Morgunblaðið - 08.02.2022, Page 16
Í nýkapítalismanum er fagnaðar-
boðskapurinn sá að varan skuli
framleidd þar sem að-
stæður henta best og síð-
an flutt frjáls á milli
landa og heimsálfa og all-
ir hagnist.
Þetta byrjaði nokkuð
vel og Kína t.d. hófst upp
í efnahagslegt stórveldi
við þessa stefnumörkun.
Þessu fylgdi líka nokk-
uð frjáls för verkafólks
og einhverjir græddu og
græða á því.
En nú eru blikur á lofti og þessi
eilífðarvél uppgangsins höktir og
það helst fyrir ófullkomleika mann-
anna.
Draumurinn um eilífan frið og
samkomulag breyttist skyndilega í
martröð og þeir sem í gær voru við-
skiptafélagar og „bödd-
ís“ eru nú óvinir og per-
sónur „non grata“.
Þá var næst að setja á
viðskiptaþvinganir og
frysta eignir óvinanna
þar sem til þeirra næst.
Þá verður hættulegt
að opna gasleiðslur milli
landa því þeim er hægt
að loka. Í öllum áttum
sjást óvinir á fleti fyrir
og menn draga angalýj-
ur alþjóðaviðskipta inn í bili. Sjálfs-
þurft og fæðuöryggi verður málið,
og við ræktum okkar rófur og kál
sjálfir.
Sunnlendingur...
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Viðskiptavæðing á undanhaldi
Fæðuöryggi Sjálfs-
þurftarbúskapur er
það sem koma skal.
Morgunblaðið/G.Rúnar
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
En eitthvað hafa
samgöngumálin verið
að þvælast fyrir Þor-
steini Pálssyni. Hann
skrifar í Fréttablaðið 3.
febrúar sl. um deilur
innan Sjálfstæðis-
flokksins með og móti
borgarlínu. Hann tekur
þetta sem dæmi um að
flokkurinn sé að sanna
eigin glundroðakenn-
ingu á sjálfum sér. Afar
sorglegt fyrir fyrrverandi formann
þessa flokks og ekki furða þótt hon-
um líði illa. En sannleikur málsins er
ekki svona sorglegur. Það er enginn á
móti borgarlínu. Hópur sérfræðinga
er búinn að benda á galla í áætlun
Reykjavíkur sem gera hana alltof
dýra. Sá hópur er líka búinn að sýna
fram á að hægt er að gera jafn góða
borgarlínu fyrir 20 milljarða í stað 50
eins og ríkið ætlar að leggja í þetta
samkvæmt samgönguáætlun og dug-
ir þó ekki til.
Rauði dregillinn of dýr
Að þurfa bara 20 milljarða en ekki
50 ætti að gleðja mjög fyrrverandi
fjármálaráðherra. Ekki er það mjög
skiljanlegt af hverju þetta fór fram
hjá honum, þetta stendur allt á síðu
sérfræðingahópsins, www.samgongurfyr-
iralla.com. Munurinn er aðallega eitt
atriði. Það er sérbraut fyrir strætó í
miðju vegar, ein akrein í hvora átt
lögð rauðu asfalti, sem er bönnuð
fyrir bíla. Hún kostar 1.200 krónur á
millimetra, 60 milljarða fyrir alla 50
kílómetrana sem borgarlínan á að ná
yfir. En áætlun sérfræðingahópsins,
sem ber nafnið létta borgarlínan, er
ekki með þennan rauða dregil heldur
sérbrautir fyrir strætó hægra megin
eins og nú er og virkar vel.
Framhald af járnbraut
Reykjavíkurborg hefur tekið þess-
ari tillögu mjög illa og borið út um allt
að hópur léttu borgarlínunnar sé á
móti borgarlínu og almannasam-
göngum í heild sinni. Vissulega eru
menn á móti hinni þungu línu borg-
arstjórnarmeirihluta Reykjavíkur
(bsmRvk). Hún ber þess merki að
bsmRvk var orðinn fastur í gamla
járnbrautarmálinu sem skaut upp í
bsmRvk eftir 120 ár undir grænni
torfu. Svo fastur að hann komst ekki
út af því spori nema eft-
ir einhverju sem líkist
járnbraut og valdi
BRT-kerfi (Bus Rapid
Transit) fyrir borgar-
línu, það líkist járn-
braut. Kerfið er hannað
fyrir strætólínur sem
anna ekki álaginu, það
getur tvöfaldað eða þre-
faldað afkastagetuna,
og er því vinsælt í þró-
unarríkjum þar sem
bílaeign er mjög lítil.
