Morgunblaðið - 08.02.2022, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég hef staðið vaktina hér í 28 ár,
nánast upp á hvern einasta dag. Það
er komin smá þreyta í karlinn,“ seg-
ir Hreiðar Karlsson sem ásamt
konu sinni, Elínu Gestsdóttur, hefur
rekið Hundahótelið á Leirum á
Kjalarnesi. Þau lokuðu hótelinu nú
um mánaðamótin.
Hreiðar segist hafa orðið var við
að lokunin kemur sér illa fyrir
marga. Hann hafi taugar til eig-
endanna enda hafi þau verið að
gæta þriðju kynslóðar hunda hjá
sumum fjölskyldum.
Hreiðar segist ekki ætla að leigja
aðstöðuna enda yrði sami átroðn-
ingur vegna þess og að hafa rekst-
urinn sjálf með höndum. Annað
hundahótel er í Reykjanesbæ og
síðan hefur að hans sögn aukist
mikið að fólk gæti hunda í heima-
húsum.
Athuga með sumarþjónustu
Hann segir að gestir hafi komið á
hundahótelið allt árið, ekki aðeins
vegna sumarleyfa eigendanna, og
þeir séu frá einum degi og upp í ein-
hverja mánuði í einu. Ástæðurnar
geti verið margvíslegar.
„Ég sé hvað við getum gert. Við
erum með opið fyrir óskilahunda
fram í júní samkvæmt samningum
við sveitarfélögin en annars er lok-
að. Mér sýnist svo að við þurfum að
hafa sumarþjónustu fyrir fleiri
hundruð gesti,“ segir Hreiðar.
„Ég vil fyrir hönd okkar
hjónanna þakka ferfættum við-
skiptavinum og eigendum þeirra all-
ar ánægjustundirnar þessi ár og
óska þeim alls hins besta,“ segir í
kveðjupistli sem Hreiðar skrifaði
inn á vef Hundahótelsins þegar
hann lokaði.
Hundahótel Starfsemin á Leirum hefur gert mörgum fjölskyldum kleift að
hafa hund en komast samt í frí. Margir sakna nú hótelsins.
Hefur staðið vakt-
ina alla daga í 28 ár
- Hundahótelinu á Leirum lokað
Gestir Hótelstjórinn hefur verið að
gæta þriðju kynslóðar hunda.
Köngulær hafa verið ofarlega á
blaði hjá Erling Ólafssyni skordýra-
fræðingi síðustu mánuði. Frá því í
september hefur hann fjallað um sjö
slíkar á facebook-síðunni Heimur
smádýranna og tvær þær nýjustu
eru skápakönguló og veggja-
könguló. Sú fyrrnefnda, og sú fyrsta
þessarar tegundar sem Erling er
kunnugt um hérlendis, fannst fyrir
um mánuði á lager hjá vefverslun í
Reykjavík. Veggjaköngulóin fannst
hins vegar í gámi á Grundartanga í
haust.
Um veggjakönguló skrifar Erling:
„Síðastliðið haust fannst furðukvik-
indi mikið í gámi á Grundartanga.
Um var að ræða afar óvænta suð-
ræna tegund köngulóar sem lifir
næst okkur í Miðjarðarhafslöndum
þar sem hún finnst einkum í húsum
og skemmum og dylst yfir daginn í
glufum í veggjum. Hún er flatvaxin
og þegar hún skríður fram situr hún
hreyfingarlaus þétt við undirlagið
með langa útstrekkta leggi sína eins
og krans út frá bolnum.
Veggjakönguló (Selenops radia-
tus) er ekkert lamb að leika við.
Hún er svo snör í snúningum að vart
verður auga á fest. Er hún sögð eitt
snarpasta dýr sem fyrirfinnst. Þeg-
ar bráð nálgast, sama úr hvað átt,
sprettur hún upp úr stellingu sinni
snarsnýst í loftinu og bráðin á ekki
séns!“
Erling rifjar upp að hann hafi
fjallað um ekkjuköngulær, en þær
eigi sér nauðalíka ættingja í ná-
grannalöndum okkar.
Gæti numið land
„Ein þeirra köngulóa er tegund
sem ég hef nefnt skápakönguló
(Steatoda grossa) og finnst um heim
allan, í Evrópu allt norður að okkar
breiddargráðum. Er því lítt því til
fyrirstöðu að hún nemi landið okkar
í framtíðinni, en hún lifir fyrst og
fremst innanhúss. Til þess þyrfti
hún þó að slæðast hingað í ein-
hverjum mæli,“ skrifar Erling og
eins og áður sagði fannst sú fyrsta
fyrir um mánuði.
Skápakönguló (cupboard spider á
ensku) lítur fljótt á litið út eins og
ekkjurnar, svört og gljáandi með út-
blásinn afturbol, fótaburður er einn-
ig sá sami. Getur bitið ef fiktað er í
henni, leggur þó frekar á flótta und-
an áreiti og er alls ekki árásargjörn.
