Morgunblaðið - 08.02.2022, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
HÁGÆÐA EFNAVÖRUR
FRÁ LIBERON
Opið virka
daga frá
9-18
lau frá
11-17
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ljóst er að beint og óbeint tjón sem
atvinnufyrirtæki á Seyðisfirði hafa
orðið fyrir í kjölfar skriðufallanna í
desember árið 2020 hleypur á hundr-
uðum milljóna króna, líklega millj-
örðum, og hefur aðeins lítill hluti
þess fengist bættur. Þetta kemur
fram í umsögn verkefnisstjórnar
Seyðisfjarðarverkefnisins um þings-
ályktunartillögu sem Líneik Anna
Sævarsdóttir og 17 aðrir þingmenn
hafa lagt fram á Alþingi þar sem lagt
er til að gerð verði úttekt á trygg-
ingavernd í kjölfar náttúruhamfara.
Verðlausar eignir á hættusvæði
Í umsögninni sem Gauti Jóhann-
esson, formaður verkefnisstjórnar-
innar, sendir fyrir hönd stjórnarinn-
ar er tillögunni fagnað en af umsögn
hans má ráða að víða er pottur brot-
inn í meðferð tjónamála í kjölfar
náttúruhamfara.
Vakin er athygli á að forgangsröð-
un Ofanflóðasjóðs hafi eingöngu
beinst að íbúðarhúsnæði þrátt fyrir
að eigendur atvinnuhúsnæðis greiði
árlegt ofanflóðagjald og þeir sem
eiga atvinnuhúsnæði á hættusvæði
fái enga lausn sinna mála þar sem
eingöngu sé um uppkaup á íbúðar-
húsnæði að ræða „og stjórnvöld gera
ekki ráð fyrir að verja atvinnusvæði
á hættusvæðum í fyrirsjáanlegri
framtíð“.
Enginn greinarmunur sé þó gerð-
ur á íbúða- og atvinnuhúsnæði í lög-
um um ofanflóðavarnir „og því má í
raun segja að stjórnvöld séu ekki að
sinna lögboðnu hlutverki sínu er
snýr að atvinnulífi,“ segir þar.
Óbilgirni við túlkun
Jafnframt segir í umsögninni að
mörg dæmi séu um að atvinnurek-
endur standi frammi fyrir beinu fjár-
hagstjóni þar sem hvorki þeir né
starfsmenn treysti sér til að starfa í
húsnæði á hættusvæði og slíkar
eignir séu verðlausar þar sem eng-
inn vilji kaupa þær.
Í umfjöllun um tryggingamál
kemur fram að nokkur atvinnufyr-
irtæki hafi staðið frammi fyrir miklu
tjóni sem ekki fáist að fullu bætt frá
tryggingafélögum, „jafnvel þótt eig-
endur fyrirtækjanna hafi talið sig
fulltryggða. Ástæður þessa eru
margvíslegar. Hér er fyrst og fremst
um óbilgirni við túlkun á skilmálum
að ræða en einnig má nefna kröfur
um 10% sjáIfsábyrgð, sem margir
töldu óréttlátt þar sem það var ekki í
þeirra valdi að koma í veg fyrir ham-
farir. Þá var tekist á um sönnunar-
byrði vegna foktjóna í kjölfar ham-
faranna, en í flestum tilvikum var
ómögulegt að sanna hvaðan skriðu-
brakið var, sem fauk á húseignir, og
varð á endanum úr að Náttúruham-
faratrygging varð að taka það tjón á
sig,“ segir í umsögninni.
Auk þessa fáist rekstrartjón ekki
bætt þar sem bætur fyrir slíkt tjón
falli niður við náttúruhamfarir. Tjón
sem varðar t.d. matvæli hlaupi á tug-
um milljóna vegna röskunar á starf-
semi eftir flóðið og að vegasamband
rofnaði, sem varð til þess að mikið
magn matvæla eyðilagðist.
Bent er á að búnaðardeild Bjarg-
ráðasjóðs var lögð niður 2017 sem
leitt hafi til þess að rekstrartjón fáist
ekki lengur bætt, s.s. við mjólku-
framleiðslu. Hella þurfti niður þús-
undum lítra af mjólk á býli í Seyð-
isfirði sem einangraðist vegna
skrifðufalla. Öllum beiðnum bænda
um bætur hafi verið hafnað.
Vísuðu málinu frá
„Málinu hefur verið vísað frá
Náttúruhamfaratryggingu, frá af-
urðastöð býlisins og Bjargráða-
sjóði,“ segir í umsögninni.
Náttúruhamfaratrygging hafi vís-
að því frá þar sem vátryggingin bæti
ekki afleitt tjón svo sem rekstrartap
og afurðastöð býlisins hafnaði bótum
á þeim forsendum að rekstrarstöðv-
unartryggingin næði eingöngu yfir
bruna, óveður og salmonellusýkingu.
Afurðastöðin hafi svarað því til að
tryggingin nái ekki til tjóns vegna
skriðufalla og hún sé ekki aðili að
málinu þar sem um náttúruhamfarir
hafi verið að ræða.
„Að síðustu leituðu bændur til
Bjargráðasjóðs, sem hafnaði bóta-
skyldu, enda væri hún eingöngu á
gjaldskyldum fasteignum, girðing-
um, túnum og rafmagnslínum er
tengjast landbúnaði, á heyi og vegna
uppskerubrests,“ segir í umsögn-
inni.
Er frá því sagt að fram komi í
svari stjórnar Bjargráðasjóðs að
tjónið vegna skriðufalla falli ekki
undir umrædd ákvæði og þegar bún-
aðardeildin var lögð niður 2017 var
hætt að leggja á og innheimta bún-
aðargjald sem hefði væntanlega get-
að komið til móts við tjónið en núver-
andi lög nái ekki yfir það.
„Ljóst að afurðatjónið fellur á
milli stafs og hurðar í kerfinu þar
sem ekki virðist hafa verið gengið úr
skugga um við lagabreytingar á
verkefnum Bjargráðasjóðs að slíkt
tjón sé tryggt,“ segir enn fremur og
er tekið fram að mikilvægt sé að
reglur um Bjargráðasjóð verði end-
urskoðaðar eða tryggt með öðrum
hætti í lögum að rekstrartjón bænda
vegna náttúruhamfara verði bætt.
Flytja þarf sögufræg hús
Þessu til viðbótar er minnt á að
aurskriðan féll á sögufræga byggð
og allnokkur sögufræg hús á hættu-
svæðinu á Seyðisfirði sem talið er
nauðsynlegt að flytja. Því fylgi gríð-
arlegur kostnaður og ljóst sé að
sveitarfélagið muni þurfa meiri
stuðning vegna þess.
Tjónið gæti hlaupið á milljörðum
- Fyrirtæki ekki fengið tjón sitt bætt eftir skriðuföllin á Seyðisfirði - Eigendur atvinnuhúsnæðis fá
enga lausn sinna mála hjá Ofanflóðasjóði - Afurðatjón bænda lendir á milli stafs og hurðar í kerfinu
Morgunblaðið/Eggert
Seyðisfjörður Umsögnin byggist á reynslu atvinnurekenda á Seyðisfirði af
því hvernig tekið var á tjónamálum eftir hamfarirnar í desember 2020.