Sérbrautin í miðju veg-
ar er aðgreind með veggjum frá öðr-
um hlutum vegarins. Hún gegnir því
hlutverki að passa að múlasnar og
handkerrur séu ekki að þvælast fyrir
strætó. Ekki mikið um það í Reykja-
vík. En þetta er næsti bær við járn-
braut. Einkunnarorðin sem Scott
Rutherford, upphafsmaður BRT,
valdi hugmyndinni voru „think train,
ride bus“, hugsaðu þér að þú sért í
lest þegar þú ferð með strætó.
Gallar þungu borgarlínunnar
Létta línan hefur skapað dálitla
„panik“ í bsmRvk. En við því er ekk-
ert að gera. Það verður aldrei neitt úr
þungu línunni. Ef þeim tekst að gera
fyrsta áfangann af fimm má það telj-
ast gott. Þetta eru gallar þungu lín-
unnar:
. Meirihluti fjármagnsins fer í rauða
dregilinn sem ekkert er með að gera.
. Það vantar a.m.k. 30-50 milljarða
til að klára verkið.
. Þá vantar enn 30+ milljarða fyrir
nýjum strætisvögnum á hreinorku.
. Borgarlína á að fara 30 km/klst.
eins og gamli strætó, sem er allt of
hægt.
. Áætlanir um að farþegatalan þre-
faldist eru gersamlega óraunhæfar.
. Skýrslur um þjóðhagslegan hagn-
að innihalda staðreynda- og reikni-
villur.
Umferðartafir
eru vandamál dagsins
Verst er nú samt að þunga borg-
arlínan var kynnt sem allsherjar-
lausn á samgöngumálum Reykjavík-
ur. Hún á þvert á móti eftir að gera
samgöngumálin mun verri því um-
ferð hefur aukist og tafirnar með, og
rauði dregill þungu línunnar bætir í
tafirnar. Þetta er mjög bagalegt, hóp-
ur léttu línunnar hefur reiknað út að
nú kosta tafirnar 36 milljarða á ári og
geta hæglega tvöfaldast á stuttum
tíma. Þá auka þær eldsneytiseyðslu
sem nemur 34.000 tonnum á ári, en
það jafngildir viðbótarlosun á CO2
sem nemur 100.000 tonnum á ári.
Þessi erfiða staða kemur upp nú
vegna þess að ekkert að marki hefur
verið gert í samgöngumálum Reykja-
víkur í um 20 ár, nema bíða eftir
borgarlínu.
Hagkvæmni- og
loftslagssjónarmið
Á þessum tíma hefur dæmið því
snúist við, hagkvæmni- og loftslags-
sjónarmiðin segja að nú skuli ráðist í
tafaminnkandi aðgerðir í borginni.
Ýmsar slíkar eru í samgöngusátt-
málanum, t.d. gatnamótin Bústaða-
vegur/Reykjanesbraut sem borga sig
upp á innan við ári, og Sundabraut
sem á að færa okkur 200+ milljarða
samfélagshagnað, núna 50 árum eftir
að hugmyndin kom fram. Gallinn er
bara sá að bsmRvk hefur staðið með
löppina fyrir þessum áformum og
notar til þess skipulagsvald Reykja-
víkur.
En ef tekst að koma léttu borgar-
línunni í gegn, þá munar það öllu.
Samgöngusáttmáli með þungu línuna
inni er ekki framkvæmanlegur og
gerir lítið gagn, en með léttu línunni
verður hann mjög fýsilegur. Þetta
ættu ráðherrar (fyrrverandi og nú-
verandi) að taka til athugunar. Borg-
arstjóri líka, en eitthvað er lítil von
með það, hann ætlaði að bjarga öllu
með borgarlínunni á síðasta kjör-
tímabili og kjörtímabilinu þar áður
líka, og nú á að bjarga þeim á næsta
kjörtímabili. En það getur tekist ef
Þorsteinn Pálsson getur sannfært
hann. Hver veit? Það er enginn á
móti borgarlínu, það þarf bara að
gera hlutina rétt.
Eftir Jónas Elíasson » Þorsteinn Pálsson er
fyrrverandi formað-
ur og ráðherra
Sjálfstæðisflokksins.
Hann nýtur almenns
trausts fyrir greinar í
blöðum og heiðarlega
framgöngu.
Jónas Elíasson
Höfundur er verkfræðiprófessor.
Borgar(sig ekki)línan
Mikil er sú gæfa að
geta öllum stundum af
æðruleysi lagt aðstæð-
urnar í Guðs almáttugu
kærleikshendur og
þannig falið sig og sína,
menn og málefni,
ástandið og allt það
annað sem á okkur hvíl-
ir af einlægni í hans
hendur.
Ævigangan verður
eitthvað svo ólýsanlega léttbærari.