Bitin eru merkjanleg, eituráhrifa
gætir en líða fljótt hjá. Þau eru ann-
ars hættulaus. aij@mbl.is
„Ekkert lamb að leika við“
- Tvær nýjar köngulóartegundir í heimsókn hérlendis
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Leiftursnögg „Snarpasta í snún-
ingum kvikindi“ sem ég hef nokk-
urn tímann komist í kynni við, skrif-
ar Erling um veggjakönguló.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Hér er suðaustan vitlaust veður,
20-25 metrar,“ sagði Guðmundur
Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þor-
steinssyni EA, upp úr hádegi í gær.
Þeir voru þá 72 mílur austur af
Langanesi og fimm önnur íslensk
skip, eitt grænlenskt og eitt fær-
eyskt skip voru á svipuðum slóðum.
Guðmundur sagði að þeir myndu
halda sjó eitthvað fram eftir degi,
en vonandi yrði komið vinnuveður
undir kvöld með suðvestanáttinni.
Vel færi um mannskapinn um borð
í stóru og öflugu skipinu.
Um 1.500 tonn voru komin í skip-
ið í gærmorgun, en fyrir réttri viku
setti Vilhelm heimsmet þegar 3.448
tonnum af loðnu var landað úr skip-
inu í Fuglafirði í Færeyjum. Guð-
mundur sagði að um helgina hefði
aðeins dregið úr afla í trollið og
loðnan væri nokkuð dreifð. Fljót-
lega liði að því að menn tækju
loðnunæturnar um borð og byrjuðu
veiðar við Suðausturland. Vonandi
myndi ótíðinni linna svo menn gætu
sinnt nótaveiðum af krafti.
Mæla á norðvestursvæðinu
Ráðgert er að rannsóknaskipið
Árni Friðriksson fari til leitar og
mælinga á loðnu á morgun, mið-
vikudag. Farið verður á svæði
norðvestur af landinu, austur að
Kolbeinseyjarhrygg.
Á Vestfjarðamiðum torveldaði
vont veður og hafís mælingar í leið-
angri í síðasta mánuði. Slæmt veð-
ur hefur verið á þessum slóðum síð-
ustu daga, en vonir standa til að því
sloti síðari hluta vikunnar. Þá er vel
fylgst með því hvort hafísinn hopar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hafrannsóknastofnun er hrogna-
þroski loðnunnar seinni en alla
jafna og hrygningagöngur seinna á
ferðinni en oft áður. Því gæti eitt-
hvað hafa skilað sér undan hafísn-
um í Grænlandssundi frá síðustu
mælingu.
Það magn sem mælt var í janúar
skilar ráðgjöf upp á um 800 þúsund
tonn, en haustráðgjöfin var upp á
904 þúsund tonn í ráðlögðu heildar-
aflamarki á yfirstandandi vertíð.
Að lokinni yfirferð Árna Friðriks-
sonar á næstu dögum verður gefin
út lokaráðgjöf. Ef vel gengur gæti
mælingunni lokið á fjórum dögum
og lokaráðgjöf legið fyrir um miðja
næstu viku.
Gerðu hlé á veiðum
Í kjölfar tilkynningar Hafrann-
sóknastofnunar um mögulega
skerðingu á aflaheimildum um 100
þúsund tonn gerðu m.a. Brim hf. og
Vinnslustöðin hlé á veiðum. Þær
upplýsingar fengust hjá Brimi í
gær að staðan yrði metin að nýju í
lok vikunnar. Uppsjávarskipin þrjú
sem fyrirtækið gerir út eru nú í
Reykjavík. Tvö þeirra eru tilbúin til
nótaveiða og það þriðja verður
klárt á miðvikudagskvöld. Kvóti
Brims minnkar um 14.500 tonn
verði af skerðingu.
Á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar
segir að verði heildarkvótinn
minnkaður um 100 þúsund tonn
þýði það að samanlagður kvóti
Vinnslustöðvarinnar og Hugins
minnki um níu þúsund tonn. Af
heildarkvóta íslenskra skipa upp á
662 þúsund tonn, eins og hann var
gefinn út í haust, er búið að veiða
294 þúsund tonn og því eftir að
veiða um 369 þúsund tonn sam-
kvæmt því sem lesa má á heimasíðu
Fiskistofu.
Síðustu vikuna virðist eitthvað
hafa ræst úr nótaveiðum norskra
skipa fyrir sunnanverðum Aust-
fjörðum. Þau hafa ýmist landað í
Noregi eða hérlendis. Í gær lágu
mörg þeirra inni á fjörðum fyrir
austan vegna veðurs.
Styttist í loðnuveiðar með nót
- Átta skip héldu sjó í vonskuveðri 72 mílur austur af Langanesi - Farið á ný til mælinga á morgun
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Vertíð Suðurey VE var eitt þeirra skipa sem í gær voru um 70 mílur austur af Langanesi. Íslensku skipin hafa verið á trolli, en nótaveiðar byrja fljótlega.