Morgunblaðið - 08.02.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Sextán bjóða sig fram í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi
fyrir komandi sveitarstjórnar-
kosningar. Opið prófkjör verður
haldið 12. mars næstkomandi og
verður kosið verður um sex efstu
sætin. Sem kunnugt er tilkynnti
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
að hann gæfi ekki kost á sér aft-
ur fyrir flokkinn.
Til þessa hafa aðeins Ásdís
Kristjánsdóttir, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, og Karen Elísabet Hall-
dórsdóttir bæjarfulltrúi lýst því
yfir að þær sækist eftir efsta sæt-
inu. Þessi bjóða sig fram:
Andri Steinn Hilmarsson, Axel
Þór Eysteinsson, Ásdís Kristjáns-
dóttir, Bergur Þorri Benjamíns-
son, Elísabet Sveinsdóttir, Guð-
mundur Gísli Geirdal, Hanna
Carla Jóhannsdóttir, Hannes
Steindórsson, Hermann Ármanns-
son, Hjördís Ýr Johnson, Karen
Elísabet Halldórsdóttir, Lilja
Birgisdóttir, Ómar Stefánsson,
Rúnar Ívarsson, Sigvaldi Egill
Lárusson og Tinna Rán Sverris-
dóttir.
Sextán frambjóðendur taka þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi
Ásdís
Kristjánsdóttir
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
Bragi Bjarnason
íþróttafræðingur
gefur kost á sér
til að leiða lista
Sjálfstæðis-
flokksins í Ár-
borg en prófkjör
fer fram 19.
mars.
Bragi er fer-
tugur að aldri og
er deildarstjóri
frístunda- og menningardeildar Ár-
borgar. Hann segist í tilkynningu
leggja áherslu á ábyrgan rekstur
sveitarfélagsins þar sem öflug fjár-
málastjórn og forgangsröðun skapi
tækifæri og forsendur til að veita
íbúum sveitarfélagsins betri þjón-
ustu til framtíðar. Þá vilji hann
leggja sín lóð á vogarskálar til að
fjölga atvinnutækifærum í Árborg.
Bragi vill leiða
D-listann í Árborg
Bragi
Bjarnason
Örn Viðar
Skúlason býður
sig fram í 3. til
4. sæti á lista
Sjálfstæðis-
flokksins á Sel-
tjarnarnesi í
prófkjöri sem
fer fram 26.
febrúar næst-
komandi.
Örn Viðar hef-
ur verið formaður Sjálfstæðis-
félags Seltirninga sl. tvö ár. Hann
er hagverkfræðingur að mennt,
með meistarapróf í fjármálum fyr-
irtækja og hefur víðtæka reynslu
af rekstri og stjórnun fyrirtækja.
Hann starfar í dag sem fjárfest-
ingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði og
situr í stjórnum nokkurra sprota-
fyrirtækja.
Örn Viðar sækist
eftir 3.-4. sæti
Örn Viðar
Skúlason
Björgvin Páll
Gústavsson,
landsliðs-
markvörður í
handknattleik,
sækist eftir 1.-2.
sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í
Reykjavík fyrir
borgarstjórnar-
kosningarnar í
vor. Hann til-
kynnti þetta á Facebook-síðu sinni í
gær.
„Mig langar að taka ábyrgð á því
að gæta velferðar barna og ann-
arra viðkvæmra hópa í samfélag-
inu. Að auki þá hafa málefni barna
snertiflöt við nánast allan rekstur
borgarinnar og mynda einn helsta
útgjaldalið sveitarfélagsins,“ skrif-
aði Björgvin Páll meðal annars.
Staðfestir framboð
fyrir Framsókn
Björgvin Páll
Gústavsson
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Samkvæmisdansararnir og hjónin
Hanna Rún Bazev Óladóttir og Ni-
kita Bazev eru fyrst íslenskra para
til þess að tryggja sér þátttökurétt
á heimsleikum Alþjóðadansíþrótta-
sambandsins, WDSF, sem haldnir
verða í Alabama í Bandaríkjunum í
sumar. Frammistaða parsins í und-
ankeppni heimsleikanna á Fene á
Spáni varð til þess að þau eru í
hópi þeirra 16 para sem valin hafa
verið til keppni í latin-dönsum.
„Þarna verða bara topppörin í
heiminum,“ segir Bergrún Stef-
ánsdóttir, formaður Dansíþrótta-
sambands Íslands.
„Þetta er ótrúlega gaman og það
er mikill heiður að fara fyrir hönd
Íslands. Þetta var markmið hjá
okkur, bæði af því að íslenskt par
hefur aldrei áður farið á þessa
leika og af því þeir eru bara haldn-
ir á fjögurra ára fresti svo það
hefði verið leiðinlegt að bíða í fjög-
ur ár eftir næsta tækifæri. En
þetta hafðist,“ segir Hanna Rún.
„Hanna Rún og Nikita eru búin
að sýna fram á undraverðan ár-
angur. Að ná inn á þessa leika eftir
það sem hún lenti í er náttúrulega
bara stórkostlegt,“ segir Bergrún
og vísar til þess að Hanna Rún
lamaðist tímabundið á öðrum fæti
eftir misheppnaða mænurótardeyf-
ingu þegar hún eignaðist sitt ann-
að barn fyrir tveimur árum. Hanna
segir barneignirnar hafa haft áhrif
á æfingarútínuna, fjölskyldan sé
nú í fyrsta sæti. ragnheidurb-
@mbl.is
Glæsileg Hanna Rún og Nikita eru samkvæmisdansíþróttinni til sóma.
„Undraverður
árangur“ danspars
- Taka þátt í heimsleikum WDSF
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Liðið Dodici frá Vopnafjarðarskóla
bar sigur úr býtum í hinni árlegu
tækni- og hönnunarkeppni First
Lego League sem fram fór um
helgina í streymi. First Lego
League er alþjóðleg Lego-keppni
sem nær til yfir 600.000 ungmenna
í 110 löndum víða um heim. Með
sigrinum tryggði liðið sér þátt-
tökurétt í Norðurlandakeppni First
Lego League sem áætlað er að fari
fram í Noregi í næsta mánuði.
Að þessu sinni tóku tíu lið frá níu
grunnskólum þátt í keppninni hér á
landi en þátttakendur voru á aldr-
inum 10-16 ára. Liðin voru metin út
frá fjórum þáttum: liðsheild, for-
ritun og hönnun vélmennis, nýsköp-
unarverkefni og loks vélmenna-
kappleik. Þema hvers árs er byggt
á Heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna og í ár voru það vöru-
flutningar.
Í útsendingu frá keppninni var
fylgst með liðunum í vélmenna-
kappleiknum en hann felst í að
leysa þrautir með LEGO-þjarki á
keppnisborði sem tengist þema árs-
ins.
„Þegar þau taka sig til þá eru
þau samheldin, sérstaklega þegar
það kemur að svona keppni. Þau
eru með keppnisskap,“ segir Sólrún
Dögg Baldursdóttir, umsjónar-
maður liðsins. „Við hittumst í skól-
anum og horfðum á keppnina sam-
an. Það var mikil gleði og
spenningur.“
Sólrún segir þau stefna á að fara
til Noregs verði keppnin haldin þar,
það eigi þó enn eftir að komast
endanlega á hreint hvort hún verði
haldin þar í landi eða rafrænt.
Nemendur á Vopnafirði
krýndir Lego-meistarar
- Sigruðu í tækni- og hönnunarkeppni First Lego League
Dodici Þær Þórhildur og Berglind sáu um að stýra vélmenninu í kappleik.