Maður fyllist óskiljanlegum friði,
þakklæti og auðmýkt. Og traustið og
friðurinn sem því æðruleysi fylgir er
ekkert annað en ómetanleg Guðs
gjöf.
Minnumst þess sem Jesús gerði
fyrir okkur. Því þannig og aðeins
þannig munum við komast af og lífi
halda, líka þegar við kölluð verðum
burt úr heimi þessum.
Í kærleikanum er fólgin lausn
Kærleikurinn er ekki eigingjarn.
Hann segir ekki þegar mér hentar,
þegar mér þóknast eða þegar ég vil
eða nenni og þá þegar ég fæ hvað
mest út úr honum til baka.
Nei, kærleikurinn hlustar, kemur
auga á og sér. Hann opnar hjarta sitt
fyrir aðstæðum, þörf og
neyð náungans án þess
að spyrja um endur-
gjald. Um leið og hann
er brottför úr sjálfinu
leiðir hann til umhyggju
og sjálfsmeðvitundar.
Kærleikurinn nær út
fyrir alla flokka og fé-
lög, hópa, hagsmuna-
samtök eða pólitískar
samfylkingar.
Kærleikurinn er
miskunnsamur. Ekki
sjálfhverfur. Hann er
raunveruleg umhyggja frá innstu
hjartans rótum. Hann uppörvar, er
jákvæður og hvetjandi. Því hann á
uppsprettu sína í hinni tæru lind lífs-
ins.
Kærleikurinn breytir refsingu í
fyrirgefningu. Hann kemur í veg
fyrir ósætti. Hann flytur frið og leitar
sátta. Hann stuðlar að gleði og veitir
fögnuð. Gleði og fögnuð sem byggður
er á djúpri alvöru sem leiðir til var-
anlegrar hamingju. Hamingju sem
umbreytir hjörtum fólks svo það snýr
sér frá ranglæti og óréttvísi inn í hið
upplýsandi eilífa ljós sannleikans.
Kærleikurinn stuðlar að skilningi
og eflir samkennd og samstöðu. Hann
er nærgætinn, alúðlegur og hlýr.
Kærleikurinn er gjafmildur og
þakklátur. Hann er líknandi og veitir
hjörtunum frið. Eilífan frið sem er
æðri öllum mannlegum skilningi.
Kærleikurinn fer ekki í mann-
greinarálit og tekur sér ekki frí.
Hann er ekki aðeins falleg orð heldur
lætur hann verkin tala. Í kærleik-
anum er fólgin lausn. Ólýsanlegur
lækningamáttur og sigurkraftur.
Farvegur friðar og sátta
Kærleikans Guð gefi okkur af náð
sinni að leitast við að láta það eftir
okkur að fá að vera farvegir kærleika
hans og réttlætis. Fyrirgefningar og
sátta. Friðar og fagnaðarerindis,
hvern einasta dag og hverja stund,
um ókomna tíma. Kynslóð eftir kyn-
slóð, þar til við samlögumst honum,
ljósi lífsins í himinsins heilögu eilífu
dýrð.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
– Lifi lífið!
Farvegur kærleika og
réttlætis, friðar og sátta
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson »Kærleikans Guð gefi
okkur af náð sinni að
fá að vera farvegir kær-
leika hans og réttlætis,
fyrirgefningar, friðar og
sátta.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Enn á ný hefur orðið
umræða á Alþingi um
kórónuna á Alþingis-
húsinu. Þjóðræknum
Íslendingum sumum
finnst ótækt að þannig
skulum við sífellt vera
minnt á að við áttum
kónga fyrrum sem
ríktu yfir konungsrík-
inu Íslandi, þótt víðs-
fjarri byggju. Þeir
voru að vísu ekki Íslendingar, og litl-
ir Danir einnig, því að kóngar og
drottningar eru flest samsett af fjöl-
mörgum þjóðernum, og aðeins að
litlu af þjóðerni síns lands. Hér er
ekki um að ræða danska kórónu að-
eins, heldur konungsríkisins alls sem
var, hvort sem okkur líkar betur eða
verr að heyra.
Á þeirri tíð sem Alþingishúsið var
byggt var siður víða um lönd að
skreyta ýmsar stórbyggingar merkj-
um ríkjandi þjóðhöfðingja, og jafnvel
nefna borgir og meiri háttar mann-
virki eftir þeim. Hingað barst þessi
siður er farið var að byggja hús úr
varanlegu efni, steini, þó ekki víða
tíðkaður hér. Má þó nefna nafndrátt
Friðriks konungs fimmta yfir frúar-
dyrum Hóladómkirkju og marmara-
töflu yfir stöpuldyrum með áletrun á
latínu sem segir að kirkjan hafi verið
byggð að frumkvæði konungsins.
