanema opn- uð klukkan 13.00. Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins tilkynnti að opnun- in ætti við þá leikskóla þar sem ekki var áður búið að auglýsa skipulags- daga. Minnt var á að gul veðurvið- vörun gildir fram á daginn í dag, þriðjudag, og því mikilvægt að for- eldrar og forráðamenn fylgist vel með veðri áður en lagt er af stað í skólann í dag. Mikil röskun á samgöngum „Ég man alveg eftir svona kortum þar sem allt var lokað. Það er þó frekar óvenjulegt. Það er algengara að norðurhluti landsins sé lokaður en Suðurlandið sleppi eða öfugt,“ sagði Kristinn Jónsson, deildarstjóri um- ferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Vegakerfið á korti Vegagerðarinnar var að mestu rauðlitað í gærmorgun, sem merkti að vegir væru ófærir, eða allur akstur bannaður. Kristinn sagði að veðrið hefði gengið hratt yfir. Hellisheiði var þó ekki opnuð í gær en opið var um Þrengsli. Djúpvegur var líka lokað- ur, ekki síst vegna Súðavíkurhlíðar og snjóflóðahættu þar. Dynjandis- heiði var ekki heldur opnuð í gær. Reyna átti að opna aðra þjóðvegi í gær. Víða var hálka og sums staðar þæfingur. Snjóflóð féll á Grenivíkurveg og lokaði honum. Morgunakstur féll niður Strætisvagnar hófu akstur á höf- uðborgarsvæðinu um klukkan tíu í gærmorgun. Öllum morgunferðum hafði verið aflýst í fyrradag vegna slæmrar veðurspár. Þegar akstur hófst höfðu um 25 snjómoksturstæki hreinsað strætisvagnaleiðir og margar aðrar götur á höfuðborgar- svæðinu. Miklar truflanir urðu á ferðum Strætó á landsbyggðinni. Í tilkynn- ingu í gærmorgun kom fram að leiðir 51 og 52 hefðu ekki hafið akstur vegna þess að Hellisheiði var lokuð. Leiðir 71, 72 og 73 áttu að hefja akst- ur eftir hádegi. Leið 57 ók á milli Reykjavíkur og Borgarness en ekki var ekið á milli Akureyrar og Borgarness í gær. Þá voru leiðir 55, 87, 88 og 89 farnar að aka á Suðurnesjum. Leið 78 milli Akureyrar og Siglufjarðar ók ekki í gær og ekki heldur leið 56 milli Akureyrar og Egilsstaða. Mörgum flugferðum var aflýst Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Keflavíkurflugvallar var 23 komum farþegaflugvéla til landsins aflýst í gær og brottför 21 flugvélar. Það voru flugvélar frá Icelandair, Atlantic Airways, SAS, British Air- ways, EasyJet, Transavia, Play, Vu- eling ogWizz Air sem ekki komu eða fóru samkvæmt áætlun. Þá var kom- um og brottförum tveggja vöruflutn- ingavéla DHL og Bluebird aflýst. Einnig varð töluverð röskun á innanlandsflugi og aflýsti t.d. Flug- félagið Ernir flugi til Vestmannaeyja og Hornafjarðar og Norlandair af- lýsti flugi til Bíldudals. Herjólfur siglir ekki Allar ferðir Vestmannaeyjaferj- unnar Herjólfs voru felldar niður í gær og í dag vegna slæmrar veður- spár. Spáð var yfir tíu metra öldu- hæð á siglingaleiðinni og þótti líklegt að vegir til og frá Þorlákshöfn gætu lokast. Mögulega verður ekki heldur siglt í fyrramálið en nánari upplýs- ingar um það fást á Facebook-síðu Herjólfs ohf. þegar nær dregur. „Útidyrahurðin sprakk upp í óveðrinu um klukkan sex um morguninn. Vindurinn stóð beint upp á hana,“ sagði Kristinn Bjarnason, eigandi veitingahússins North West í Víðigerði við hring- veginn í Húnavatnssýslu, mitt á milli Staðarskála og Blönduóss. Hann sagði að til allrar hamingju hefðu starfsmenn orðið varir við óhappið líklega um hálftíma eftir að útidyrahurðin sprakk upp. „Þá var kominn skafl inn á stað- inn. Reynt var að loka hurðinni en hún hafði skaddast svo það tókst ekki. Þá var hringt í 112 og Björg- unarsveitin Húnar kom og negldi hurðina aftur. Flott fólk héðan úr sveitinni kom svo og hjálpaði okk- ur að moka snjónum út. Við höfum verið í allan dag að þurrka bleytu og meta skemmdir,“ sagði Krist- inn. Opna átti veitingahúsið í gær eftir vetrarlokun. Það fór eins og það fór. Stefnt er að því að opna aftur í dag. En olli óhappið miklu tjóni? „Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Kristinn. „Við slökktum á öll- um tækjum og höfum verið með blásara í gangi í allan dag til að þurrka upp bleytuna. Það er eftir að sjá hvort tölvur, kælar og önnur tæki fara aftur í gang. Húsgögnin eru úr viði og leðri. Okkur sýnist að einhverjir stólar geti hafa skemmst en heilt yfir virðist þetta hafa sloppið þokkalega. Það var heppni hvað þetta uppgötvaðist fljótt. Ef staðurinn hefði staðið lengur opinn hefði hann fyllst af snjó.“ Stutt er síðan veitingahúsið var allt tekið í gegn og innréttingar og húsbúnaður endurnýjaður. Veitingahúsið fylltist af snjó Ljósmynd/Agnes B. Bergþórsdóttir North West Útihurðin fauk upp og mikill snjór barst inn á staðinn. 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.