Kóróna og nafndráttur Kristjáns
konungs sjöunda voru yfir kórdyrum
Bessastaðakirkju, en var ruslað út úr
kirkjunni að fyrirsögn misviturra of-
ríkismanna fyrir miðja síðustu öld;
Moltke greifi fékk skjaldarmerki sitt
sett á stöpul kirkjunnar, en nafn-
dráttur konungs, kóróna og bygging-
arár voru á veðurvita á kirkjuturni.
Er hús loftskeytastöðvarinnar var
byggt á Melunum var sett yfir dyr
þáverandi skjaldarmerki landsins,
fálki, og kóróna yfir. Eins var um
Safnahúsið við Hverfisgötu, og meira
en það, ævafornt sólartákn, komið
upphaflega austan úr löndum, haka-
kross, var markað í gólfið í anddyr-
inu, en hefur ekki þótt heppilegt er
fram í sótti og var fjarlægt.
Er Prestsbakkakirkja á Síðu var
reist árin 1858-1859 var nafndráttur
Friðriks konungs sjöunda, með kór-
ónu yfir, settur framan á stöpul
kirkjunnar, og er þar enn. Á turni
Kálfatjarnarkirkju var settur veður-
viti með byggingarári kirkjunnar,
1893, og kóróna yfir, sem enn prýðir
kirkjuna.
Dómkirkjan í Reykjavík var upp-
haflaga byggð á árunum 1787-1797
en var endurbyggð með mikilli breyt-
ingu árin 1847-1848. Þá var settur
framan á turninn nafndráttur Krist-
jáns konungs áttunda með kórónu yf-
ir, og sams konar nafndráttur með
kórónu settur á veðurvitann á turn-
þakinu. Þegar kirkjuþak og turninn
voru síðar klædd eirþynnum voru
merkin fjarlægð, en ekki kastað
heldur geymd á kirkju-
lofti. Þegar gert var við
kirkjuna á ný og turn-
inn færður nær upphaf-
legu formi var konungs-
merkjunum komið fyrir
á ný, og virtust menn
ánægðir með það.
Kórónan yfir dyrum
Loftskeytastöðvarinnar
var tekin ofan einhvern
tíma eftir lýðveldis-
stofnunina. Henni var
þó ekki kastað, og nú
fyrir allnokkrum árum var hún sett
aftur á sinn stað yfir dyrnar, sómir
sér vel og hefur víst enginn hreyft
andmælum.
Fleiri hús kunna að vera merkt
konungum Íslands á fyrri tíð án þess
að mér sé kunnugt, og má hér minna
á styttu Kristjáns konungs 9. á
stjórnarráðsblettinum sem sett var
upp í þakkarskyni fyrir það að hann
„færði okkur stjórnarskrá“ árið 1874.
Á fótstallinum er nafndráttur kon-
ungs, og kóróna yfir. Hafa einhverjir
haft á orði að fjarlægja bæri stytt-
una, en til hvers?
Þegar Alþingishúsið var byggt ár-
ið 1881 var þessari siðvenju haldið og
nafndráttur konungs Íslands settur á
húsið. En ekki aðeins það, heldur
voru beggja vegna útidyra settir
skildir, annar með þorskmerki Ís-
lands en hinn með ljónunum þremur,
hvort tveggja var þá í skjaldarmerki
landsins. Merkin voru fyrir löngu
tekin ofan, en eru varðveitt.
Hér er um söguleg minnismerki að
ræða, sið sem var ríkjandi á sínum
tíma. Flest þessara merkja eru á
friðuðum byggingum, svo sem á Al-
þingishúsinu, og því friðlýst einnig.
Friðlýsingin er samkvæmt lögum
sem Alþingi sjálft hefur sett.
Færi svo að ákveðið yrði að fjar-
lægja kórónu konungs Íslands af Al-
þingishúsinu yrði það vart gert nema
með nýjum lögum frá Alþingi. Gætu
þá jafnframt önnur teikn um sam-
skipti Íslands og Danmerkur fengið
að fjúka í kjölfarið. Væri slíkt í raun-
inni hneisa og þjóðarskömm, lítils-
virðing á sögunni sem „söguþjóðin“
státar sig af á hátíðarstundum. Sums
staðar í löndum þykir nú ráð að fella
styttur og ummerki fyrri alda harð-
stjóra. Jafnvel hafa menn einhvers
staðar viljað má söguna út og byrja
nýtt tímatal með upphafi harð-
stjórnar.
Um kórónur og
kóngamerki
Eftir Þór
Magnússon
Þór Magnússon
» Færi svo að ákveðið
yrði að fjarlægja
kórónu konungs Íslands
af Alþingishúsinu yrði
það vart gert nema með
nýjum lögum frá Al-
þingi.
Höfundur er fyrrv.
þjóðminjavörður.